Mörgum börnum líður illa vegna faraldurs og verkfalla Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. maí 2020 19:56 Ellefu samtöl við börn tengd sjálfsvígum voru hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717 í apríl. Verkefnastjóri Hjálparsímans segir mikið óvissuástand undanfarið hafa haft áhrif á mörg börn sem líði illa. Hjálparsími Rauða krossins 1717 hefur verið starfræktur um árabil en þangað geta þeir leitað sem þurfa á sálrænum stuðningi eða ráðgjöf að halda. Símtölum og netspjöllum þangað hefur fjölgað verulega frá því í fyrra en á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru samtölin nærri ellefu þúsund. Þau voru fimm þúsund í fyrra. „Það eru samtöl tengd kvíða mikið og ofbeldissamtöl þeim hefur fjölgað gríðarlega mikið síðustu vikur og svo einmanaleikinn líka hann hefur gríðarleg áhrif í svona ástandi,“ segir Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Þannig voru samtöl tengd ofbeldi nærri tvöfalt fleiri í apríl en á sama tíma í fyrra. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvíga einnig í apríl en ellefu af þeim samtölum voru við börn. Sandra segir börnin oftast hafa verið á aldrinum fjórtán til átján ára. Hún segir undanfarnar vikur hafa reynt á mörg börn. Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins.Vísir/Stöð 2 „Náttúrulega fyrst og fremst þessi veirufaraldur og verkföll. Þetta hefur allt saman áhrif á börnin. Við finnum fyrir því að þeim líður oft bara illa yfir þessu óvissuástandi. Mæta ekki í skólann og oft bara kannski erfitt ástand heima við. Geta ekki hitt vini sína og margt svona þannig það er þyngra hljóð í börnum.“ Þá segir Sandra að nú í maí hafi samtölum fækkað aðeins aftur en álagið sé enn mikið. „Þau eru svona þyngri og erfiðari mál sem við erum að fá til okkar. Það er mikil vanlíðan hjá fólki. Við búumst alveg við því að þetta muni haldast áfram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Verkföll 2020 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Ellefu samtöl við börn tengd sjálfsvígum voru hjá Hjálparsíma Rauða krossins 1717 í apríl. Verkefnastjóri Hjálparsímans segir mikið óvissuástand undanfarið hafa haft áhrif á mörg börn sem líði illa. Hjálparsími Rauða krossins 1717 hefur verið starfræktur um árabil en þangað geta þeir leitað sem þurfa á sálrænum stuðningi eða ráðgjöf að halda. Símtölum og netspjöllum þangað hefur fjölgað verulega frá því í fyrra en á fyrstu fjórum mánuðum ársins voru samtölin nærri ellefu þúsund. Þau voru fimm þúsund í fyrra. „Það eru samtöl tengd kvíða mikið og ofbeldissamtöl þeim hefur fjölgað gríðarlega mikið síðustu vikur og svo einmanaleikinn líka hann hefur gríðarleg áhrif í svona ástandi,“ segir Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins. Þannig voru samtöl tengd ofbeldi nærri tvöfalt fleiri í apríl en á sama tíma í fyrra. Þá fjölgaði samtölum vegna sjálfsvíga einnig í apríl en ellefu af þeim samtölum voru við börn. Sandra segir börnin oftast hafa verið á aldrinum fjórtán til átján ára. Hún segir undanfarnar vikur hafa reynt á mörg börn. Sandra Birgisdóttir, verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins.Vísir/Stöð 2 „Náttúrulega fyrst og fremst þessi veirufaraldur og verkföll. Þetta hefur allt saman áhrif á börnin. Við finnum fyrir því að þeim líður oft bara illa yfir þessu óvissuástandi. Mæta ekki í skólann og oft bara kannski erfitt ástand heima við. Geta ekki hitt vini sína og margt svona þannig það er þyngra hljóð í börnum.“ Þá segir Sandra að nú í maí hafi samtölum fækkað aðeins aftur en álagið sé enn mikið. „Þau eru svona þyngri og erfiðari mál sem við erum að fá til okkar. Það er mikil vanlíðan hjá fólki. Við búumst alveg við því að þetta muni haldast áfram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjálparstarf Verkföll 2020 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira