Hætta á frekari rafmagnstruflunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2019 14:00 Frá rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi í liðinni viku. vísir/egill Hætta er á frekari rafmagnstruflunum á Norðausturlandi og hluta Austurlands. Hátt þrjú hundruð manns á vegum RARIK hafa nú í tæpan hálfan mánuð unnið dag og nótt við að reyna að halda dreifikerfinu gangandi. Mikill viðbúnaður hefur verið hjá RARIK um helgina vegna veðursins. „Það urðu engar truflanir hjá okkur í nótt þrátt fyrir nokkuð slæma ísingarveðurspá en þetta er ekki alveg gengið yfir þannig að við vonum auðvitað að við sleppum,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS. Helga segir enn mikla hættu á ísingu á Norðausturlandi og á hluta Austurlands. Því sé hætta á rafmagnstruflunum á þessum svæðum á meðan að ástandið vari. „Við erum bara með fólk á vakt auðvitað þangað til þetta klárast og í rauninni erum við alltaf með fólk á vaktinni, allan sólarhringinn, allt árið,“ segir Helga. Helga segir mikið hafa mætt á starfsfólki undanfarið. „Þetta er búið að vera gífurlegt álag á RARIK og við erum búin að vera með allt okkar starfsfólk í vinnu síðan veðrið skall á og í rauninni áður þegar við fórum að undirbúa okkur og svo höfum við fengið aðstoð frá fjölda mörgum. Þannig við metum að það sé hátt í þrjú hundruð manns sem hafa komið að þessu á einn eða annan hátt,“ segir Helga Fólkið hefur unnið dag og nótt síðan óveðrið skall á 10. desember. „Það hafa allir lagst á eitt og stemmingin hefur verið góð en fólk er auðvitað orðið mjög þreytt,“ segir Helga. Hún segist loks sjá fyrir endann á ástandinu sem varað hefur verið síðustu tvær vikurnar. „Það virðist vera betri veðurspá núna fram undan og ef við sleppum í dag þá erum við að vonast til að komast inn í jólin bara í friði og ró,“ segir Helga. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. 21. desember 2019 20:15 Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Afar erfiðar aðstæður fyrir austan Viðgerð á mastri Fljótsdalslínu 4 sem skemmdist var undirbúin í gær og efni til viðgerðar flutt á staðinn. 20. desember 2019 09:27 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Hætta er á frekari rafmagnstruflunum á Norðausturlandi og hluta Austurlands. Hátt þrjú hundruð manns á vegum RARIK hafa nú í tæpan hálfan mánuð unnið dag og nótt við að reyna að halda dreifikerfinu gangandi. Mikill viðbúnaður hefur verið hjá RARIK um helgina vegna veðursins. „Það urðu engar truflanir hjá okkur í nótt þrátt fyrir nokkuð slæma ísingarveðurspá en þetta er ekki alveg gengið yfir þannig að við vonum auðvitað að við sleppum,“ segir Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIKS. Helga segir enn mikla hættu á ísingu á Norðausturlandi og á hluta Austurlands. Því sé hætta á rafmagnstruflunum á þessum svæðum á meðan að ástandið vari. „Við erum bara með fólk á vakt auðvitað þangað til þetta klárast og í rauninni erum við alltaf með fólk á vaktinni, allan sólarhringinn, allt árið,“ segir Helga. Helga segir mikið hafa mætt á starfsfólki undanfarið. „Þetta er búið að vera gífurlegt álag á RARIK og við erum búin að vera með allt okkar starfsfólk í vinnu síðan veðrið skall á og í rauninni áður þegar við fórum að undirbúa okkur og svo höfum við fengið aðstoð frá fjölda mörgum. Þannig við metum að það sé hátt í þrjú hundruð manns sem hafa komið að þessu á einn eða annan hátt,“ segir Helga Fólkið hefur unnið dag og nótt síðan óveðrið skall á 10. desember. „Það hafa allir lagst á eitt og stemmingin hefur verið góð en fólk er auðvitað orðið mjög þreytt,“ segir Helga. Hún segist loks sjá fyrir endann á ástandinu sem varað hefur verið síðustu tvær vikurnar. „Það virðist vera betri veðurspá núna fram undan og ef við sleppum í dag þá erum við að vonast til að komast inn í jólin bara í friði og ró,“ segir Helga.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. 21. desember 2019 20:15 Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54 Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03 Afar erfiðar aðstæður fyrir austan Viðgerð á mastri Fljótsdalslínu 4 sem skemmdist var undirbúin í gær og efni til viðgerðar flutt á staðinn. 20. desember 2019 09:27 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Fleiri fréttir Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Sjá meira
Stórhríð vel fram á morgundaginn fyrir norðan Mikið óveður hefur gengið yfir landið í dag sem hefur valdið lokunum á vegum og rafmagnstruflunum. Búast má við stórhríð í kvöld og á morgun. 21. desember 2019 20:15
Viðgerðum loks lokið á Dalvíkurlínu Er nú unnið að því að færa álag frá díselvaravélum um borð í varðskipinu Þór yfir á Dalvíkurlínu. Klukkan níu í kvöld hófst vinna við að taka álag af bænum og má búast við allt að klukkutíma straumleysi og rafmagntruflunum frá þeim tíma. 18. desember 2019 21:54
Búist við frekari rafmagnstruflunum - ástandið viðkvæmt Mikill viðbúnaður er bæði hjá Landsneti og RARIK vegna versnandi veðurs en rafmagn fór af um tíma á Húsavík og þar um kring í morgun. Búast má við frekari truflunum á rafmagni í dag. 21. desember 2019 12:03
Afar erfiðar aðstæður fyrir austan Viðgerð á mastri Fljótsdalslínu 4 sem skemmdist var undirbúin í gær og efni til viðgerðar flutt á staðinn. 20. desember 2019 09:27