Bílskúrsþak af í heilu lagi og ruslatunnur á flugi í Eyjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 08:31 Þessi vörubíll er töluvert skemmdur eftir nóttina í Vestmannaeyjum. Mynd/Sigdór yngvi Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt hátt í hundrað útköllum óveðrinu sem gengið hefur yfir landið frá því í gær. Töluvert tjón varð á húsnæði í bænum, þakplötur fuku og bátur var nær sokkinn í höfninni. Arnór Arnósson björgunarsveitarmaður í Vestmannaeyjum segir í samtali við Vísi að starf sveitarinnar hafi gengið vel. Vissulega sé búið að vera „leiðindaveður“ en góður mannskapur, sem naut góðrar aðstoðar, hafi sinnt verkefnum með glæsibrag. Arnór segir að töluvert hafi verið um það að þakplötur fykju í veðurofsanum. Þá fóru ruslatunnur einnig á flakk, kofar „fokið og sprungið“ og í morgun fauk bílskúrsþak af sínum stað í nær heilu lagi. Aðstæður voru erfiðar.Mynd/Sigdór yngvi „Við vorum að koma úr því núna, þetta var þak í heilu lagi af bílskúr. Það var einhverjir fjórir sinnum sex metrar á lengd,“ segir Arnór. Þakið var að endingu tryggt með þungum steinum. Þá segir hann að Fiskimjölsverksmiðja Ísfélags Vestmannaeyja hafi farið illa í veðrinu, auk saltgeymslu í bænum. Þá hafi trilla í höfninni næstum því verið sokkin á tímabili en björgunarsveitarmenn dældu upp úr henni. Eins og fram hefur komið mun óveðrið færa sig austur á bóginn með morgninum. Arnór segir að sér finnist eins og veðurofsann í Eyjum sé eitthvað byrjað að lægja nú á níunda tímanum. Í tilkynningu frá lögreglu í Vestmannaeyjum segir að skólahaldi verði frestað til klukkan tíu í morgun, þangað til annað verði ákveðið. Björgunarmenn að störfum í Eyjum.Mynd/Sigdór yngvi Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. 10. desember 2019 23:32 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur sinnt hátt í hundrað útköllum óveðrinu sem gengið hefur yfir landið frá því í gær. Töluvert tjón varð á húsnæði í bænum, þakplötur fuku og bátur var nær sokkinn í höfninni. Arnór Arnósson björgunarsveitarmaður í Vestmannaeyjum segir í samtali við Vísi að starf sveitarinnar hafi gengið vel. Vissulega sé búið að vera „leiðindaveður“ en góður mannskapur, sem naut góðrar aðstoðar, hafi sinnt verkefnum með glæsibrag. Arnór segir að töluvert hafi verið um það að þakplötur fykju í veðurofsanum. Þá fóru ruslatunnur einnig á flakk, kofar „fokið og sprungið“ og í morgun fauk bílskúrsþak af sínum stað í nær heilu lagi. Aðstæður voru erfiðar.Mynd/Sigdór yngvi „Við vorum að koma úr því núna, þetta var þak í heilu lagi af bílskúr. Það var einhverjir fjórir sinnum sex metrar á lengd,“ segir Arnór. Þakið var að endingu tryggt með þungum steinum. Þá segir hann að Fiskimjölsverksmiðja Ísfélags Vestmannaeyja hafi farið illa í veðrinu, auk saltgeymslu í bænum. Þá hafi trilla í höfninni næstum því verið sokkin á tímabili en björgunarsveitarmenn dældu upp úr henni. Eins og fram hefur komið mun óveðrið færa sig austur á bóginn með morgninum. Arnór segir að sér finnist eins og veðurofsann í Eyjum sé eitthvað byrjað að lægja nú á níunda tímanum. Í tilkynningu frá lögreglu í Vestmannaeyjum segir að skólahaldi verði frestað til klukkan tíu í morgun, þangað til annað verði ákveðið. Björgunarmenn að störfum í Eyjum.Mynd/Sigdór yngvi
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. 10. desember 2019 23:32 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Rúðuþurrkur fuku af í 50 metrum á sekúndu Lögreglu á Suðurlandi barst yfir 150 beiðnir um ýmiss konar aðstoð frá því að óveðrið skall yfir umdæmið í gær og þangað til rúmlega þrjú í nótt. Bjarga þurfti ferðamönnum í ógöngum og nokkrir gistu í fjöldahjálparstöðvum í umdæminu. 11. desember 2019 06:53
Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05
Norðurhlið Fiskimjölsverksmiðjunnar í Vestmannaeyjum nánast fokin af Fiskimjölsverksmiðjan í Vestmannaeyjum, eða Fisið eins og hún er jafnan kölluð af heimamönnum, varð fyrir talsverðum skemmdum í óveðri kvöldsins. 10. desember 2019 23:32