Draumurinn um að fá enska landsliðið á Laugardalsvöllinn mögulega að deyja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2020 09:00 Íslensku strákarnir fagna sigri þegar Ísland mætti Englandi síðast og sló þá Englendinga út úr sectán liða úrslitunum á EM í Frakklandi sumarið 2016. Getty/Marc Atkins Á næsta fjarfundi Knattspyrnusambands Evrópu með knattspyrnusamböndum álfunnar er ætlunin að ræða framtíð og útfærslu Þjóðadeildarinnar. Það er orðið mjög þröngt um leiki Þjóðadeildarinnar í haust eftir að öllum leikjum í undankeppni EM í mars var ýtt áfram vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Við það bætist að deildir og Evrópukeppnir félagsliða þurfa líka fleiri leikdaga. Í fyrstu heyrðust hugmyndir um að landsliðin þyrftu mögulega að spila þrjá leiki í hverri landsleikjatörn í stað tveggja en það myndir auka álagið gríðarlega á leikmenn. Álagið verður mikið en knattspyrnuyfirvöld þurfa hreinlega að velja og hafna í þessu erfiða ástandi. UEFA Nations League facing axe amid international fixture pile-up |@johncrossmirrorhttps://t.co/SOWAtSQbGM pic.twitter.com/0uPQ0q8fJV— Mirror Football (@MirrorFootball) May 7, 2020 Hingað til hefur UEFA ekki verið að ræða Þjóðadeildina á sínum fundum enda þurfti sambandið að byrja á því að vinna úr meira áríðandi málum eins og útfærslu á Evrópumóti landsliða, landsdeildunum og Evrópukeppnunum. Nú er aftur á móti á áætlun að ræða um framtíð Þjóðadeildarinnar og hvort mögulega sé bara eina vitið að fresta henni eða flauta hana alveg af. Þetta var önnur Þjóðadeildin í röðinni og hún var sett á laggirnar á sínum tíma til að koma í staðinn fyrir vináttulandsleiki landsliðanna. Portúgal vann fyrstu keppnina sumarið 2019 og íslenska landsliðið hélt sæti sínu í A-deildinni eftir að fjölgað var um fjögur lið í henni. Íslenska landsliðið lenti í mjög flottum riðli í Þjóðadeildinni 2020-21 því í riðli Íslands í A-deildinni voru England, Danmörk og Belgía. Íslenskt knattspyrnuáhugafólk var sérstaklega spennt fyrir enska landsliðinu en Þjóðadeildin átti einmitt að byrja á því að Englendingar mættu á Laugardalsvöllinn í byrjun september. Column: Uefa s next meeting: will they say goodbye to Nations League? Why transfer bets stand out, Ox s super Sky gesture, Parish praise & will TV companies have credit in bank? https://t.co/2LvVzp50kC— John Cross (@johncrossmirror) May 7, 2020 Það verður líklegra með hverjum deginum að draumurinn um að fá enska landsliðið á Laugardalsvöllinn sé mögulega að deyja á þessum fundi á mánudaginn. Það er nefnilega farið að stefna í það að Þjóðadeildin verði hreinlega flautuð af til að búa til nauðsynlegt pláss á leikjadagatalinu. Næsti fundur framkvæmdanefndar UEFA er 27. maí þar sem hún mun ræða meðal annars fyrirkomulagið á Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Það er búist við því að þar verði einnig tekin ákvörðun um undankeppni Evrópukeppna félagsliða á næstu leiktíð sem líklegast verða flautaðar af. Deildirnar í löndunum hafa til 25. maí til að tilkynna UEFA hvernig og hvort þau ætli að klára sínar deildir. Þá þurfa þau einnig að gera grein fyrir því hvernig liðin úr þeirra deildum tryggja sig inn í Evrópukeppnina á næstu leiktíð. Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira
Á næsta fjarfundi Knattspyrnusambands Evrópu með knattspyrnusamböndum álfunnar er ætlunin að ræða framtíð og útfærslu Þjóðadeildarinnar. Það er orðið mjög þröngt um leiki Þjóðadeildarinnar í haust eftir að öllum leikjum í undankeppni EM í mars var ýtt áfram vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Við það bætist að deildir og Evrópukeppnir félagsliða þurfa líka fleiri leikdaga. Í fyrstu heyrðust hugmyndir um að landsliðin þyrftu mögulega að spila þrjá leiki í hverri landsleikjatörn í stað tveggja en það myndir auka álagið gríðarlega á leikmenn. Álagið verður mikið en knattspyrnuyfirvöld þurfa hreinlega að velja og hafna í þessu erfiða ástandi. UEFA Nations League facing axe amid international fixture pile-up |@johncrossmirrorhttps://t.co/SOWAtSQbGM pic.twitter.com/0uPQ0q8fJV— Mirror Football (@MirrorFootball) May 7, 2020 Hingað til hefur UEFA ekki verið að ræða Þjóðadeildina á sínum fundum enda þurfti sambandið að byrja á því að vinna úr meira áríðandi málum eins og útfærslu á Evrópumóti landsliða, landsdeildunum og Evrópukeppnunum. Nú er aftur á móti á áætlun að ræða um framtíð Þjóðadeildarinnar og hvort mögulega sé bara eina vitið að fresta henni eða flauta hana alveg af. Þetta var önnur Þjóðadeildin í röðinni og hún var sett á laggirnar á sínum tíma til að koma í staðinn fyrir vináttulandsleiki landsliðanna. Portúgal vann fyrstu keppnina sumarið 2019 og íslenska landsliðið hélt sæti sínu í A-deildinni eftir að fjölgað var um fjögur lið í henni. Íslenska landsliðið lenti í mjög flottum riðli í Þjóðadeildinni 2020-21 því í riðli Íslands í A-deildinni voru England, Danmörk og Belgía. Íslenskt knattspyrnuáhugafólk var sérstaklega spennt fyrir enska landsliðinu en Þjóðadeildin átti einmitt að byrja á því að Englendingar mættu á Laugardalsvöllinn í byrjun september. Column: Uefa s next meeting: will they say goodbye to Nations League? Why transfer bets stand out, Ox s super Sky gesture, Parish praise & will TV companies have credit in bank? https://t.co/2LvVzp50kC— John Cross (@johncrossmirror) May 7, 2020 Það verður líklegra með hverjum deginum að draumurinn um að fá enska landsliðið á Laugardalsvöllinn sé mögulega að deyja á þessum fundi á mánudaginn. Það er nefnilega farið að stefna í það að Þjóðadeildin verði hreinlega flautuð af til að búa til nauðsynlegt pláss á leikjadagatalinu. Næsti fundur framkvæmdanefndar UEFA er 27. maí þar sem hún mun ræða meðal annars fyrirkomulagið á Meistaradeildinni og Evrópudeildinni. Það er búist við því að þar verði einnig tekin ákvörðun um undankeppni Evrópukeppna félagsliða á næstu leiktíð sem líklegast verða flautaðar af. Deildirnar í löndunum hafa til 25. maí til að tilkynna UEFA hvernig og hvort þau ætli að klára sínar deildir. Þá þurfa þau einnig að gera grein fyrir því hvernig liðin úr þeirra deildum tryggja sig inn í Evrópukeppnina á næstu leiktíð.
Þjóðadeild UEFA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sjá meira