Litli bróðir Curry í stuði þegar Dallas endaði átján leikja sigurgöngu Bucks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 07:30 Seth Curry með boltann í leiknum í nótt. Getty/Stacy Revere Átján leikja sigurganga Milwaukee Bucks liðsins endaði í nótt þrátt fyrir 48 stig frá Giannis Antetokounmpo. Russell Westbrook skoraði meira en James Harden í sigri Houston Rockets og Chris Paul skoraði fimm þrista í fjórða leikhluta í sigri Oklahoma City Thunder. @kporzee records 26 PTS, 12 REB in the @dallasmavs road victory vs. Milwaukee! #MFFLpic.twitter.com/Jbe0eeQV5c— NBA (@NBA) December 17, 2019 Dallas lék án Luka Doncic (meiddist illa á ökkla um helgina) en það stoppaði liðið ekki í að vinna 120-116 útisigur á Milwaukee Bucks sem var búið að vinna átján leiki í röð og hafði ekki tapað leik síðan 8. nóvember. Seth Curry og Kristaps Porzingis skoruðu báðir 26 stig fyrir Dallas en litli bróðir Steph Curry kom inn af bekknum og skoraði þessi 26 stig á 26 mínútum sem Dallas vann með tólf stigum. Seth Curry hitti úr 9 af 15 skotum sínum þar af skoraði hann fjórar þriggja stiga körfur auk þess að taka 5 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Þetta var lengsta sigurganga í sögu Milwaukee Bucks síðan verðandi meistaraliðið 1970-71 vann tuttugu leiki í röð em með Kareem Abdul-Jabbar, þá Lew Alcindor, og Oscar Robertson í fararbroddi. Giannis Antetokounmpo var með 48 stig á 34 mínúturm auk þess að taka 14 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Kyle Korver var næststigahæstur með 17 stig en hann hitti úr fimm þriggja stiga skotum. Watch the BEST of the @HoustonRockets franchise-record 25-point comeback vs. SAS! #OneMissionpic.twitter.com/a1u6jJ4CkS— NBA (@NBA) December 17, 2019 Russell Westbrook skoraði meira en James Harden í 109-107 endurkomusigri Houston Rockets á San Antonio Spurs. Westbrook var með 31 stig en Harden skoraði 28 stig og Houston liðið setti félagsmet með því að vinna upp 25 stiga forskot San Antonio Spurs í leiknum. Harden hitti aðeins úr 4 af 17 skotum í fyrri hálfleiknum og Houston var 72-53 undir í hálfleik. Spurs liðið skoraði hins vegar aðeins 35 stig í öllum seinni hálfleiknum. LaMarcus Aldridge var atkvæðamestur hjá San Antonio með 19 stig og 13 fráköst. @CP3 (30 PTS, 10 REB, 8 AST) puts up 19 in the 4th to spark the @okcthunder 26-point comeback W! #ThunderUppic.twitter.com/DmQGJtKsDj— NBA (@NBA) December 17, 2019 Chris Paul tók öll völd í fjórða leikhluta þegar Oklahoma City Thunder vann 109-106 sigur á Chicago Bulls eftir að hafa lent 26 stigum undir í öðrum leikhluta. Paul setti niður fimm þrista í lokaleikhlutanum og skoraði 19 af 30 stigum sínum í fjórða. Paul var einnig með 9 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. @CJMcCollum (30 PTS), @Dame_Lillard (27 PTS), and @carmeloanthony (23 PTS) combine for 80, pacing the @trailblazers in Phoenix! #RipCitypic.twitter.com/AbWMyFczdd— NBA (@NBA) December 17, 2019 20 PTS | 9-14 FGM | 10 AST@JaMorant pushes the @memgrizz past Miami at home! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/YgrGPpWr95— NBA (@NBA) December 17, 2019 20 PTS | 9-14 FGM | 10 AST@JaMorant pushes the @memgrizz past Miami at home! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/YgrGPpWr95— NBA (@NBA) December 17, 2019 Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Phoenix Suns - Portland Trail Blazers 110 : 111 Houston Rockets - San Antonio Spurs 109 : 107 Memphis Grizzlies - Miami Heat 118 : 111 Milwaukee Bucks - Dallas Mavericks 116 : 120 Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 109 : 106 Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 133 : 113 Detroit Pistons - Washington Wizards 119 : 133 the NBA standings after Monday night's action! pic.twitter.com/gH0csme5pn— NBA (@NBA) December 17, 2019 NBA Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Átján leikja sigurganga Milwaukee Bucks liðsins endaði í nótt þrátt fyrir 48 stig frá Giannis Antetokounmpo. Russell Westbrook skoraði meira en James Harden í sigri Houston Rockets og Chris Paul skoraði fimm þrista í fjórða leikhluta í sigri Oklahoma City Thunder. @kporzee records 26 PTS, 12 REB in the @dallasmavs road victory vs. Milwaukee! #MFFLpic.twitter.com/Jbe0eeQV5c— NBA (@NBA) December 17, 2019 Dallas lék án Luka Doncic (meiddist illa á ökkla um helgina) en það stoppaði liðið ekki í að vinna 120-116 útisigur á Milwaukee Bucks sem var búið að vinna átján leiki í röð og hafði ekki tapað leik síðan 8. nóvember. Seth Curry og Kristaps Porzingis skoruðu báðir 26 stig fyrir Dallas en litli bróðir Steph Curry kom inn af bekknum og skoraði þessi 26 stig á 26 mínútum sem Dallas vann með tólf stigum. Seth Curry hitti úr 9 af 15 skotum sínum þar af skoraði hann fjórar þriggja stiga körfur auk þess að taka 5 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Þetta var lengsta sigurganga í sögu Milwaukee Bucks síðan verðandi meistaraliðið 1970-71 vann tuttugu leiki í röð em með Kareem Abdul-Jabbar, þá Lew Alcindor, og Oscar Robertson í fararbroddi. Giannis Antetokounmpo var með 48 stig á 34 mínúturm auk þess að taka 14 fráköst og gefa 4 stoðsendingar. Kyle Korver var næststigahæstur með 17 stig en hann hitti úr fimm þriggja stiga skotum. Watch the BEST of the @HoustonRockets franchise-record 25-point comeback vs. SAS! #OneMissionpic.twitter.com/a1u6jJ4CkS— NBA (@NBA) December 17, 2019 Russell Westbrook skoraði meira en James Harden í 109-107 endurkomusigri Houston Rockets á San Antonio Spurs. Westbrook var með 31 stig en Harden skoraði 28 stig og Houston liðið setti félagsmet með því að vinna upp 25 stiga forskot San Antonio Spurs í leiknum. Harden hitti aðeins úr 4 af 17 skotum í fyrri hálfleiknum og Houston var 72-53 undir í hálfleik. Spurs liðið skoraði hins vegar aðeins 35 stig í öllum seinni hálfleiknum. LaMarcus Aldridge var atkvæðamestur hjá San Antonio með 19 stig og 13 fráköst. @CP3 (30 PTS, 10 REB, 8 AST) puts up 19 in the 4th to spark the @okcthunder 26-point comeback W! #ThunderUppic.twitter.com/DmQGJtKsDj— NBA (@NBA) December 17, 2019 Chris Paul tók öll völd í fjórða leikhluta þegar Oklahoma City Thunder vann 109-106 sigur á Chicago Bulls eftir að hafa lent 26 stigum undir í öðrum leikhluta. Paul setti niður fimm þrista í lokaleikhlutanum og skoraði 19 af 30 stigum sínum í fjórða. Paul var einnig með 9 fráköst og 10 stoðsendingar í leiknum. @CJMcCollum (30 PTS), @Dame_Lillard (27 PTS), and @carmeloanthony (23 PTS) combine for 80, pacing the @trailblazers in Phoenix! #RipCitypic.twitter.com/AbWMyFczdd— NBA (@NBA) December 17, 2019 20 PTS | 9-14 FGM | 10 AST@JaMorant pushes the @memgrizz past Miami at home! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/YgrGPpWr95— NBA (@NBA) December 17, 2019 20 PTS | 9-14 FGM | 10 AST@JaMorant pushes the @memgrizz past Miami at home! #NBARooks#GrindCitypic.twitter.com/YgrGPpWr95— NBA (@NBA) December 17, 2019 Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Phoenix Suns - Portland Trail Blazers 110 : 111 Houston Rockets - San Antonio Spurs 109 : 107 Memphis Grizzlies - Miami Heat 118 : 111 Milwaukee Bucks - Dallas Mavericks 116 : 120 Oklahoma City Thunder - Chicago Bulls 109 : 106 Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 133 : 113 Detroit Pistons - Washington Wizards 119 : 133 the NBA standings after Monday night's action! pic.twitter.com/gH0csme5pn— NBA (@NBA) December 17, 2019
NBA Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins