Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 12:51 Björgunarsveitarmenn að störfum í óveðrinu í gærkvöldi. Vísir/vilhelm Slysavarnarfélagið Landsbjörg hyggst senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að miðað sé við að jepparnir, sem eru mikið breyttir, leggi af stað frá höfuðborginni nú upp úr hádegi. Verið sé að manna bílana. Fjölbreytt verkefni hafa komið upp hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi í dag, þar sem enn er afar slæmt veður. Flest snúast þau nú um að halda innviðunum gangandi en víða hefur verið rafmagnslaust fyrir norðan síðan í gær, til dæmis á Siglufirði, Ólafsfirði og Sauðárkróki. Nú skömmu eftir hádegi tilkynnti Landhelgisgæslan að varðskipið Þór væri nú á leið til Siglufjarðar með rafstöð. „Óskað var eftir aðstoð varðskipsins í morgun og hélt skipið til Ísafjarðar þar sem rafstöðin var sótt. Þór á um 130 sjómílur til stefnu en það ræðst af veðri hvenær skipið verður komið til Siglufjarðar. Það gæti orðið seint í kvöld eða nótt. Áhöfn varðskipsins verður svo til taks við Norðurland ef á þarf að halda,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Það var rafmagnslaust á Sauðárkróki í gærkvöldi og myrkur eftir því, eins og sést á þessari mynd fréttamanns Stöðvar 2 frá vettvangi í gær.Vísir/Jói K. Davíð segir að miðað sé við að jepparnir geti aðstoðað viðbragðsaðila á Norðurlandi nær þveru og endilöngu. Fyrsta stopp hjá jeppunum verður á Hvammstanga og þá verður förinni líklega einnig heitið lengra í austur, út í Eyjafjörð og á Húsavík. Þá bendir Davíð á að enn séu í gildi viðvaranir veðurstofu á Norðurlandi. Það sem af er degi hafa björgunarsveitarmenn þurft að sinna þökum sem fjúka af útihúsum á Norðausturlandi og við Húnaflóa. Veðrið sé nú verst á Norðausturlandi og einkum á Melrakkasléttu. Þá hafi einnig borist tilkynningar um fok á Suðurnesjum og í Árnessýslu. Hins vegar virðist sem veður á Austurlandi verði mildara en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. „Við ítrekum það að fólk fylgist með tilkynningum og haldi áfram að taka mark á þeim,“ segir Davíð. Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. 11. desember 2019 11:45 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hyggst senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. Davíð Már Björgvinsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að miðað sé við að jepparnir, sem eru mikið breyttir, leggi af stað frá höfuðborginni nú upp úr hádegi. Verið sé að manna bílana. Fjölbreytt verkefni hafa komið upp hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi í dag, þar sem enn er afar slæmt veður. Flest snúast þau nú um að halda innviðunum gangandi en víða hefur verið rafmagnslaust fyrir norðan síðan í gær, til dæmis á Siglufirði, Ólafsfirði og Sauðárkróki. Nú skömmu eftir hádegi tilkynnti Landhelgisgæslan að varðskipið Þór væri nú á leið til Siglufjarðar með rafstöð. „Óskað var eftir aðstoð varðskipsins í morgun og hélt skipið til Ísafjarðar þar sem rafstöðin var sótt. Þór á um 130 sjómílur til stefnu en það ræðst af veðri hvenær skipið verður komið til Siglufjarðar. Það gæti orðið seint í kvöld eða nótt. Áhöfn varðskipsins verður svo til taks við Norðurland ef á þarf að halda,“ segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar. Það var rafmagnslaust á Sauðárkróki í gærkvöldi og myrkur eftir því, eins og sést á þessari mynd fréttamanns Stöðvar 2 frá vettvangi í gær.Vísir/Jói K. Davíð segir að miðað sé við að jepparnir geti aðstoðað viðbragðsaðila á Norðurlandi nær þveru og endilöngu. Fyrsta stopp hjá jeppunum verður á Hvammstanga og þá verður förinni líklega einnig heitið lengra í austur, út í Eyjafjörð og á Húsavík. Þá bendir Davíð á að enn séu í gildi viðvaranir veðurstofu á Norðurlandi. Það sem af er degi hafa björgunarsveitarmenn þurft að sinna þökum sem fjúka af útihúsum á Norðausturlandi og við Húnaflóa. Veðrið sé nú verst á Norðausturlandi og einkum á Melrakkasléttu. Þá hafi einnig borist tilkynningar um fok á Suðurnesjum og í Árnessýslu. Hins vegar virðist sem veður á Austurlandi verði mildara en svörtustu spár gerðu ráð fyrir. „Við ítrekum það að fólk fylgist með tilkynningum og haldi áfram að taka mark á þeim,“ segir Davíð.
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. 11. desember 2019 11:45 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Mokuðu úr bátum í þrjá tíma og komu berskjölduðum kindum til hjálpar Það skipti sköpum að ákveðið var að senda snjóbíla frá Suðvesturhorninu á lykilstaði á Norðurlandi vestra í óveðrinu í gær. Snjóbílarnir auðvelduðu störf björgunarmanna sem þurftu að glíma við ýmis verkefni í krefjandi aðstæðum. 11. desember 2019 11:45
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00
Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15