Banna bandarískum þingmönnum að koma til Filippseyja Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 12:43 Richard Durbin er annar bandarísku þingmannanna sem hafði frumkvæði að refsiaðgerðum vegna filippseysks stjórnarandstæðings sem var handtekinn. Fyrir vikið er Durbin ekki lengur velkominn til Filippseyja. Vísir/EPA Stjórnvöld á Filippseyjum hafa bannað tveimur bandarískum öldungadeildarþingmönnum að koma til landsins og íhuga að takmarka ferðir Bandaríkjamanna þangað ef Bandaríkjastjórn beitir það refsiaðgerðum. Þingmennirnir tveir leggja refsiaðgerðirnar til vegna þess að filippseysk stjórnvöld handtóku einn helsta gagnrýnanda ríkisstjórnarinnar. Í fjárlögum sem Bandaríkjaþing samþykkti fyrir næsta ár er ákvæði um refsiaðgerðir gegn þeim sem komu nálægt handtöku Leilu de Lime, öldungadeildarþingsmanns á Filippseyjum. Hún var handtekin og sökuð um fíkniefnalagabrot árið 2017 eftir að hún stýrði rannsókn á fjöldamorðum ríkisstjórnar Rodrigo Duterte, forseta. Richard Durbin og Patrick Leahy, öldungadeildarþingmenn á Bandaríkjaþingi, áttu frumkvæði að ákvæðinu og þeim er nú bannað að koma til Filippseyja. Þá segir Reuters-fréttastofan að Duterte íhugi að taka upp kröfu um vegabréfsáritun fyrir Bandaríkjamenn sem hyggja á ferðir þangað, framfylgi Bandaríkjastjórn refsiaðgerðunum. Duterte og ríkisstjórn hans hafa brugðist illa við hvers kyns gagnrýni á mannréttindabrot og morð utan dóms og laga í fíkniefnastríði þeirra. Þannig sakaði Teodoro Locsin yngri, utanríkisráðherra Filippseyja, Íslendinga um að vera handbendi fíkniefnasmyglara eftir að tillaga Íslands um rannsókn á fíkniefnastríðinu var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkin Filippseyjar Tengdar fréttir Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Borgarstjóri sem Duterte benti á myrtur David Navarro var á lista sem Duterte forseti birti fyrr á þessu ári yfir einstaklinga sem hann sakaði um að vera „dópstjórnmálamenn“. 25. október 2019 15:43 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Stjórnvöld á Filippseyjum hafa bannað tveimur bandarískum öldungadeildarþingmönnum að koma til landsins og íhuga að takmarka ferðir Bandaríkjamanna þangað ef Bandaríkjastjórn beitir það refsiaðgerðum. Þingmennirnir tveir leggja refsiaðgerðirnar til vegna þess að filippseysk stjórnvöld handtóku einn helsta gagnrýnanda ríkisstjórnarinnar. Í fjárlögum sem Bandaríkjaþing samþykkti fyrir næsta ár er ákvæði um refsiaðgerðir gegn þeim sem komu nálægt handtöku Leilu de Lime, öldungadeildarþingsmanns á Filippseyjum. Hún var handtekin og sökuð um fíkniefnalagabrot árið 2017 eftir að hún stýrði rannsókn á fjöldamorðum ríkisstjórnar Rodrigo Duterte, forseta. Richard Durbin og Patrick Leahy, öldungadeildarþingmenn á Bandaríkjaþingi, áttu frumkvæði að ákvæðinu og þeim er nú bannað að koma til Filippseyja. Þá segir Reuters-fréttastofan að Duterte íhugi að taka upp kröfu um vegabréfsáritun fyrir Bandaríkjamenn sem hyggja á ferðir þangað, framfylgi Bandaríkjastjórn refsiaðgerðunum. Duterte og ríkisstjórn hans hafa brugðist illa við hvers kyns gagnrýni á mannréttindabrot og morð utan dóms og laga í fíkniefnastríði þeirra. Þannig sakaði Teodoro Locsin yngri, utanríkisráðherra Filippseyja, Íslendinga um að vera handbendi fíkniefnasmyglara eftir að tillaga Íslands um rannsókn á fíkniefnastríðinu var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Bandaríkin Filippseyjar Tengdar fréttir Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31 Borgarstjóri sem Duterte benti á myrtur David Navarro var á lista sem Duterte forseti birti fyrr á þessu ári yfir einstaklinga sem hann sakaði um að vera „dópstjórnmálamenn“. 25. október 2019 15:43 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Segist hafa fyrirgefið Íslandi „dauða“ og „einskis nýta“ tillögu Teodoro Locsin Jr. utanríkisráðherra Filippseyja kveðst hafa fyrirgefið Íslendingum að hafa lagt fram tillögu í Mannréttindaráði sameinuðu þjóðanna, sem gerir ráðinu kleift að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta. 11. september 2019 14:31
Borgarstjóri sem Duterte benti á myrtur David Navarro var á lista sem Duterte forseti birti fyrr á þessu ári yfir einstaklinga sem hann sakaði um að vera „dópstjórnmálamenn“. 25. október 2019 15:43