Gunnlaugur missir saur í tíma og ótíma Stefán Árni Pálsson skrifar 17. desember 2019 09:45 Síðustu 11 mánuðir hafa verið þeir verstu í lífi Gunnlaugs Gunnarssonar, svo slæmir að hann hefur tvisvar reynt sjálfsvíg. Síðustu ellefu mánuðir hafa verið þeir verstu í lífi Gunnlaugs Gunnarssonar, svo slæmir að hann hefur reynt sjálfsvíg tvisvar. „Ég lendi á Bráðamóttöku vegna stíflu í þvagrás núna árið 2018. Þá var mér sagt að mæta á mánudeginum upp á spítala og ég átti að taka þrjár töflur áður,“ segir Gunnlaugur sem tók aftur á móti eins tvær og líklega sem betur fer. „Þessar töflur áttu að virka á þvagrásakerfið en það gleymdist að spyrja mig hvort ég væri með einhvern undirliggjandi sjúkdóm, sem ég var með og búinn að fá kransæðastíflu áður. Með þessu víkkuðu allar æðar á mér mjög mikið út. Þá verður rosalega mikið flæði upp í hjartað og það dælir alveg á fullu og hefur ekki undan. Þegar ég er búinn að taka tvær töflur líður mér eitthvað skringilega um morguninn og tek ekki þessa þriðju. Síðan þegar ég kem á spítalann grípur hjúkrunarkona um brjóstið á mér og segir strax, það er eitthvað meira en lítið að hér.“ Kominn í bleyjubuxur Gunnlaugur fór beint í hjartaþræðingu og síðan lagður inn á hjartadeild. Í framhaldinu var ákveðið að skoða á honum ristilinn. „Síðan þegar þessu öllu er lokið er ég útskrifaður en síðan tveimur mánuðum seinna byrja ég að vera með hægðir af verstu gerð, allt upp í þrisvar á dag. Fyrst á morgnanna í föstu formi og hitt allt í fljótandi og enginn boð á undan sér. Ég er kannski bara staddur hvar sem er, undir stýri og maður þurfti bara að stoppa bílinn og girða niðrum sig umferðareyju fyrir framan alla. Núna í dag er ég bara í bleyjubuxum.“ Gunnlaugur þarf að ganga um í bleyjubuxum. Svona hefur ástandið verið í ellefu mánuði. „Ég hef reynt að leita mér hjálpar og það gengur eitthvað voðalega erfilega. Ég var settur á nýjar töflur sem átti að reyna binda saman það sem er svona í fljótandi formi en þetta heldur bara áfram þrisvar á dag og maður þorir ekki að leysa vind.“ Hann segir að starfsfólk spítalans segir ávallt við hann að verið sé að athuga málið og hann fái fá svör. „Vandamálinu er alltaf ýtt á undan sér. Mér er alltaf tilkynnt að ég eigi að koma aftur eftir mánuð.“ Gunnlaugur var fyrst í sambandi við dagskrágerðafólk Íslands í dag fyrir fáeinum mánuðum vegna aðgerðaleysis spítalans. Hann vildi segja sögu sína en hann hætti alltaf við þegar hann fékk viðtal og fékk að ræða við lækni, en ekkert gerðist. Nú er hann kominn með nóg enda staða sem engan langar til að vera í. Vonast eftir að fá stóma „Maður hefur lent í þessu á almannafæri, á leiðindastöðum eins og maður myndi segja. Eins og í Kringlunni úti á miðju gólfi. Þá þurfti ég að hlaupa út í horn og spretta niður buxurnar í einum grænum, en ég var ekki nógu fljótur. Einu sinni í lyftu á Landspítalanum og fullt af fólki í lyftunni og fólk mátti bara gjöra svo vel að horfa á mig girða niðrum mig í lyftunni. Læknar segja bara ekkert við mig og finnst þetta bara lygilegt. Mér skilst að það sé hægt að setja á mig stóma en það hefur ekki enn gerst og læknar bara velt þessu á undan sér.“ Gunnlaugur fær fá svör frá Landspítalanum. Gunnlaugur hefur áður farið inn á spítalann og sagt að hann fari ekki út fyrr en það verði eitthvað gert fyrir hann. Hann segir að í hvert sinn sem hann mæti á spítalann er alltaf sagt við hann að það þurfi að rannsaka málið betur. Hann segir að hjúkrunarfræðingur hafi einfaldlega sagt honum að gera fréttamál úr þessu, svo mikið hafi henni blöskrað seinagangurinn. „Þetta lætur manni líða mjög illa. Það er litið á mann hornauga þegar maður lendir í svona vandræðum. Ég er búinn að prófa að reyna svipta mig lífi, því maður er ekkert góður svona.“ Gunnlaugur kvíðir að fara út og hitta fólk og finnst best að vera einn heima hjá sér. Síðast þegar hann fékk nóg gleypti hann áttatíu svefntöflur. „Ég var þá í þrjá daga upp á bráðamóttöku og það var dælt upp úr mér.“ Stöð 2 hafði samband við Landspítala og gat forsvarsmaður hans ekki tjáð sig um einstaka mál en þetta verði samt sem áður skoðað þar innanhús. Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Síðustu ellefu mánuðir hafa verið þeir verstu í lífi Gunnlaugs Gunnarssonar, svo slæmir að hann hefur reynt sjálfsvíg tvisvar. „Ég lendi á Bráðamóttöku vegna stíflu í þvagrás núna árið 2018. Þá var mér sagt að mæta á mánudeginum upp á spítala og ég átti að taka þrjár töflur áður,“ segir Gunnlaugur sem tók aftur á móti eins tvær og líklega sem betur fer. „Þessar töflur áttu að virka á þvagrásakerfið en það gleymdist að spyrja mig hvort ég væri með einhvern undirliggjandi sjúkdóm, sem ég var með og búinn að fá kransæðastíflu áður. Með þessu víkkuðu allar æðar á mér mjög mikið út. Þá verður rosalega mikið flæði upp í hjartað og það dælir alveg á fullu og hefur ekki undan. Þegar ég er búinn að taka tvær töflur líður mér eitthvað skringilega um morguninn og tek ekki þessa þriðju. Síðan þegar ég kem á spítalann grípur hjúkrunarkona um brjóstið á mér og segir strax, það er eitthvað meira en lítið að hér.“ Kominn í bleyjubuxur Gunnlaugur fór beint í hjartaþræðingu og síðan lagður inn á hjartadeild. Í framhaldinu var ákveðið að skoða á honum ristilinn. „Síðan þegar þessu öllu er lokið er ég útskrifaður en síðan tveimur mánuðum seinna byrja ég að vera með hægðir af verstu gerð, allt upp í þrisvar á dag. Fyrst á morgnanna í föstu formi og hitt allt í fljótandi og enginn boð á undan sér. Ég er kannski bara staddur hvar sem er, undir stýri og maður þurfti bara að stoppa bílinn og girða niðrum sig umferðareyju fyrir framan alla. Núna í dag er ég bara í bleyjubuxum.“ Gunnlaugur þarf að ganga um í bleyjubuxum. Svona hefur ástandið verið í ellefu mánuði. „Ég hef reynt að leita mér hjálpar og það gengur eitthvað voðalega erfilega. Ég var settur á nýjar töflur sem átti að reyna binda saman það sem er svona í fljótandi formi en þetta heldur bara áfram þrisvar á dag og maður þorir ekki að leysa vind.“ Hann segir að starfsfólk spítalans segir ávallt við hann að verið sé að athuga málið og hann fái fá svör. „Vandamálinu er alltaf ýtt á undan sér. Mér er alltaf tilkynnt að ég eigi að koma aftur eftir mánuð.“ Gunnlaugur var fyrst í sambandi við dagskrágerðafólk Íslands í dag fyrir fáeinum mánuðum vegna aðgerðaleysis spítalans. Hann vildi segja sögu sína en hann hætti alltaf við þegar hann fékk viðtal og fékk að ræða við lækni, en ekkert gerðist. Nú er hann kominn með nóg enda staða sem engan langar til að vera í. Vonast eftir að fá stóma „Maður hefur lent í þessu á almannafæri, á leiðindastöðum eins og maður myndi segja. Eins og í Kringlunni úti á miðju gólfi. Þá þurfti ég að hlaupa út í horn og spretta niður buxurnar í einum grænum, en ég var ekki nógu fljótur. Einu sinni í lyftu á Landspítalanum og fullt af fólki í lyftunni og fólk mátti bara gjöra svo vel að horfa á mig girða niðrum mig í lyftunni. Læknar segja bara ekkert við mig og finnst þetta bara lygilegt. Mér skilst að það sé hægt að setja á mig stóma en það hefur ekki enn gerst og læknar bara velt þessu á undan sér.“ Gunnlaugur fær fá svör frá Landspítalanum. Gunnlaugur hefur áður farið inn á spítalann og sagt að hann fari ekki út fyrr en það verði eitthvað gert fyrir hann. Hann segir að í hvert sinn sem hann mæti á spítalann er alltaf sagt við hann að það þurfi að rannsaka málið betur. Hann segir að hjúkrunarfræðingur hafi einfaldlega sagt honum að gera fréttamál úr þessu, svo mikið hafi henni blöskrað seinagangurinn. „Þetta lætur manni líða mjög illa. Það er litið á mann hornauga þegar maður lendir í svona vandræðum. Ég er búinn að prófa að reyna svipta mig lífi, því maður er ekkert góður svona.“ Gunnlaugur kvíðir að fara út og hitta fólk og finnst best að vera einn heima hjá sér. Síðast þegar hann fékk nóg gleypti hann áttatíu svefntöflur. „Ég var þá í þrjá daga upp á bráðamóttöku og það var dælt upp úr mér.“ Stöð 2 hafði samband við Landspítala og gat forsvarsmaður hans ekki tjáð sig um einstaka mál en þetta verði samt sem áður skoðað þar innanhús.
Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira