Fengu sundið aftur hálfum mánuði fyrr en Íslendingar Kristján Már Unnarsson skrifar 7. maí 2020 22:00 Fjöldi sundlaugargesta í Nuuk takmarkast nú við 100 manns. Allt að 50 konur og 50 karlar mega vera samtímis í sundhöllinni, samkvæmt ákvörðun sóttvarnaryfirvalda. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænlendingum hefur gengið betur en flestum öðrum þjóðum að útrýma kórónuveirunni úr samfélaginu en mánuður er nú liðinn frá því upplýst var að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með veiruna þar í landi, væri batnað. Síðan hefur ekkert nýtt smit greinst og er þetta næsta nágrannaland Íslands núna búið að vera smitlaust í sex vikur. Sundhöllin í Nuuk var tekin í notkun árið 2003 og þykir hið veglegasta mannvirki. Um fimmtíu þúsund gestir sækja laugina árlega.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samskiptatakmörkunum hefur síðan verið aflétt í áföngum. Þannig hófst kennsla í skólum og leikskólum á ný þann 20. apríl, rakarastofur, veitingahús og barir fóru í gang 25. apríl, en með hömlum á gestafjölda. Síðastliðinn mánudag var svo leyft að opna íþróttamiðstöðvar og líkamsræktarstöðvar og þar með sundhöllina glæsilegu í Nuuk. Þó mega ekki vera fleiri en hundrað manns samtímis í sundi, 50 konur og 50 karlar, samkvæmt tilkynningu bæjaryfirvalda. Heitu pottarnir eru vinsælir í Nuuk, rétt eins og í sundlaugum á Íslandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru þannig hálfum mánuði á undan þeim íslensku að leyfa íbúum að fara í sund, það er að segja ef þau áform standast að íslensku laugarnar fáist opnaðar 18. maí. Grænlendingar viðhalda þó áfram takmörkunum á komum útlendinga til landsins að minnsta kosti út maímánuð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þætti Stöðvar 2 um mannlíf í Nuuk fyrir þremur árum var einnig fjallað um sundhöllina. Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Tengdar fréttir Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Göturóstur í Nuuk eftir að opnað var á sölu áfengis Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en það hafði þá staðið í átján daga. 16. apríl 2020 21:37 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Grænlendingum hefur á ný verið leyft að komast í sund, en grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru hálfum mánuði á undan þeim íslensku að opna sundlaugar. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Grænlendingum hefur gengið betur en flestum öðrum þjóðum að útrýma kórónuveirunni úr samfélaginu en mánuður er nú liðinn frá því upplýst var að öllum þeim ellefu einstaklingum, sem greinst höfðu með veiruna þar í landi, væri batnað. Síðan hefur ekkert nýtt smit greinst og er þetta næsta nágrannaland Íslands núna búið að vera smitlaust í sex vikur. Sundhöllin í Nuuk var tekin í notkun árið 2003 og þykir hið veglegasta mannvirki. Um fimmtíu þúsund gestir sækja laugina árlega.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Samskiptatakmörkunum hefur síðan verið aflétt í áföngum. Þannig hófst kennsla í skólum og leikskólum á ný þann 20. apríl, rakarastofur, veitingahús og barir fóru í gang 25. apríl, en með hömlum á gestafjölda. Síðastliðinn mánudag var svo leyft að opna íþróttamiðstöðvar og líkamsræktarstöðvar og þar með sundhöllina glæsilegu í Nuuk. Þó mega ekki vera fleiri en hundrað manns samtímis í sundi, 50 konur og 50 karlar, samkvæmt tilkynningu bæjaryfirvalda. Heitu pottarnir eru vinsælir í Nuuk, rétt eins og í sundlaugum á Íslandi. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Grænlensk sóttvarnaryfirvöld eru þannig hálfum mánuði á undan þeim íslensku að leyfa íbúum að fara í sund, það er að segja ef þau áform standast að íslensku laugarnar fáist opnaðar 18. maí. Grænlendingar viðhalda þó áfram takmörkunum á komum útlendinga til landsins að minnsta kosti út maímánuð. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í þætti Stöðvar 2 um mannlíf í Nuuk fyrir þremur árum var einnig fjallað um sundhöllina.
Grænland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Tengdar fréttir Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04 Göturóstur í Nuuk eftir að opnað var á sölu áfengis Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en það hafði þá staðið í átján daga. 16. apríl 2020 21:37 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Sjá meira
Öllum batnað og engin ný smit greind á Grænlandi Landlæknir Grænlands skýrði frá því á upplýsingafundi í Nuuk í gær að allir þeir ellefu einstaklingar, sem greinst höfðu með kórónuveiruna þar í landi, teldust núna hafa náð bata. Þá hefðu engin ný smit greinst í landinu. 9. apríl 2020 08:04
Göturóstur í Nuuk eftir að opnað var á sölu áfengis Grænlensk stjórnvöld afnámu í gær áfengissölubannið sem sett var á í Nuuk og nágrannabyggðum í lok marsmánaðar en það hafði þá staðið í átján daga. 16. apríl 2020 21:37
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05