„Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. desember 2019 10:00 Auðunn Blöndal fer yfir ferilinn í einlægu viðtali. vísir/vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku en eins og margir vita er hann einn þekktasti maður landsins og segist samt sem áður ekki finna mikið fyrir því. „Ég finn ekkert þannig fyrir því, allavega ekkert sem truflar mig. Þetta er bara svolítið eins og að búa á Sauðárkróki, og þar þekkja allir alla.“ Hann segist alveg hafa lent í því að fólk segja misgáfulega hluti við sig á skemmtanalífinu. „Það hefur alveg gerst og maður er öllu vanur. Auðvitað er skemmtilegra þegar fólk kemur og er að hrósa þér en hitt dettur alveg inn líka. Ég finn mun minna fyrir þessu þar sem ég fer mun minna niður í bæ svona eftir að maður fór loksins á fast, og hvað þá núna eftir að maður eignaðist bara.“ Auðunn segist oft hafa heyrt kjaftasögur um sig út í bæ. „Þú lærir bara á meðan fjölskylda manns veit sannleikann, þá skiptir þetta engu máli,“ segir Auðunn Blöndal sem hefur, eins og margir, sjálfur upplifað ákveðin áföll á sinni lífsleið. „Það er eitt sem mér finnst svolítið skrýtið, og ég veit að fólk vill vel, að eftir að maður eignaðist barn þá er fólk oft að segja við mig að nú byrji lífið. Ég er ekki alveg sammála því. Nú byrjar lífið hans, en ekki mitt. Maður hefur átt sína sigra og töp. Svo er líka fullt af fólki sem getur ekki eignast barn eða langar bara ekki að eignast barn, þá hlýtur það að eiga sitt líf. Skilnaður foreldra minna fannst mér mjög erfiður og einn vinur minn tók sitt eigið líf og það var mjög erfitt. En það sem drepur þig ekki, styrkir þig. Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim.“Í þættinum ræðir hann einnig um feril sinn sem sjónvarpsmaður, um frægðina, um útvarpsþáttinn FM95BLÖ, feimnina, aðkomu hans að Allir geta dansað, um sögur sem hann hefur heyrt um sig út í bæ og framhaldið. Einkalífið Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku en eins og margir vita er hann einn þekktasti maður landsins og segist samt sem áður ekki finna mikið fyrir því. „Ég finn ekkert þannig fyrir því, allavega ekkert sem truflar mig. Þetta er bara svolítið eins og að búa á Sauðárkróki, og þar þekkja allir alla.“ Hann segist alveg hafa lent í því að fólk segja misgáfulega hluti við sig á skemmtanalífinu. „Það hefur alveg gerst og maður er öllu vanur. Auðvitað er skemmtilegra þegar fólk kemur og er að hrósa þér en hitt dettur alveg inn líka. Ég finn mun minna fyrir þessu þar sem ég fer mun minna niður í bæ svona eftir að maður fór loksins á fast, og hvað þá núna eftir að maður eignaðist bara.“ Auðunn segist oft hafa heyrt kjaftasögur um sig út í bæ. „Þú lærir bara á meðan fjölskylda manns veit sannleikann, þá skiptir þetta engu máli,“ segir Auðunn Blöndal sem hefur, eins og margir, sjálfur upplifað ákveðin áföll á sinni lífsleið. „Það er eitt sem mér finnst svolítið skrýtið, og ég veit að fólk vill vel, að eftir að maður eignaðist barn þá er fólk oft að segja við mig að nú byrji lífið. Ég er ekki alveg sammála því. Nú byrjar lífið hans, en ekki mitt. Maður hefur átt sína sigra og töp. Svo er líka fullt af fólki sem getur ekki eignast barn eða langar bara ekki að eignast barn, þá hlýtur það að eiga sitt líf. Skilnaður foreldra minna fannst mér mjög erfiður og einn vinur minn tók sitt eigið líf og það var mjög erfitt. En það sem drepur þig ekki, styrkir þig. Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim.“Í þættinum ræðir hann einnig um feril sinn sem sjónvarpsmaður, um frægðina, um útvarpsþáttinn FM95BLÖ, feimnina, aðkomu hans að Allir geta dansað, um sögur sem hann hefur heyrt um sig út í bæ og framhaldið.
Einkalífið Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira