Tók deyjandi lögregluþjónana upp á myndband og gerði grín að þeim Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. maí 2020 08:16 Frá vettvangi slyssins í Melbourne 22. apríl síðastliðinn. Vísir/AP Richard Pusey, ástralskur karlmaður sem sætir nú fjölda ákæra vegna banaslyss sem varð í Melbourne í Ástralíu í síðasta mánuði, tók fjóra ástralska lögreglumenn upp á myndband þar sem þeir lágu í dauðateygjunum á slysstað og gerði grín að þeim. Þetta hafa ástralskir fjölmiðlar upp úr meðferð málsins fyrir dómstólum í dag. Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. Stórum vörubíl var skömmu síðar ekið á lögreglumennina, sem létust við áreksturinn. Pusey slapp hins vegar ómeiddur frá slysinu en strax var greint frá því að hann hefði birt myndir af slysstað á samfélagsmiðlum áður en hann flúði vettvang. Pusey var bæði ákærður fyrir gáleysishegðun og að hindra framgang réttvísinnar. Þá var ökumaður vörubílsins ákærður fyrir gáleysi við akstur. Pusey var handtekinn á heimili sínu skömmu eftir slysið og hefur verið í haldi lögreglu síðan. Richard Pusey sætir fjölda ákæra vegna aðildar sinnar að slysinu.Vísir/AP Dómstóll tók í dag fyrir umsókn Pusey um að vera látinn laus gegn tryggingu. Enn á þó eftir að úrskurða í málinu. Fram kom í máli lögreglu fyrir réttinum að Pusey hefði myndað slysstað í rúmar þrjár mínútur og þysjað inn á tiltekin svæði. Á meðan hafi hann talað niðrandi um það sem fyrir augu bar. Þá sýndi upptaka úr búkmyndavél Lynette Taylor, eins lögreglumannanna, þegar Pusey gerði grín að henni þar sem hún lá föst undir vörubílnum. Talið er að hún hafi þá enn verið á lífi. Mál Pusey hefur vakið gríðarlega reiði í Ástralíu og einkum meðal lögreglu í Viktoríu-umdæmi. Lögreglumennirnir sem létust hétu, auk áðurnefndrar Taylor, Keving King, Josh Prestney og Glen Humphris. Aldrei hafa fleiri lögreglumenn látist í einu við störf sín í umdæminu. Ástralía Tengdar fréttir Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Richard Pusey, ástralskur karlmaður sem sætir nú fjölda ákæra vegna banaslyss sem varð í Melbourne í Ástralíu í síðasta mánuði, tók fjóra ástralska lögreglumenn upp á myndband þar sem þeir lágu í dauðateygjunum á slysstað og gerði grín að þeim. Þetta hafa ástralskir fjölmiðlar upp úr meðferð málsins fyrir dómstólum í dag. Lögreglumennirnir létust allir í slysinu sem varð eftir að Pusey, sem ók Porsche-bifreið eftir hraðbraut í Melbourne, var stöðvaður vegna ofsaaksturs. Stórum vörubíl var skömmu síðar ekið á lögreglumennina, sem létust við áreksturinn. Pusey slapp hins vegar ómeiddur frá slysinu en strax var greint frá því að hann hefði birt myndir af slysstað á samfélagsmiðlum áður en hann flúði vettvang. Pusey var bæði ákærður fyrir gáleysishegðun og að hindra framgang réttvísinnar. Þá var ökumaður vörubílsins ákærður fyrir gáleysi við akstur. Pusey var handtekinn á heimili sínu skömmu eftir slysið og hefur verið í haldi lögreglu síðan. Richard Pusey sætir fjölda ákæra vegna aðildar sinnar að slysinu.Vísir/AP Dómstóll tók í dag fyrir umsókn Pusey um að vera látinn laus gegn tryggingu. Enn á þó eftir að úrskurða í málinu. Fram kom í máli lögreglu fyrir réttinum að Pusey hefði myndað slysstað í rúmar þrjár mínútur og þysjað inn á tiltekin svæði. Á meðan hafi hann talað niðrandi um það sem fyrir augu bar. Þá sýndi upptaka úr búkmyndavél Lynette Taylor, eins lögreglumannanna, þegar Pusey gerði grín að henni þar sem hún lá föst undir vörubílnum. Talið er að hún hafi þá enn verið á lífi. Mál Pusey hefur vakið gríðarlega reiði í Ástralíu og einkum meðal lögreglu í Viktoríu-umdæmi. Lögreglumennirnir sem létust hétu, auk áðurnefndrar Taylor, Keving King, Josh Prestney og Glen Humphris. Aldrei hafa fleiri lögreglumenn látist í einu við störf sín í umdæminu.
Ástralía Tengdar fréttir Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Slapp ómeiddur frá banaslysi, birti myndir á Facebook og flúði vettvang Fjórir lögreglumenn létust í umferðarslysi á hraðbraut í grennd við áströlsku borgina Melbourne á miðvikudagskvöld. 23. apríl 2020 09:00