Fanndís um baulið á Kópavogsvelli: „Var mjög móðguð til að byrja með en þetta voru ekki Blikar“ Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 20:00 Fanndís fagnar markinu fræga. vísir/daníel Fanndís Friðriksdóttir segir að hún hafi verið sár er hún heyrði baulað á sig á Kópavogsvelli síðasta sumar er hún mætti með núverandi liði sínu Val og spilaði við Breiðablik. Síðar meir komst hún að því að þetta voru ekki stuðningsmenn Blika sem bauluðu. Landsliðskonan knáa var gestur Sportsins í dag þar sem hún ræddi ýmis málefni við þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarson. Hún ræddi meðal annars atvikið síðasta sumar er baulað var á hana er hún var tekin af velli en hún hafði áður fyrr leikið með Blikum. „Ég var mjög móðguð til að byrja með en svo fattaði ég að þeir sem voru að baula voru ekki Blikar. Fólk veit að ég er Bliki og þeir Blikar sem eru alvöru Blikar gerðu það ekki. Ég fékk fullt af skilaboðum um það að þetta voru ekki alvöru Blikar,“ sagði Fanndís. Hún segir að hún hafi verið klár í fagnaðarlætin eftir leikinn því með sigri hefði Valur orðið meistari en leiknum lauk að endingu með 1-1 jafntefli. „Þetta særði mig strax eftir leikinn. Ég fór út af í leiknum því ég var alveg að fara togna og ég fór á bekkinn. Ég var svo reið og mér fannst þetta pirrandi. Ég var komin úr úlpunni og ætlaði að fara hlaupa inn á. Svo ég þurfti að fara aftur í úlpuna eins og einhver kjáni.“ Fanndís er keppnismanneskja mikil en hún skoraði mark Vals í leiknum og fagnaði vel og innilega. Aðspurð um umræðuna um að fagna ekki á móti sínu gamla félagi svaraði Fanndís: „Maður er keppnismanneskja og maður gleymir sér. Liðið sem ég er að spila með þarna er Valur og við vorum að vinna og ef við hefðum unnið leikinn hefðum við tryggt okkur titilinn. Eins og ég sagði við Steina þjálfara eftir leikinn þegar hann sagði að ég mætti ekki gera þetta á Kópavogsvelli þá sagði ég bara að ég réði ekki við mig.“ Klippa: Sportið í dag - Fanndís um baulið á Kópavogsvelli Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Breiðablik Valur Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira
Fanndís Friðriksdóttir segir að hún hafi verið sár er hún heyrði baulað á sig á Kópavogsvelli síðasta sumar er hún mætti með núverandi liði sínu Val og spilaði við Breiðablik. Síðar meir komst hún að því að þetta voru ekki stuðningsmenn Blika sem bauluðu. Landsliðskonan knáa var gestur Sportsins í dag þar sem hún ræddi ýmis málefni við þá Kjartan Atla Kjartansson og Henry Birgi Gunnarson. Hún ræddi meðal annars atvikið síðasta sumar er baulað var á hana er hún var tekin af velli en hún hafði áður fyrr leikið með Blikum. „Ég var mjög móðguð til að byrja með en svo fattaði ég að þeir sem voru að baula voru ekki Blikar. Fólk veit að ég er Bliki og þeir Blikar sem eru alvöru Blikar gerðu það ekki. Ég fékk fullt af skilaboðum um það að þetta voru ekki alvöru Blikar,“ sagði Fanndís. Hún segir að hún hafi verið klár í fagnaðarlætin eftir leikinn því með sigri hefði Valur orðið meistari en leiknum lauk að endingu með 1-1 jafntefli. „Þetta særði mig strax eftir leikinn. Ég fór út af í leiknum því ég var alveg að fara togna og ég fór á bekkinn. Ég var svo reið og mér fannst þetta pirrandi. Ég var komin úr úlpunni og ætlaði að fara hlaupa inn á. Svo ég þurfti að fara aftur í úlpuna eins og einhver kjáni.“ Fanndís er keppnismanneskja mikil en hún skoraði mark Vals í leiknum og fagnaði vel og innilega. Aðspurð um umræðuna um að fagna ekki á móti sínu gamla félagi svaraði Fanndís: „Maður er keppnismanneskja og maður gleymir sér. Liðið sem ég er að spila með þarna er Valur og við vorum að vinna og ef við hefðum unnið leikinn hefðum við tryggt okkur titilinn. Eins og ég sagði við Steina þjálfara eftir leikinn þegar hann sagði að ég mætti ekki gera þetta á Kópavogsvelli þá sagði ég bara að ég réði ekki við mig.“ Klippa: Sportið í dag - Fanndís um baulið á Kópavogsvelli Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Breiðablik Valur Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira