Fátækir hafi ekki efni á þvottaefni og dömubindum í desember Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. desember 2019 20:15 Þvottaefni og dömubindi eru vörur sem hópur fátækra á Íslandi hefur ekki efni á að sögn formanns samtaka fólks í fátækt, sérstaklega ekki í desembermánuði. Einstæðar mæður á örorku hafi það einna verst yfir hátíðarnar enda erfitt að geta ekki boðið börnum sínum upp á það sama og önnur börn fá. Góðgerðar- og hjálparsamtök hafa oft í nógu að snúast í desember enda jólaúthlutanir stór partur af starfseminni. Mörg þúsund manns á Íslandi njóta góðs af matargjöfum fyrir jólin en Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru meðal samtaka sem hjálpa fátækum yfir hátíðarnar „Þetta er afskaplega erfiður tími, það er gleði og hátíðleiki í samfélaginu og þér finnst þú ekki vera hluti af því þar sem þú hefur ekki sömu tækifæri og aðrir að bjóða börnunum þínum upp á hluti og skemmtanir,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, formaður Pepp Ísland. „Við erum mikið með einstæðar mæður sem koma til okkar og við vitum að þær sem eru á örorku eru þær sem hafa það verst í samfélaginu og ásamt þeim eru einstæðingar sem standa mjög oft illa að vígi.“ Pepp Ísland heldur fundi fyrir skjólstæðina sína á fimmtudögum og hafa allt að fjörutíu manns mætt á fundi að undanförnu. Samtökin setja upp svokallað gefinsborð með vörum sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi. Ásta segir að þvottaefni sé dæmi um vöru sem fátækt fólk í dag eigi mjög erfitt með að verða sér úti um, sérstaklega í desember þegar útgjöldin eru há. „Það er mjög algengt að þú sparir við þig og notir minna og minna þannig að það að fá pakka af þvottaefni það getur endst þér lengi og gert mikið gagn. Nú á heimilum þar sem eru margar stúlkur er oft erfitt með dömubindi og það er eitthvað sem þú færð hvergi aðstoð með, það er enginn að gefa svoleiðis,“ segir Ásta. Vörurnar séu mjög dýrar fyrir fólk sem er með minna en tvö hundruð þúsund krónur á milli handanna á mánuði. „Þegar þú ert á þessum stað eru alls konar hlutir sem verða að lúxusvöru, eins og eldhúspappír getur verið lúxusvara ef þú átt ekki peninga,“ segir Ásta. Félagsmál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Þvottaefni og dömubindi eru vörur sem hópur fátækra á Íslandi hefur ekki efni á að sögn formanns samtaka fólks í fátækt, sérstaklega ekki í desembermánuði. Einstæðar mæður á örorku hafi það einna verst yfir hátíðarnar enda erfitt að geta ekki boðið börnum sínum upp á það sama og önnur börn fá. Góðgerðar- og hjálparsamtök hafa oft í nógu að snúast í desember enda jólaúthlutanir stór partur af starfseminni. Mörg þúsund manns á Íslandi njóta góðs af matargjöfum fyrir jólin en Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt, eru meðal samtaka sem hjálpa fátækum yfir hátíðarnar „Þetta er afskaplega erfiður tími, það er gleði og hátíðleiki í samfélaginu og þér finnst þú ekki vera hluti af því þar sem þú hefur ekki sömu tækifæri og aðrir að bjóða börnunum þínum upp á hluti og skemmtanir,“ segir Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, formaður Pepp Ísland. „Við erum mikið með einstæðar mæður sem koma til okkar og við vitum að þær sem eru á örorku eru þær sem hafa það verst í samfélaginu og ásamt þeim eru einstæðingar sem standa mjög oft illa að vígi.“ Pepp Ísland heldur fundi fyrir skjólstæðina sína á fimmtudögum og hafa allt að fjörutíu manns mætt á fundi að undanförnu. Samtökin setja upp svokallað gefinsborð með vörum sem fyrirtæki og einstaklingar hafa látið af hendi. Ásta segir að þvottaefni sé dæmi um vöru sem fátækt fólk í dag eigi mjög erfitt með að verða sér úti um, sérstaklega í desember þegar útgjöldin eru há. „Það er mjög algengt að þú sparir við þig og notir minna og minna þannig að það að fá pakka af þvottaefni það getur endst þér lengi og gert mikið gagn. Nú á heimilum þar sem eru margar stúlkur er oft erfitt með dömubindi og það er eitthvað sem þú færð hvergi aðstoð með, það er enginn að gefa svoleiðis,“ segir Ásta. Vörurnar séu mjög dýrar fyrir fólk sem er með minna en tvö hundruð þúsund krónur á milli handanna á mánuði. „Þegar þú ert á þessum stað eru alls konar hlutir sem verða að lúxusvöru, eins og eldhúspappír getur verið lúxusvara ef þú átt ekki peninga,“ segir Ásta.
Félagsmál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira