Norskir fjölmiðlar fjalla um leitina við Núpá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2019 09:22 Afar erfiðar og krefjandi aðstæður hafa verið í og við Núpá en vonast er eftir skaplegra veðri í dag. vísir/tpt Norsku fjölmiðlarnir TV2 og VG hafa fjallað um leitina sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudagskvöld í og við Núpá í Sölvadal norður í landi. RÚV greindi fyrst frá. Unglingspiltur féll þá í ána þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krap frá inntaki en við Núpá er heimarafstöð, lón og stífla. Í fréttum norsku fjölmiðlanna er drengurinn sagður norskur ríkisborgari og staðfestir norska utanríkisráðuneytið það við TV2 að norsk ríkisborgara sé leitað hér á landi. Málið sé þó alfarið í höndum lögregluyfirvalda á Norðurlandi. Dregið var úr leit í ánni sjálfri í nótt en nú klukkan átta fer leitin aftur í fullan gang. Vonast er til þess að veður verði með betra móti en verið hefur og að leitarfólk geti notað dróna og þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Núpá um klukkan 22 á miðvikudagskvöld. Strax þá voru allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Hundruð manna hafa komið að leitinni, meðal annars kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitarmenn sem eru sérþjálfaðir í straumvatnsbjörgun. Aðstæður til leitar hafa verið mjög erfiðar og krefjandi og í raun hættulegar; mikil ofankoma, skafrenningur og mjög kalt. Þá er mikill krapi í sjálfri ánni en bæði er leitað ofan í ánni sem og á meðfram bökkum hennar. Þá þarf einnig að vakta ána ofan við vettvanginn því ef eitthvað gerist þar hefur það afleiðingar neðar í ánni. „Þannig að það er hlutur sem við erum alltaf á varðbergi með. Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu og menn þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera og samband milli allra aðila á vettvangi þarf að vera tryggt og gott,“ sagði Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við Vísi í gær. Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59 Leitin hefst að fullu við birtingu Leit að drengnum sem féll í Núpá í Sölvadal í fyrrakvöld fer á fullt upp úr átta 13. desember 2019 07:03 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Norsku fjölmiðlarnir TV2 og VG hafa fjallað um leitina sem staðið hefur yfir síðan á miðvikudagskvöld í og við Núpá í Sölvadal norður í landi. RÚV greindi fyrst frá. Unglingspiltur féll þá í ána þegar hann var að aðstoða bónda við að hreinsa krap frá inntaki en við Núpá er heimarafstöð, lón og stífla. Í fréttum norsku fjölmiðlanna er drengurinn sagður norskur ríkisborgari og staðfestir norska utanríkisráðuneytið það við TV2 að norsk ríkisborgara sé leitað hér á landi. Málið sé þó alfarið í höndum lögregluyfirvalda á Norðurlandi. Dregið var úr leit í ánni sjálfri í nótt en nú klukkan átta fer leitin aftur í fullan gang. Vonast er til þess að veður verði með betra móti en verið hefur og að leitarfólk geti notað dróna og þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina. Lögreglu barst tilkynning um að maður hefði fallið í Núpá um klukkan 22 á miðvikudagskvöld. Strax þá voru allir tiltækir viðbragðsaðilar kallaðir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Hundruð manna hafa komið að leitinni, meðal annars kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra og björgunarsveitarmenn sem eru sérþjálfaðir í straumvatnsbjörgun. Aðstæður til leitar hafa verið mjög erfiðar og krefjandi og í raun hættulegar; mikil ofankoma, skafrenningur og mjög kalt. Þá er mikill krapi í sjálfri ánni en bæði er leitað ofan í ánni sem og á meðfram bökkum hennar. Þá þarf einnig að vakta ána ofan við vettvanginn því ef eitthvað gerist þar hefur það afleiðingar neðar í ánni. „Þannig að það er hlutur sem við erum alltaf á varðbergi með. Hættan er sannarlega mikil í þessari vinnu og menn þurfa að vera mjög einbeittir í því sem þeir eru að gera og samband milli allra aðila á vettvangi þarf að vera tryggt og gott,“ sagði Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, í samtali við Vísi í gær.
Slys við Núpá í Sölvadal Tengdar fréttir Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32 Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59 Leitin hefst að fullu við birtingu Leit að drengnum sem féll í Núpá í Sölvadal í fyrrakvöld fer á fullt upp úr átta 13. desember 2019 07:03 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Unglingspiltur var að aðstoða bónda þegar hann féll í ána Pilturinn er enn ófundinn en leit verður haldið áfram í dag. 12. desember 2019 08:32
Leitin við Núpá erfiðari eftir því sem bætir í frostið Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna frá höfuðborgarsvæðinu og Norðvesturlandi hefur verið sent á slysstað við Núpá í Sölvadal í Eyjafirði. 12. desember 2019 09:59
Leitin hefst að fullu við birtingu Leit að drengnum sem féll í Núpá í Sölvadal í fyrrakvöld fer á fullt upp úr átta 13. desember 2019 07:03