Verkfalli Eflingar hjá nokkrum sveitarfélögum aflýst Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. maí 2020 00:56 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undirritaði nýjan kjarasamning félagsmanna sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. Vísir/Vilhelm Efling og Samband íslenskra sveitarfélaga rituðu skömmu fyrir miðnætti undir nýjan kjarasamning félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. Verkfalli félagsins í sveitarfélögunum hefur því verið aflýst. Í tilkynningu frá Eflingu segir að í samningum sé kveðið á um hækkun lægstu launa með sérstakri aukagreiðslu að fyrirmynd kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg. Þar segir jafnframt að Efling fagni sigri í langvinnri og erfiðri kjarabaráttu við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Með aukagreiðslunni hefur náðst fram sambærileg kjarabót og í samningum félagsins við ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Þessar kjarabætur fyrir láglaunafólk hjá sveitarfélögunum, að stórum hluta konur í umönnunarstörfum, er beinn árangur af verkfallsaðgerðum og staðfastri baráttu félagsmanna á Höfuðborgarsvæðinu öllu síðan í byrjun febrúar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningunni. Verkfallið hefur bitnað einna harðast í grunnskólum í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Lægstu laun hækka og vinnuvikan styttist Í samningum er meðal annars samtals 90 þúsund króna hækkun grunnlauna í grunnþrepi yfir samningstímann, stytting vinnuvikunnar, 61 þúsund króna árlegt framlag í nýjan félagsmannasjóð og fleira. Verkfall Eflingar hjá umræddum sveitarfélögum hófst 9. mars en var frestað þann 24. mars vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir páska var atkvæðagreiðsla um að fara að nýju í verkfall og var verkfallsboðun samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Verkfallið hófst 5. maí en því hefur nú verið aflýst, eins og áður segir. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki 270 félagsmanna sem undir honum munu starfa. Hefst nú vinna við kynningu samningsins og undirbúning atkvæðagreiðslu að því er segir í tilkynningu. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Áfram fundað í kvöld í deilu Eflingar og sveitarfélaganna Fundað hefur verið í allan dag og standa viðræður enn yfir. 10. maí 2020 18:50 Sér ekki fyrir endann á deilu sveitarfélaganna og Eflingar Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki sjá fyrir endann á deilu sambandsins og Eflingar. Hlé var gert á viðræðum á sjötta tímanum í gær og hófust viðræður á ný klukkan 10 í morgun. 10. maí 2020 11:19 Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið. 9. maí 2020 18:31 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Efling og Samband íslenskra sveitarfélaga rituðu skömmu fyrir miðnætti undir nýjan kjarasamning félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Sveitarfélaginu Ölfusi og Hveragerðisbæ. Verkfalli félagsins í sveitarfélögunum hefur því verið aflýst. Í tilkynningu frá Eflingu segir að í samningum sé kveðið á um hækkun lægstu launa með sérstakri aukagreiðslu að fyrirmynd kjarasamnings Eflingar við Reykjavíkurborg. Þar segir jafnframt að Efling fagni sigri í langvinnri og erfiðri kjarabaráttu við Samband íslenskra sveitarfélaga. „Með aukagreiðslunni hefur náðst fram sambærileg kjarabót og í samningum félagsins við ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir. Þessar kjarabætur fyrir láglaunafólk hjá sveitarfélögunum, að stórum hluta konur í umönnunarstörfum, er beinn árangur af verkfallsaðgerðum og staðfastri baráttu félagsmanna á Höfuðborgarsvæðinu öllu síðan í byrjun febrúar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í tilkynningunni. Verkfallið hefur bitnað einna harðast í grunnskólum í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Lægstu laun hækka og vinnuvikan styttist Í samningum er meðal annars samtals 90 þúsund króna hækkun grunnlauna í grunnþrepi yfir samningstímann, stytting vinnuvikunnar, 61 þúsund króna árlegt framlag í nýjan félagsmannasjóð og fleira. Verkfall Eflingar hjá umræddum sveitarfélögum hófst 9. mars en var frestað þann 24. mars vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir páska var atkvæðagreiðsla um að fara að nýju í verkfall og var verkfallsboðun samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Verkfallið hófst 5. maí en því hefur nú verið aflýst, eins og áður segir. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki 270 félagsmanna sem undir honum munu starfa. Hefst nú vinna við kynningu samningsins og undirbúning atkvæðagreiðslu að því er segir í tilkynningu.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Áfram fundað í kvöld í deilu Eflingar og sveitarfélaganna Fundað hefur verið í allan dag og standa viðræður enn yfir. 10. maí 2020 18:50 Sér ekki fyrir endann á deilu sveitarfélaganna og Eflingar Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki sjá fyrir endann á deilu sambandsins og Eflingar. Hlé var gert á viðræðum á sjötta tímanum í gær og hófust viðræður á ný klukkan 10 í morgun. 10. maí 2020 11:19 Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið. 9. maí 2020 18:31 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Áfram fundað í kvöld í deilu Eflingar og sveitarfélaganna Fundað hefur verið í allan dag og standa viðræður enn yfir. 10. maí 2020 18:50
Sér ekki fyrir endann á deilu sveitarfélaganna og Eflingar Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segist ekki sjá fyrir endann á deilu sambandsins og Eflingar. Hlé var gert á viðræðum á sjötta tímanum í gær og hófust viðræður á ný klukkan 10 í morgun. 10. maí 2020 11:19
Fresta viðræðum Eflingar og sveitarfélaganna til morguns Hlé var gert á fundi samninganefnda Eflingar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á sjötta tímanum í dag eftir hátt í átta klukkustunda langa fundarlotu hjá ríkissáttasemjara. Viðræðurnar eru sagðar á viðkvæmu stigi en fundur heldur áfram klukkan tíu í fyrramálið. 9. maí 2020 18:31