Bjargað af ísköldum bænum ásamt tveimur ungum dætrum Eiður Þór Árnason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 12. desember 2019 06:30 Landsnet birti mynd af ísilagðri raflínu á Norðurlandi vestra í gærkvöldi en þau Jón Benedikt Sigurðsson og Ingveldur Ása Konráðsdóttir, bændur á Böðvarshólum á Vatnsnesi, hafa fundið vel fyrir áhrifum rafmagnsleysisins. Mynd/Samsett Ingveldur Ása Konráðsdóttir, bóndi á Böðvarshólum í Vestur-Hópi á austanverðu Vatnsnesi, kveðst afar hugsi yfir því hversu lengi rafmagnsleysið á Norðurlandi vestra hefur varað. Rafmagn fór af bænum hennar um hádegisbil á þriðjudag og er ekki enn komið á þegar þetta er skrifað. Hún og maðurinn hennar, Jón Benedikt Sigurðsson, eru með sauðfjárbúskap og hross. Þau búa á bænum ásamt dætrum sínum tveimur, fimm ára og fjögurra mánaða. Um miðjan dag í gær óskuðu þau eftir aðstoð björgunarsveita við að komast inn til Hvammstanga þar sem afar kalt var orðið á bænum vegna rafmagnsleysisins og þau sáu fram á að kertabirgðir heimilisins myndu sennilegast ekki duga. „Með eina fjögurra mánaða og eina fimm ára fannst okkur orðið fullkalt í húsinu þannig að við ákváðum að koma okkur inn á Hvammstanga þar sem er hitaveita og til mömmu minnar. Þar væri allavega hlýtt hús,“ segir Ingveldur í samtali við Vísi. Hitamælirinn sýndi að það voru 12 gráður inni í húsinu. „En við vorum náttúrulega búin að koma okkur fyrir í einu herberginu og setja öll kertin þangað þannig að okkur var ekkert kalt þar. Við vorum bara þar inni,“ segir Ingveldur. Mjög óþægilegt að vera algjörlega sambandslaus við umheiminn Hún segir að þau hafi verið algjörlega sambandslaus við umheiminn. „Það er ekkert farsímasamband heima og er það yfirleitt ekki. Svo komumst við bara að því seinna að það er sambandslaust víða annars staðar því mér skildist að sendarnir væru orðnir rafmagnslausir og enginn heimasími þannig að maður var algjörlega ótengdur við umheiminn. Það var náttúrulega mjög óþægilegt, já, það var bara virkilega óþægilegt og ég tala nú ekki um með svona lítil börn. Þannig að það var mjög ánægjulegt þegar björgunarsveitin kom.“En hvernig náðu þau sambandi við viðbragðsaðila?„Maðurinn minn náði að keyra á traktornum áleiðis niður afleggjarann og nær einum punkti þar af sambandi og hringir þá bara í 112 og óskar eftir því að vera sótt. Þetta var ekki akútt en okkur langaði bara að komast til að okkur myndi líða vel og vorum komin hingað inn á Hvammstanga klukkan 19.“ Ingveldur og dæturnar tvær fóru með björgunarsveitinni til Hvammstanga þar sem móðir Ingveldar býr. Jón Benedikt varð eftir á bænum þar sem hann ætlaði að huga að búfénaðinum. Þá getur hann líka keðjað dráttarvélina og keyrt inn á Hvammstanga ef þannig er en öll fjölskyldan kemst ekki fyrir í því farartæki. Þakkaði fyrir að hafa barnið á brjósti Ingveldur segir það mjög undarlegt hversu snemma rafmagnið fór af bænum. Veðrið hafi varla verið byrjað um hádegisbil á þriðjudag þegar rafmagnið fór af. Hún segir þau Jón Benedikt aldrei hafa lent í öðru eins í sinni búskapartíð. „En mamma rifjaði það upp með mér að þegar ég var barn, ég var nú frekar lítil, þá var þetta svona. Þá var búið að koma okkur krökkunum fyrir í einu herberginu en þetta rafmagnsleysi toppar nú þann tíma. Það er svona fyrir 25 árum síðan. Maður átti ekki von á því árið 2019 að lenda í svona löngu rafmagnsleysi. Maður hefur aðallega áhyggjur af kúabændum og heilbrigðisstofnuninni hér á Hvammstanga sem er án rafmagns. Þetta er bara eitthvað sem á ekki að gerast. Það er bara þannig,“ segir Ingveldur. Hún kveðst engar upplýsingar hafa um það hvenær hiti og rafmagn komist aftur á. „Mér skilst að þetta gangi illa en maður vonast til að þetta gangi vel hjá þeim. Þetta er auðvitað mikið þrekvirki sem þessir starfsmenn eru að vinna hjá RARIK. Maður hugsar til þeirra og vonar að þeir nái að leysa úr þessu því annars þurfa allir að fara í Kaupfélagið að kaupa kerti. Og ég þakkaði líka fyrir að hafa barnið á brjósti því þá þurfti ég ekki að vera að hita mjólk.“ „Þetta getur ekki talist eðlilegt“ Aðspurð hvaða áhrif rafmagnsleysið hafi á dýrin segir Ingveldur það ekki hafa áhrif á dýrin sem eru inni. „Þau hafa nóg af mat og svona og við erum ekki það háð rafmagni því við erum með sauðfé og hross. Ég held að þau komi öll til með að koma vel út úr þessu. Það er spurning með hrossin sem eru úti hvort þau hafi nokkuð álpast eitthvað í veðrinu sem maður vonar ekki. Það er svo annað með kúabændur sem geta sumir hverjir ekki mjólkað, það fer mjög illa með skepnurnar,“ segir Ingveldur. Hún kveðst hugsi yfir rafmagnsleysinu. „Maður er hugsi yfir þessu rafmagnsleysi og rafmagnskerfinu hér á Norðurlandi. Þetta getur ekki talist eðlilegt. Það þarf held ég virkilega að leggjast yfir þetta og skoða þetta mjög vel af því það er greinilega enn þá þannig að verstu veðrin geta komið.“ Rauði kross Íslands opnaði fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Hvammstanga í gærkvöldi vegna rafmagnsleysisins. Vegna einmitt sambandsleysis við svæðið hafði Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi RKÍ, ekki upplýsingar um hversu margir hefðu komið í fjöldahjálparstöðina en að hún hefði einmitt verið opnuð fyrir fólk úr sveitunum sem hafa ekki aðgang að hitaveitu. Húnaþing vestra Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Vonast til að bændur fái einhverja rafmagnsvirkni í fjósin á morgun Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir ágætt ástand í bænum þrátt fyrir rafmagnsleysi. 11. desember 2019 22:31 Tugir tilkynninga um tjón hafa borist tryggingarfélögum Tugir tjónatilkynninga hafa borist tryggingarfélögum í dag en búist er við að fjöldi tilkynninga til viðbótar berist á næstu dögum. 11. desember 2019 21:30 Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt. 11. desember 2019 13:40 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Ingveldur Ása Konráðsdóttir, bóndi á Böðvarshólum í Vestur-Hópi á austanverðu Vatnsnesi, kveðst afar hugsi yfir því hversu lengi rafmagnsleysið á Norðurlandi vestra hefur varað. Rafmagn fór af bænum hennar um hádegisbil á þriðjudag og er ekki enn komið á þegar þetta er skrifað. Hún og maðurinn hennar, Jón Benedikt Sigurðsson, eru með sauðfjárbúskap og hross. Þau búa á bænum ásamt dætrum sínum tveimur, fimm ára og fjögurra mánaða. Um miðjan dag í gær óskuðu þau eftir aðstoð björgunarsveita við að komast inn til Hvammstanga þar sem afar kalt var orðið á bænum vegna rafmagnsleysisins og þau sáu fram á að kertabirgðir heimilisins myndu sennilegast ekki duga. „Með eina fjögurra mánaða og eina fimm ára fannst okkur orðið fullkalt í húsinu þannig að við ákváðum að koma okkur inn á Hvammstanga þar sem er hitaveita og til mömmu minnar. Þar væri allavega hlýtt hús,“ segir Ingveldur í samtali við Vísi. Hitamælirinn sýndi að það voru 12 gráður inni í húsinu. „En við vorum náttúrulega búin að koma okkur fyrir í einu herberginu og setja öll kertin þangað þannig að okkur var ekkert kalt þar. Við vorum bara þar inni,“ segir Ingveldur. Mjög óþægilegt að vera algjörlega sambandslaus við umheiminn Hún segir að þau hafi verið algjörlega sambandslaus við umheiminn. „Það er ekkert farsímasamband heima og er það yfirleitt ekki. Svo komumst við bara að því seinna að það er sambandslaust víða annars staðar því mér skildist að sendarnir væru orðnir rafmagnslausir og enginn heimasími þannig að maður var algjörlega ótengdur við umheiminn. Það var náttúrulega mjög óþægilegt, já, það var bara virkilega óþægilegt og ég tala nú ekki um með svona lítil börn. Þannig að það var mjög ánægjulegt þegar björgunarsveitin kom.“En hvernig náðu þau sambandi við viðbragðsaðila?„Maðurinn minn náði að keyra á traktornum áleiðis niður afleggjarann og nær einum punkti þar af sambandi og hringir þá bara í 112 og óskar eftir því að vera sótt. Þetta var ekki akútt en okkur langaði bara að komast til að okkur myndi líða vel og vorum komin hingað inn á Hvammstanga klukkan 19.“ Ingveldur og dæturnar tvær fóru með björgunarsveitinni til Hvammstanga þar sem móðir Ingveldar býr. Jón Benedikt varð eftir á bænum þar sem hann ætlaði að huga að búfénaðinum. Þá getur hann líka keðjað dráttarvélina og keyrt inn á Hvammstanga ef þannig er en öll fjölskyldan kemst ekki fyrir í því farartæki. Þakkaði fyrir að hafa barnið á brjósti Ingveldur segir það mjög undarlegt hversu snemma rafmagnið fór af bænum. Veðrið hafi varla verið byrjað um hádegisbil á þriðjudag þegar rafmagnið fór af. Hún segir þau Jón Benedikt aldrei hafa lent í öðru eins í sinni búskapartíð. „En mamma rifjaði það upp með mér að þegar ég var barn, ég var nú frekar lítil, þá var þetta svona. Þá var búið að koma okkur krökkunum fyrir í einu herberginu en þetta rafmagnsleysi toppar nú þann tíma. Það er svona fyrir 25 árum síðan. Maður átti ekki von á því árið 2019 að lenda í svona löngu rafmagnsleysi. Maður hefur aðallega áhyggjur af kúabændum og heilbrigðisstofnuninni hér á Hvammstanga sem er án rafmagns. Þetta er bara eitthvað sem á ekki að gerast. Það er bara þannig,“ segir Ingveldur. Hún kveðst engar upplýsingar hafa um það hvenær hiti og rafmagn komist aftur á. „Mér skilst að þetta gangi illa en maður vonast til að þetta gangi vel hjá þeim. Þetta er auðvitað mikið þrekvirki sem þessir starfsmenn eru að vinna hjá RARIK. Maður hugsar til þeirra og vonar að þeir nái að leysa úr þessu því annars þurfa allir að fara í Kaupfélagið að kaupa kerti. Og ég þakkaði líka fyrir að hafa barnið á brjósti því þá þurfti ég ekki að vera að hita mjólk.“ „Þetta getur ekki talist eðlilegt“ Aðspurð hvaða áhrif rafmagnsleysið hafi á dýrin segir Ingveldur það ekki hafa áhrif á dýrin sem eru inni. „Þau hafa nóg af mat og svona og við erum ekki það háð rafmagni því við erum með sauðfé og hross. Ég held að þau komi öll til með að koma vel út úr þessu. Það er spurning með hrossin sem eru úti hvort þau hafi nokkuð álpast eitthvað í veðrinu sem maður vonar ekki. Það er svo annað með kúabændur sem geta sumir hverjir ekki mjólkað, það fer mjög illa með skepnurnar,“ segir Ingveldur. Hún kveðst hugsi yfir rafmagnsleysinu. „Maður er hugsi yfir þessu rafmagnsleysi og rafmagnskerfinu hér á Norðurlandi. Þetta getur ekki talist eðlilegt. Það þarf held ég virkilega að leggjast yfir þetta og skoða þetta mjög vel af því það er greinilega enn þá þannig að verstu veðrin geta komið.“ Rauði kross Íslands opnaði fjöldahjálparstöð í grunnskólanum á Hvammstanga í gærkvöldi vegna rafmagnsleysisins. Vegna einmitt sambandsleysis við svæðið hafði Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi RKÍ, ekki upplýsingar um hversu margir hefðu komið í fjöldahjálparstöðina en að hún hefði einmitt verið opnuð fyrir fólk úr sveitunum sem hafa ekki aðgang að hitaveitu.
Húnaþing vestra Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Vonast til að bændur fái einhverja rafmagnsvirkni í fjósin á morgun Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir ágætt ástand í bænum þrátt fyrir rafmagnsleysi. 11. desember 2019 22:31 Tugir tilkynninga um tjón hafa borist tryggingarfélögum Tugir tjónatilkynninga hafa borist tryggingarfélögum í dag en búist er við að fjöldi tilkynninga til viðbótar berist á næstu dögum. 11. desember 2019 21:30 Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt. 11. desember 2019 13:40 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Vonast til að bændur fái einhverja rafmagnsvirkni í fjósin á morgun Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir ágætt ástand í bænum þrátt fyrir rafmagnsleysi. 11. desember 2019 22:31
Tugir tilkynninga um tjón hafa borist tryggingarfélögum Tugir tjónatilkynninga hafa borist tryggingarfélögum í dag en búist er við að fjöldi tilkynninga til viðbótar berist á næstu dögum. 11. desember 2019 21:30
Þakið rifnaði í heilu lagi af bílskúrnum Eyjamenn muna margir hverjir vart eftir verra óveðri en því sem gekk yfir Vestmannaeyjar í gærkvöldi og nótt. 11. desember 2019 13:40