Colin og Livia Firth skilin eftir tuttugu og tveggja ára hjónaband Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. desember 2019 08:38 Hjónin hafa ákveðið að skilja eftir tuttugu og tveggja ára hjónaband. getty/ Anthony Harvey Breski leikarinn Colin Firth og Livia Firth, konan hans eru skilin. Tvö ár eru liðin síðan hjónin greindu frá því að hún hafi átt í sambandi við annan mann á meðan þau skildu stuttlega. Frá þessu er greint á vef People. „Colin og Livia Firth eru skilin. Þau eru enn góðir vinir og eru sameinuð í ást sinni fyrir börnunum þeirra,“ sagði í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa parsins. „Þau biðja vinsamlegast um að einkalíf þeirra sé virt.“ Parið var síðast myndað saman í september þegar Green Carpet Fashion Awards var í Mílan. Þau eiga saman synina Luca og Matteo sem eru sextán og átján ára gamlir. Í mars 2018 greindi parið frá því að Livia hafi átt í sambandi við ítalskan blaðamann á meðan þau Colin skyldu stuttlega árin 2015 og 2016. Eftir að sambandi þeirra lauk kærði Livia blaðamanninn fyrir áreitni og hélt hún því fram að hann elti sig. Samband þeirra varði í aðeins ellefu mánuði. Lögregla hóf rannsókna á blaðamaninnum, Marco Brancaccia, árið 2017 eftir að Livia tilkynnti hann til lögreglu og sakaði hún hann um áreitni, sem hann neitaði. Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur en hún flúði undan honum frá Mexíkó þar sem þau voru búsett. Snæfríður og Brancaccia áttu í forræðisdeilum árið 2003 en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttur þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir stúlkuna þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu. Sjá einnig: Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Í samtali við People sagði Brancaccia að þau Livia hafi þekkst frá því þau voru unglingar en þau hafi átt í ellefu mánaða ástarsambandi árin 2015-2016. Eftir að sambandinu hafi lokið í Júní 2016 hafi hann aldrei hringt í hana aftur. „Ég sendi henni tvö skilaboð á WhatsApp, skilaboð í tilefni af afmælinu hennar og tölvupóst á Colin sem ég sé eftir.“ Brancaccia var ákærður fyrir að áreita hana eftir að yfirvöld fundu ofbeldisfull skilaboð og tölvupósta á síma Brancaccia við rannsókn málsins. Málið var afgreitt utan dómstóla í júlí 2018. Firth og Livia giftust árið 1997 en þau hittust fyrst við tökur á þáttunum Nostromo árið 1996. Parið flutti saman til ítalska héraðsins Umbria og eignuðust þar drengina sína tvo. Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó. 11. mars 2018 10:15 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Sjá meira
Breski leikarinn Colin Firth og Livia Firth, konan hans eru skilin. Tvö ár eru liðin síðan hjónin greindu frá því að hún hafi átt í sambandi við annan mann á meðan þau skildu stuttlega. Frá þessu er greint á vef People. „Colin og Livia Firth eru skilin. Þau eru enn góðir vinir og eru sameinuð í ást sinni fyrir börnunum þeirra,“ sagði í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa parsins. „Þau biðja vinsamlegast um að einkalíf þeirra sé virt.“ Parið var síðast myndað saman í september þegar Green Carpet Fashion Awards var í Mílan. Þau eiga saman synina Luca og Matteo sem eru sextán og átján ára gamlir. Í mars 2018 greindi parið frá því að Livia hafi átt í sambandi við ítalskan blaðamann á meðan þau Colin skyldu stuttlega árin 2015 og 2016. Eftir að sambandi þeirra lauk kærði Livia blaðamanninn fyrir áreitni og hélt hún því fram að hann elti sig. Samband þeirra varði í aðeins ellefu mánuði. Lögregla hóf rannsókna á blaðamaninnum, Marco Brancaccia, árið 2017 eftir að Livia tilkynnti hann til lögreglu og sakaði hún hann um áreitni, sem hann neitaði. Marco Brancaccia var giftur Snæfríði Baldvinsdóttur en hún flúði undan honum frá Mexíkó þar sem þau voru búsett. Snæfríður og Brancaccia áttu í forræðisdeilum árið 2003 en árið 2003 flúði Snæfríður frá heimili þeirra í Mexíkó til Íslands með dóttur þeirra. Þurfti hún að fá neyðarvegabréf fyrir stúlkuna þar sem Brancaccia hafði tekið vegabréf hennar í sína vörslu. Sjá einnig: Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Í samtali við People sagði Brancaccia að þau Livia hafi þekkst frá því þau voru unglingar en þau hafi átt í ellefu mánaða ástarsambandi árin 2015-2016. Eftir að sambandinu hafi lokið í Júní 2016 hafi hann aldrei hringt í hana aftur. „Ég sendi henni tvö skilaboð á WhatsApp, skilaboð í tilefni af afmælinu hennar og tölvupóst á Colin sem ég sé eftir.“ Brancaccia var ákærður fyrir að áreita hana eftir að yfirvöld fundu ofbeldisfull skilaboð og tölvupósta á síma Brancaccia við rannsókn málsins. Málið var afgreitt utan dómstóla í júlí 2018. Firth og Livia giftust árið 1997 en þau hittust fyrst við tökur á þáttunum Nostromo árið 1996. Parið flutti saman til ítalska héraðsins Umbria og eignuðust þar drengina sína tvo.
Hollywood Tengdar fréttir Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó. 11. mars 2018 10:15 Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Fleiri fréttir Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Sjá meira
Fyrrverandi tengdasonur Íslands sakaður um að hrella eiginkonu Colin Firth Livia Giuggioli og eiginmaður hennar Colin Firth hafa sakað ítalska blaðamanninn Marco Brancaccia um að senda ógnandi skilaboð til Giuggioli. Brancaccia var á árum áður giftur Snæfríði Baldvinsdóttur sem flúði undan honum frá Mexíkó. 11. mars 2018 10:15