„Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim“ Stefán Árni Pálsson skrifar 15. desember 2019 10:00 Auðunn Blöndal fer yfir ferilinn í einlægu viðtali. vísir/vilhelm Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku en eins og margir vita er hann einn þekktasti maður landsins og segist samt sem áður ekki finna mikið fyrir því. „Ég finn ekkert þannig fyrir því, allavega ekkert sem truflar mig. Þetta er bara svolítið eins og að búa á Sauðárkróki, og þar þekkja allir alla.“ Hann segist alveg hafa lent í því að fólk segja misgáfulega hluti við sig á skemmtanalífinu. „Það hefur alveg gerst og maður er öllu vanur. Auðvitað er skemmtilegra þegar fólk kemur og er að hrósa þér en hitt dettur alveg inn líka. Ég finn mun minna fyrir þessu þar sem ég fer mun minna niður í bæ svona eftir að maður fór loksins á fast, og hvað þá núna eftir að maður eignaðist bara.“ Auðunn segist oft hafa heyrt kjaftasögur um sig út í bæ. „Þú lærir bara á meðan fjölskylda manns veit sannleikann, þá skiptir þetta engu máli,“ segir Auðunn Blöndal sem hefur, eins og margir, sjálfur upplifað ákveðin áföll á sinni lífsleið. „Það er eitt sem mér finnst svolítið skrýtið, og ég veit að fólk vill vel, að eftir að maður eignaðist barn þá er fólk oft að segja við mig að nú byrji lífið. Ég er ekki alveg sammála því. Nú byrjar lífið hans, en ekki mitt. Maður hefur átt sína sigra og töp. Svo er líka fullt af fólki sem getur ekki eignast barn eða langar bara ekki að eignast barn, þá hlýtur það að eiga sitt líf. Skilnaður foreldra minna fannst mér mjög erfiður og einn vinur minn tók sitt eigið líf og það var mjög erfitt. En það sem drepur þig ekki, styrkir þig. Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim.“Í þættinum ræðir hann einnig um feril sinn sem sjónvarpsmaður, um frægðina, um útvarpsþáttinn FM95BLÖ, feimnina, aðkomu hans að Allir geta dansað, um sögur sem hann hefur heyrt um sig út í bæ og framhaldið. Einkalífið Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í bransanum í um tuttugu ár og hefur gjörsamlega slegið í gegn á sínu sviði. Auddi er nýorðinn faðir og er hann gestur Einkalífsins í þessari viku en eins og margir vita er hann einn þekktasti maður landsins og segist samt sem áður ekki finna mikið fyrir því. „Ég finn ekkert þannig fyrir því, allavega ekkert sem truflar mig. Þetta er bara svolítið eins og að búa á Sauðárkróki, og þar þekkja allir alla.“ Hann segist alveg hafa lent í því að fólk segja misgáfulega hluti við sig á skemmtanalífinu. „Það hefur alveg gerst og maður er öllu vanur. Auðvitað er skemmtilegra þegar fólk kemur og er að hrósa þér en hitt dettur alveg inn líka. Ég finn mun minna fyrir þessu þar sem ég fer mun minna niður í bæ svona eftir að maður fór loksins á fast, og hvað þá núna eftir að maður eignaðist bara.“ Auðunn segist oft hafa heyrt kjaftasögur um sig út í bæ. „Þú lærir bara á meðan fjölskylda manns veit sannleikann, þá skiptir þetta engu máli,“ segir Auðunn Blöndal sem hefur, eins og margir, sjálfur upplifað ákveðin áföll á sinni lífsleið. „Það er eitt sem mér finnst svolítið skrýtið, og ég veit að fólk vill vel, að eftir að maður eignaðist barn þá er fólk oft að segja við mig að nú byrji lífið. Ég er ekki alveg sammála því. Nú byrjar lífið hans, en ekki mitt. Maður hefur átt sína sigra og töp. Svo er líka fullt af fólki sem getur ekki eignast barn eða langar bara ekki að eignast barn, þá hlýtur það að eiga sitt líf. Skilnaður foreldra minna fannst mér mjög erfiður og einn vinur minn tók sitt eigið líf og það var mjög erfitt. En það sem drepur þig ekki, styrkir þig. Maður gleymir ekki svona hlutum, en lærir að lifa með þeim.“Í þættinum ræðir hann einnig um feril sinn sem sjónvarpsmaður, um frægðina, um útvarpsþáttinn FM95BLÖ, feimnina, aðkomu hans að Allir geta dansað, um sögur sem hann hefur heyrt um sig út í bæ og framhaldið.
Einkalífið Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira