„Samfélagið er meira og minna lamað“ Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. desember 2019 20:00 Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag hefur haft mjög mikil samfélagsleg áhrif, ekki hvað síst á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Rafmagnstruflanir hafa verið mjög víða í landshlutunum og heilu þorpin jafnvel verið án rafmagns, eða með rafmagnstruflanir, í meira en sólarhring. Erfiðlega hefur gengið að koma rafmagni aftur á vegna veðurofsans og ófærðar. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir samfélagið ekki þola þetta ástand mikið lengur. „Þetta er í raun og veru bara þannig að samfélagið er meira og minna lamað. Verkefni okkar núna er einfaldlega bara það að reyna að koma okkur af stað aftur. Það mun taka töluverðan tíma, allir vegir ófærir og annað eftir því þannig að það er langt í land,“ sagði Stefán í beinni útsendingu frá Sauðárkróki í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hversu alvarlegt er ástandið orðið og hversu lengi getur það varað svona? „Ekki mikið lengur og við erum alveg komin að þolmörkum þess. Við sjáum það best á því að verkefni dagsins í dag hefur verið það að reyna að tryggja að veiturnar haldi sér gangandi, keyra olíu á varageyminn þar, sömuleiðis símkerfin og fjarskiptakerfin. Verkefnið er bara að halda þessu gangandi því annars er allt komið á hliðina ef þetta fer,“ sagði Stefán. Gríðarleg áhrif á störf viðbragðsaðila Hann segir rafmagnsleysið hafa haft gríðarleg áhrif á störf björgunarsveita og lögreglu. „Þetta torveldar allar aðgerðir þessara viðbragðsaðila að vera ekki með þessa hluti áhrif á okkur þannig að við þolum þetta ekki mikið lengur.“ Ef ástandið verður svona áfram sagði Stefán viðbragðsaðila þurfa að grípa til einhverra annarra aðgerða. „Auðvitað munum við leysa það verkefni eins og önnur. En það mun gera verkefnið erfiðara en að sjálfsögðu munum við klóra okkur fram úr því.“ Hjúkrunardeildin á Hvammstanga án rafmagns Hvammstangi er einn þeirra bæja í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem hefur mátt þola rafmagnsleysi vegna veðursins. Þar er meðal annars rafmagnslaust á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) sem er með útibú í bænum.Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að engin vararafstöð er fyrir deildina, þar sem sextán manns dvelja nú. Því þarf að nota ljós með rafhlöðum til að lýsa deildina upp. Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri HVE, segir í samtali við RÚV að engin bráðatilfelli hafi komið upp í dag. Þá hafi gengið ágætlega að sinna fólki þrátt fyrir aðstæðurnar. Hún segir það áhyggjuefni þegar rafmagnið fer svona lengi af. „„Við munum skoðum þessi mál. Ef þetta er veruleikinn að við getum lent í þessu svona lengi þá held ég að allir sem eru með svona rekstur þurfi að skoða þessa hluti. Eins og til að mynda að rafmagn sé sett í jörð. Ég sé ekki annað en að við verðum að koma upp vararafstöð fyrir Hvammstanga-deildina,“ segir Jóhanna Fjóla. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í gær og í dag hefur haft mjög mikil samfélagsleg áhrif, ekki hvað síst á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Rafmagnstruflanir hafa verið mjög víða í landshlutunum og heilu þorpin jafnvel verið án rafmagns, eða með rafmagnstruflanir, í meira en sólarhring. Erfiðlega hefur gengið að koma rafmagni aftur á vegna veðurofsans og ófærðar. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir samfélagið ekki þola þetta ástand mikið lengur. „Þetta er í raun og veru bara þannig að samfélagið er meira og minna lamað. Verkefni okkar núna er einfaldlega bara það að reyna að koma okkur af stað aftur. Það mun taka töluverðan tíma, allir vegir ófærir og annað eftir því þannig að það er langt í land,“ sagði Stefán í beinni útsendingu frá Sauðárkróki í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.Hversu alvarlegt er ástandið orðið og hversu lengi getur það varað svona? „Ekki mikið lengur og við erum alveg komin að þolmörkum þess. Við sjáum það best á því að verkefni dagsins í dag hefur verið það að reyna að tryggja að veiturnar haldi sér gangandi, keyra olíu á varageyminn þar, sömuleiðis símkerfin og fjarskiptakerfin. Verkefnið er bara að halda þessu gangandi því annars er allt komið á hliðina ef þetta fer,“ sagði Stefán. Gríðarleg áhrif á störf viðbragðsaðila Hann segir rafmagnsleysið hafa haft gríðarleg áhrif á störf björgunarsveita og lögreglu. „Þetta torveldar allar aðgerðir þessara viðbragðsaðila að vera ekki með þessa hluti áhrif á okkur þannig að við þolum þetta ekki mikið lengur.“ Ef ástandið verður svona áfram sagði Stefán viðbragðsaðila þurfa að grípa til einhverra annarra aðgerða. „Auðvitað munum við leysa það verkefni eins og önnur. En það mun gera verkefnið erfiðara en að sjálfsögðu munum við klóra okkur fram úr því.“ Hjúkrunardeildin á Hvammstanga án rafmagns Hvammstangi er einn þeirra bæja í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra sem hefur mátt þola rafmagnsleysi vegna veðursins. Þar er meðal annars rafmagnslaust á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) sem er með útibú í bænum.Fjallað er um málið á vef RÚV en þar kemur fram að engin vararafstöð er fyrir deildina, þar sem sextán manns dvelja nú. Því þarf að nota ljós með rafhlöðum til að lýsa deildina upp. Jóhanna Fjóla Jóhannesdóttir, forstjóri HVE, segir í samtali við RÚV að engin bráðatilfelli hafi komið upp í dag. Þá hafi gengið ágætlega að sinna fólki þrátt fyrir aðstæðurnar. Hún segir það áhyggjuefni þegar rafmagnið fer svona lengi af. „„Við munum skoðum þessi mál. Ef þetta er veruleikinn að við getum lent í þessu svona lengi þá held ég að allir sem eru með svona rekstur þurfi að skoða þessa hluti. Eins og til að mynda að rafmagn sé sett í jörð. Ég sé ekki annað en að við verðum að koma upp vararafstöð fyrir Hvammstanga-deildina,“ segir Jóhanna Fjóla.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira