Máni um Stjörnuna: „Ástandið innan félagsins er í tómu rugli“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2020 21:00 Máni fór mikinn í þætti kvöldsins. vísir/s2s Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson segir að ástandið innan Stjörnunnar sé ekki gott. Félagið þurfi að ganga í gegnum naflaskoðun en þetta sagði hann í þættinum Sportið í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. Það hefur mikið gengið á innan herbúða Stjörnunnar undanfarnar vikur og mánuði. Eins og Vísir greindi frá í lok síðasta mánaðar hafa bæði varaformaður Stjörnunnar og fleiri stjórnarmeðlimir hætt eða farið í leyfi vegna átaka við formann félagsins. Máni segir að ástandið innan félagsins sé slæmt og að staðan innan félagsins sé mjög svört. Hann spáir Stjörnunni um miðja deild og segir að árangurinn verði ekki upp á marga fiska í sumar. „Vandamál Stjörnunnar er að félagið er í tómu rugli. Ástandið innan félagsins er í tómu rugli. Það er hver höndin upp á móti hvor annarri. Það er hver deildin á móti annarri. Þetta er ekki gott. Ástandið er mjög slæmt þara og það þorir enginn að tala um þetta þarna. Þetta virðist vera tabú,“ sagði Máni og hélt áfram: „Ég get tekið dæmi sem snýr mér næst. Ég held að það sé ekkert öðruvísi með Stjörnuna eða önnur félagslið eða sambönd á þessu landi að menn eru alltaf svo peppaðir að við þurfa að sýna sterkar konur og þær þurfa að segja sína skoðun og allt þetta. Það er gott og vel og þú segir þetta út á við.“ „Síðan segja þessar konur að þetta gengur ekki og að við séum ekki að fara vinna þetta svona, að svona hroki og yfirgangur er ekki í boði og þetta þarf að vera betra. Þá byrjar bara typpa félagið að segja „þið þurfið að fara út úr félaginu“. Þetta er bara það sem snýr að mér. Þetta er ekki það sem Stjarnan á að standa fyrir og fyrir mér er félagið búið að tapa gildum sínum.“ Stjörnumenn fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2014.Vísir/Andri Marinó „Þetta er staðreynd. Ég veit ekki fyrir hvað félagið ætlar að standa. Yngri flokka starfið í fótbolta er frábært og gríðarlegur metnaður sem er sýndur þar. Ef einhverjir þjálfarar geta haldið andanum þarna uppi þá eru það þessir tveir. Leikmannahópurinn er góður en Stjarnan verður fyrir miðju. Ég skal lofa ykkur því að þetta á eftir að hitta þá einhvers staðar. Það þurfa að vera gríðarlega sterkir karakterar í þessu liði til þess að halda einhverju „function“ í þessu ástandi sem er í Garðabæ.“ „Vandamálið er í efstu hæðum í Stjörnunni. Það er óánægja og það er enginn til í að tala um það. Ég er ekki að segja að þessir menn beri ekki hag Stjörnunnar fyrir brjósti en það þarf að leysa ágreiningsmál með að tala um það. Menn þurfa líka að spyrja sig: Hver eru gildin okkar? Fyrir hvað ætlar þetta félag að standa? Þetta er spurning sem Garðbæingar þurfa að svara.“ Einnig var rætt um þá ákvörðun Stjörnunnar að fá Ólaf Jóhannesson inn við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar en Rúnar átti hugmyndina að fá Ólaf inn. Atli Viðar Björnsson segir að Rúnar sé ómeðvitað að bakka aðeins með þessari ákvörðun. „Ég held að Rúnar sé ómeðvitað að bakka aðeins. Ég er rosalega spenntur að sjá hvernig þetta endar. Ég held að Óli tekur loka ákvarðanirnar og axli ábyrgðina en ekki Rúnar. Hann er öflugur karakter og hugsar þetta til enda en ég sé þetta svona,“ sagði Atli. Máni er ekki sammála að Rúnar dragi sig til baka. „Rúnar er eins og ég. Hann elskar Stjörnuna. Hann hugsar um hvað er best fyrir liðið og það er að sækja Óla Jó. Rúnar er tilbúinn að vera minna í sviðsljósinu. Hann þrífst fyrir það að Stjörnunni gengur vel. Hann er fyrst og síðast að þessu Stjörnunni fyrir bestu.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Máni um Stjörnuna Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Þorkell Máni Pétursson segir að ástandið innan Stjörnunnar sé ekki gott. Félagið þurfi að ganga í gegnum naflaskoðun en þetta sagði hann í þættinum Sportið í kvöld sem var sýnt á Stöð 2 Sport í kvöld. Það hefur mikið gengið á innan herbúða Stjörnunnar undanfarnar vikur og mánuði. Eins og Vísir greindi frá í lok síðasta mánaðar hafa bæði varaformaður Stjörnunnar og fleiri stjórnarmeðlimir hætt eða farið í leyfi vegna átaka við formann félagsins. Máni segir að ástandið innan félagsins sé slæmt og að staðan innan félagsins sé mjög svört. Hann spáir Stjörnunni um miðja deild og segir að árangurinn verði ekki upp á marga fiska í sumar. „Vandamál Stjörnunnar er að félagið er í tómu rugli. Ástandið innan félagsins er í tómu rugli. Það er hver höndin upp á móti hvor annarri. Það er hver deildin á móti annarri. Þetta er ekki gott. Ástandið er mjög slæmt þara og það þorir enginn að tala um þetta þarna. Þetta virðist vera tabú,“ sagði Máni og hélt áfram: „Ég get tekið dæmi sem snýr mér næst. Ég held að það sé ekkert öðruvísi með Stjörnuna eða önnur félagslið eða sambönd á þessu landi að menn eru alltaf svo peppaðir að við þurfa að sýna sterkar konur og þær þurfa að segja sína skoðun og allt þetta. Það er gott og vel og þú segir þetta út á við.“ „Síðan segja þessar konur að þetta gengur ekki og að við séum ekki að fara vinna þetta svona, að svona hroki og yfirgangur er ekki í boði og þetta þarf að vera betra. Þá byrjar bara typpa félagið að segja „þið þurfið að fara út úr félaginu“. Þetta er bara það sem snýr að mér. Þetta er ekki það sem Stjarnan á að standa fyrir og fyrir mér er félagið búið að tapa gildum sínum.“ Stjörnumenn fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2014.Vísir/Andri Marinó „Þetta er staðreynd. Ég veit ekki fyrir hvað félagið ætlar að standa. Yngri flokka starfið í fótbolta er frábært og gríðarlegur metnaður sem er sýndur þar. Ef einhverjir þjálfarar geta haldið andanum þarna uppi þá eru það þessir tveir. Leikmannahópurinn er góður en Stjarnan verður fyrir miðju. Ég skal lofa ykkur því að þetta á eftir að hitta þá einhvers staðar. Það þurfa að vera gríðarlega sterkir karakterar í þessu liði til þess að halda einhverju „function“ í þessu ástandi sem er í Garðabæ.“ „Vandamálið er í efstu hæðum í Stjörnunni. Það er óánægja og það er enginn til í að tala um það. Ég er ekki að segja að þessir menn beri ekki hag Stjörnunnar fyrir brjósti en það þarf að leysa ágreiningsmál með að tala um það. Menn þurfa líka að spyrja sig: Hver eru gildin okkar? Fyrir hvað ætlar þetta félag að standa? Þetta er spurning sem Garðbæingar þurfa að svara.“ Einnig var rætt um þá ákvörðun Stjörnunnar að fá Ólaf Jóhannesson inn við hlið Rúnars Páls Sigmundssonar en Rúnar átti hugmyndina að fá Ólaf inn. Atli Viðar Björnsson segir að Rúnar sé ómeðvitað að bakka aðeins með þessari ákvörðun. „Ég held að Rúnar sé ómeðvitað að bakka aðeins. Ég er rosalega spenntur að sjá hvernig þetta endar. Ég held að Óli tekur loka ákvarðanirnar og axli ábyrgðina en ekki Rúnar. Hann er öflugur karakter og hugsar þetta til enda en ég sé þetta svona,“ sagði Atli. Máni er ekki sammála að Rúnar dragi sig til baka. „Rúnar er eins og ég. Hann elskar Stjörnuna. Hann hugsar um hvað er best fyrir liðið og það er að sækja Óla Jó. Rúnar er tilbúinn að vera minna í sviðsljósinu. Hann þrífst fyrir það að Stjörnunni gengur vel. Hann er fyrst og síðast að þessu Stjörnunni fyrir bestu.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Máni um Stjörnuna Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í kvöld Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Enski boltinn UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Enski boltinn Fleiri fréttir Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ Sjá meira