Allt á kafi á Akureyri: „Ég ætlaði bara að stökkva út og moka“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2019 13:45 Svona var staðan á Akureyri í dag. Vísir/Tryggvi Páll/Aðsend Það hefur snjóað gríðarlega á Akureyri og nágrenni undanfarinn sólarhring og eru afar fáir á ferli. Það er kannski ekki skrýtið enda fjölmargir sem sitja fastir heima. Þeirra á meðal er Jón Stefán Jónsson, íbúi á Akureyri, sem áttaði sig á því að hann væri ekki að fara fet um leið og hann opnaði útidyrahurðina. Hans beið einfaldlega veggur af snjó. „Ég sá ekki út, það var ekki flóknara en það. Ég ætlaði bara að stökkva út og moka. Bjóst við því að það væri hægt að slá á þetta. Það var aldeilis ekki. Það var hnausþykkur skafl sem mætti mér,“ segir Jón Stefán í samtali við fréttamann sem kíkti í heimsókn í dag.Og engin leið að komast út?„Ég þurfti að koma mér út hinumegin og klofa snjóinn. Ekki það að maður hafi ekki séð svona snjó áður en ekki kannski svona stuttum tíma,“ segir Jón Stefán. Veðrið á Akureyri er bandvitlaust þessa stundina.Vísir/Tryggvi Páll Mjög þungfært er í bænum og hamast snjómokstursmenn við það að halda aðalleiðum opnum, flestar íbúðargötur eru ófærar og ekki möguleiki fyrir Jón Stefán, eins og svo marga íbúa bæjarins að komast í vinnunna. „Nei, ég vinn eins og sést eða sást kannski á úlpunni, hjá Þór og við fengum þau tilmæli frá bænum að loka öllu af því að það er líka þetta með rafmagnið og vatnið, það er af skornum skammti, þannig að við máttum ekki einu sinni fara í vinnu,“ segir Jón Stefán. Hann tók sér því góðan tíma í að moka frá útidyrahurðinni. „Ég var einn og hálfan tíma kannski af því að ég er svona slappur að moka,“ segir hann hlæjandi enda þýðir varla annað en brosa þegar veðrið setur strik í hinn daglega reikning. Allir leik- og grunnskólar bæjarins eru lokaðir og því var öll fjölskyldan heima í góðu yfirlæti þegar fréttamaður óð snjóinn til að kíkja í heimsókn. „Það er bara að njóta vel og ég vona að það geri allir hérna í bænum.“Reiknarðu með að komast aftur út? „Það er góð spurning, verðum við ekki bara að vona það.“ Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. 11. desember 2019 12:51 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Það hefur snjóað gríðarlega á Akureyri og nágrenni undanfarinn sólarhring og eru afar fáir á ferli. Það er kannski ekki skrýtið enda fjölmargir sem sitja fastir heima. Þeirra á meðal er Jón Stefán Jónsson, íbúi á Akureyri, sem áttaði sig á því að hann væri ekki að fara fet um leið og hann opnaði útidyrahurðina. Hans beið einfaldlega veggur af snjó. „Ég sá ekki út, það var ekki flóknara en það. Ég ætlaði bara að stökkva út og moka. Bjóst við því að það væri hægt að slá á þetta. Það var aldeilis ekki. Það var hnausþykkur skafl sem mætti mér,“ segir Jón Stefán í samtali við fréttamann sem kíkti í heimsókn í dag.Og engin leið að komast út?„Ég þurfti að koma mér út hinumegin og klofa snjóinn. Ekki það að maður hafi ekki séð svona snjó áður en ekki kannski svona stuttum tíma,“ segir Jón Stefán. Veðrið á Akureyri er bandvitlaust þessa stundina.Vísir/Tryggvi Páll Mjög þungfært er í bænum og hamast snjómokstursmenn við það að halda aðalleiðum opnum, flestar íbúðargötur eru ófærar og ekki möguleiki fyrir Jón Stefán, eins og svo marga íbúa bæjarins að komast í vinnunna. „Nei, ég vinn eins og sést eða sást kannski á úlpunni, hjá Þór og við fengum þau tilmæli frá bænum að loka öllu af því að það er líka þetta með rafmagnið og vatnið, það er af skornum skammti, þannig að við máttum ekki einu sinni fara í vinnu,“ segir Jón Stefán. Hann tók sér því góðan tíma í að moka frá útidyrahurðinni. „Ég var einn og hálfan tíma kannski af því að ég er svona slappur að moka,“ segir hann hlæjandi enda þýðir varla annað en brosa þegar veðrið setur strik í hinn daglega reikning. Allir leik- og grunnskólar bæjarins eru lokaðir og því var öll fjölskyldan heima í góðu yfirlæti þegar fréttamaður óð snjóinn til að kíkja í heimsókn. „Það er bara að njóta vel og ég vona að það geri allir hérna í bænum.“Reiknarðu með að komast aftur út? „Það er góð spurning, verðum við ekki bara að vona það.“
Akureyri Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. 11. desember 2019 12:51 Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05 Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00 Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Senda fimm jeppa norður í land til aðstoðar Slysavarnarfélagið Landsbjörg mun senda fimm björgunarjeppa norður í land til að aðstoða viðbragðsaðila þar, sem enn glíma við sæg af verkefnum vegna veðurs. 11. desember 2019 12:51
Hviður gætu farið yfir 60 m/s undir Vatnajökli Óveðrið er tekið að færa sig yfir á Austurland, Austfirði og Suðausturland. 11. desember 2019 08:05
Ísilagðar raflínur, brotnir rafmagnsstaurar og foktjón sem ekki er hægt að sinna vegna veðurofsans Það hefur verið mikill erill hjá viðbragðsaðilum á Norðurlandi eystra í kvöld vegna ofsaveðursins sem gengið hefur yfir landið. 11. desember 2019 01:00
Rafmagn úti eða stopult víða á Norður- og Austurlandi Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir ástandið í rafmagnsmálum á Norðurlandi slæmt og sömuleiðis miklir erfiðleikar á Austfjörðum. 11. desember 2019 12:15