Sportpakkinn: Sigur í ótrúlegum níu marka leik skilaði Leeds á toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2019 15:00 Helder Costa og félagar í Leeds United fagna marki. Getty/George Wood Tvö efstu liðin í ensku b-deildinni í knattspyrnu höfðu sætaskipti á milli jóla og nýárs en Arnar Björnsson fór yfir það hvernig Leeds United náði toppsætinu af West Bromwich Albion aðeins nokkrum dögum áður en liðin mætast í toppslagnum. Leeds United fór í heimsókn til Birmingham City og þar gekk á ýmsu áður en yfir lauk. Níu mörk og dramatík fram á síðustu sekúndu. Eftir sjö sigra í röð hafði Leeds misst flugið, jafntefli í heimaleikjum gegn Cardiff og Preston og tap gegn Fulham á Craven Cottage, 2 stig af 9 mögulegum. Í 10 síðustu leikjum var Birmingham aðeins búið að vinna einu sinni. Leeds byrjaði betur og Jack Harrisson brunaði upp völlinn, sendi á Helder Costa sem kom Leeds yfir á 15. mínútu. Flott skyndisókn og Costa skoraði þriðja deildarmark sitt fyrir Leeds. Patrick Bamford, markahæsti leikmaður Leeds í vetur, var meiddur og Eddie Nketiah, lánsmaður frá Arsenal, var í byrjunarliðinu í 1. sinn í deildarleik í vetur. Hann kom við sögu þegar Jack Harrisson kom Leeds í 2-0 um miðjan hálfleikinn, skaut boltanum í Harlee Dean. Tvö mörk á 6 mínútna kafla. Birmingham minnkaði muninn á 27. mínútu. Maxime Colin fékk boltann á hægri kantinum og sendi á Jude Bellingham sem skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni. Bellingham er aðeins 16 ára, fæddur í lok júní 2003. Sannarlega efnilegur strákur, lék sinn fyrsta leik í ágúst, rúmum mánuði eftir 16 ára afmælisdaginn. Sló þá met goðsagnar Birmingham Trevor Francis sem var rúmlega 100 dögum eldri þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. Þegar stundarfjórðungur var búinn af seinni hálfleik jafnaði Lukas Jutkiewicz þegar Leeds mistókst að verjast hornspyrnu heimamanna. En fjörið var bara rétt að byrja. Leeds endurheimti forystuna 20 mínútum fyrir leikslok. Ezgjan Alioski sendi á Luke Ayling og bakvörðurinn þrumaði í markið. Fyrsta mark Ayling á leiktíðinni, hann hefur ekki alltaf verið ofarlega á vinsældalista stuðningsmanna félagsins. Sjö mínútum fyrir leikslok tók Kristian Pedersen aukaspyrnu, Kiko Casilla markvörður Leeds misreiknaði sendinguna og Jeremie Bela skallaði í markið. Franski sóknarmaðurinn kom af varamannabekknum um miðjan seinni hálfleikinn og skoraði annað mark sitt fyrir Birmingham á leiktíðinni. Stuart Dallas tryggði Leeds 1-1 jafntefli gegn Preston á öðrum degi Jóla og stuðningsmenn Leeds héldu að hann væri að tryggja sigurinn þegar hann skoraði mínútu eftir mark Bela eftir undirbúning Harrison og Ayling. Í uppbótatíma fékk Bela boltann á hægri kantinum, sending hans fyrir markið endaði hjá Lukas Jutkiewicz sem skoraði framhjá Casilla í markinu. Stuðningsmenn Birmingham fögnuðu en stuðningsmenn Leeds voru ekki í sama stuðinu. Luke Ayling sem fékk bágt fyrir varnarleik sinn í jöfnunarmarki Birmingham sá til þess að stigin þrjú færu í kladdann hjá Leeds. Sending hans fyrir markið var baneitruð og Wes Harding skoraði sjálfsmark þegar Jack Harrisson sótti að honum, ótrúlegur leikur 5-4 fyrir Leeds. Í sjö kílómetra fjarlægð frá St. Andrews vellinum var efsta liðið West Bromwich Albion að berjast við Middlesbro. West Bromwich tapaði síðast fyrir Leeds 1-0 á Elland Road 1. október og var ósigrað í 15 leikjum í röð. Daniel Ayjala skallaði hornspyrnu Lewis Wing í mark Albion á 17. mínútu. Middlesbro vann þriðja leikinn í röð, Ashley Fletcher skoraði glæsilegt mark í uppbótartíma og Boro vann 2-0. Leeds og West Bromwich Albion eru jöfn að stigum á toppnum með 51 stig, Leeds er í 1. sæti á markamun. Liðin mætast á The Hawthorns heimavelli Albion á Nýjársdag. Fulham er í þriðja sæti deildarinnar, 9 stigum á eftir toppliðunum tveimur. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sigur í ótrúlegum níu marka leik skilaði Leeds á toppinn Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Tvö efstu liðin í ensku b-deildinni í knattspyrnu höfðu sætaskipti á milli jóla og nýárs en Arnar Björnsson fór yfir það hvernig Leeds United náði toppsætinu af West Bromwich Albion aðeins nokkrum dögum áður en liðin mætast í toppslagnum. Leeds United fór í heimsókn til Birmingham City og þar gekk á ýmsu áður en yfir lauk. Níu mörk og dramatík fram á síðustu sekúndu. Eftir sjö sigra í röð hafði Leeds misst flugið, jafntefli í heimaleikjum gegn Cardiff og Preston og tap gegn Fulham á Craven Cottage, 2 stig af 9 mögulegum. Í 10 síðustu leikjum var Birmingham aðeins búið að vinna einu sinni. Leeds byrjaði betur og Jack Harrisson brunaði upp völlinn, sendi á Helder Costa sem kom Leeds yfir á 15. mínútu. Flott skyndisókn og Costa skoraði þriðja deildarmark sitt fyrir Leeds. Patrick Bamford, markahæsti leikmaður Leeds í vetur, var meiddur og Eddie Nketiah, lánsmaður frá Arsenal, var í byrjunarliðinu í 1. sinn í deildarleik í vetur. Hann kom við sögu þegar Jack Harrisson kom Leeds í 2-0 um miðjan hálfleikinn, skaut boltanum í Harlee Dean. Tvö mörk á 6 mínútna kafla. Birmingham minnkaði muninn á 27. mínútu. Maxime Colin fékk boltann á hægri kantinum og sendi á Jude Bellingham sem skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni. Bellingham er aðeins 16 ára, fæddur í lok júní 2003. Sannarlega efnilegur strákur, lék sinn fyrsta leik í ágúst, rúmum mánuði eftir 16 ára afmælisdaginn. Sló þá met goðsagnar Birmingham Trevor Francis sem var rúmlega 100 dögum eldri þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið. Þegar stundarfjórðungur var búinn af seinni hálfleik jafnaði Lukas Jutkiewicz þegar Leeds mistókst að verjast hornspyrnu heimamanna. En fjörið var bara rétt að byrja. Leeds endurheimti forystuna 20 mínútum fyrir leikslok. Ezgjan Alioski sendi á Luke Ayling og bakvörðurinn þrumaði í markið. Fyrsta mark Ayling á leiktíðinni, hann hefur ekki alltaf verið ofarlega á vinsældalista stuðningsmanna félagsins. Sjö mínútum fyrir leikslok tók Kristian Pedersen aukaspyrnu, Kiko Casilla markvörður Leeds misreiknaði sendinguna og Jeremie Bela skallaði í markið. Franski sóknarmaðurinn kom af varamannabekknum um miðjan seinni hálfleikinn og skoraði annað mark sitt fyrir Birmingham á leiktíðinni. Stuart Dallas tryggði Leeds 1-1 jafntefli gegn Preston á öðrum degi Jóla og stuðningsmenn Leeds héldu að hann væri að tryggja sigurinn þegar hann skoraði mínútu eftir mark Bela eftir undirbúning Harrison og Ayling. Í uppbótatíma fékk Bela boltann á hægri kantinum, sending hans fyrir markið endaði hjá Lukas Jutkiewicz sem skoraði framhjá Casilla í markinu. Stuðningsmenn Birmingham fögnuðu en stuðningsmenn Leeds voru ekki í sama stuðinu. Luke Ayling sem fékk bágt fyrir varnarleik sinn í jöfnunarmarki Birmingham sá til þess að stigin þrjú færu í kladdann hjá Leeds. Sending hans fyrir markið var baneitruð og Wes Harding skoraði sjálfsmark þegar Jack Harrisson sótti að honum, ótrúlegur leikur 5-4 fyrir Leeds. Í sjö kílómetra fjarlægð frá St. Andrews vellinum var efsta liðið West Bromwich Albion að berjast við Middlesbro. West Bromwich tapaði síðast fyrir Leeds 1-0 á Elland Road 1. október og var ósigrað í 15 leikjum í röð. Daniel Ayjala skallaði hornspyrnu Lewis Wing í mark Albion á 17. mínútu. Middlesbro vann þriðja leikinn í röð, Ashley Fletcher skoraði glæsilegt mark í uppbótartíma og Boro vann 2-0. Leeds og West Bromwich Albion eru jöfn að stigum á toppnum með 51 stig, Leeds er í 1. sæti á markamun. Liðin mætast á The Hawthorns heimavelli Albion á Nýjársdag. Fulham er í þriðja sæti deildarinnar, 9 stigum á eftir toppliðunum tveimur. Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sigur í ótrúlegum níu marka leik skilaði Leeds á toppinn
Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira