Afþakkar hjálp ASÍ við að meta hvort björgunarsveitirnar séu misnotaðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2019 11:00 Björgunarsveitarfólk stóð í ströngu í síðustu viku í óveðrinu sem gekk yfir landið. Vísir/Vilhelm Guðbrandur Örn Arnarsson, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og starfsmaður Landstjórnar björgunarsveita, segist fullkomlega sjálfbær að meta hvenær verið sé að misnota sitt sjálfboðaliðastarf. Hann þurfi enga hjálp við það. Um er að ræða viðbrögð við því útspili Alþýðusambands Íslands að láta kanna hvort opinberar stofnanir séu í auknum mæli að láta björgunarsveitir vinna ýmis verk fyrir sig í sjálfboðavinnu, verk sem stofnanirnar ættu sjálfar að sinna í almannaþágu. Og hvort að búið sé að skera svona mikið niður hjá stofnunum. Dæmi séu jafnvel um að starfsmenn sinni sama verki í dagvinnu og þeir síðan sinna launalaust eftir að vinnudegi lýkur. Fjallað var um málið í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir enn einu sinni hafa vakið athygli að björgunarsveitarmenn hafi í óveðrinu í liðinni viku gengið í störf sem eðlilegt mætti telja að væri hluti af grunnþjónustu í samfélaginu. „Vegagerðin, hún er að semja við björgunarsveitir þegar kemur að lokun vega, við sjáum það í fjölmiðlum. Við sjáum það að það er verið að semja við björgunarsveitir um landvörslu þegar þegar er verið að loka leiðum upp á hálendið og víðar. Við sjáum að það er verið að ræða að björgunarsveitir taki að einhverju leyti að sér sjúkraflutninga, þannig að þetta er mjög víða, því miður,“ sagði Halldór. Guðbrandur segir björgunarsveitir Landsbjargar hafa frá upphafi sinnt verkefnum sem annaðhvort enginn annar getur eða vill sinna. „Á þeim 100 árum sem einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa dregið landann bókstaflega uppúr skaflinum þá hefur félagið hleypt fjöldanum öllum af slysavarna- og björgunarverkefnum af stokkunum og ræktað og hlúð að þar til verkefnin voru komin á þann stað að fólk í launaðri vinnu var tilbúið að taka við þeim. Hefur félagið haft jafnan haft frumkvæði að því að setja verkefni í hendur á öðrum aðilum þegar það þykir betri farvegur. Einnig hefur félagið staðið vörð um að verkefni félagsins falli undir annað hvort slysavarnir eða björgunarstörf,“ segir Guðbrandur. Það sé óumflýjanlegt að einhver verkefni falli á grátt svæði, þ.e. að á einhverjum tíma finnist einhverjum að félagið sé í verkefnum sem aðrir eigi að sinna eða eigi bara yfirhöfuð ekkert að sinna. Sú umræða sé lifandi innan félagsins. Jökull Brjánsson hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi tók þessa mynd við björgunarstörf norður í landi þar sem rafmagnslaust hafði verið í 28 klukkustundir í síðustu viku.@hjalparsveitskataikopavogi „Félagið (stjórn, forsvarsfólk og forsvarsfólk eininga) hefur verið nokkuð duglegt að afþakka öll boð um misnotkun sem sannarlega eru reglulega á borð boðin. Hver eining er sjálfstæð og getur gert talsvert mikið án teljandi boðvalds frá félaginu. Lög og reglur ramma inn hlutverk okkar að mestu en einingar hafa talsvert frelsi um hvaða verkefni þær vilja eða vilja ekki sinna. Nærtækast er t.d. að benda á fjörugar umræður á Landsþingi fyrir nokkrum árum þar sem sumar einingar vildu rukka fyrir að sækja fasta bíla og aðrar einingar ekki. Í dag rukka sumar einingar og aðrar ekki.“ Síðan sé það alltaf vald hvers einstaklings að mæta eða mæta ekki í þau verkefni sem björgunarsveitum bjóðist. „Þannig hefur félaginu að mínu mati vegnað afar vel í sínum störfum. Tími sjálfboðaliðans er dýrmætur og því seldur dýrt t.d. í almannavarnaaðgerðum þar sem jafn dýrt ef ekki dýrara er að kalla til björgunarsveitarmann í verkefni og lögreglumann með öllum kostnaði. Björgunarsveitarfólk verður að fá reglubundið krefjandi verkefni til að takast á við annars verður það gagnslaust þegar „stóra verkefnið“ kemur. Ef ég fæ ekki að fara í útköll reglulega þá er best að finna sér bara nýtt áhugamál.“ Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Guðbrandur Örn Arnarsson, verkefnastjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og starfsmaður Landstjórnar björgunarsveita, segist fullkomlega sjálfbær að meta hvenær verið sé að misnota sitt sjálfboðaliðastarf. Hann þurfi enga hjálp við það. Um er að ræða viðbrögð við því útspili Alþýðusambands Íslands að láta kanna hvort opinberar stofnanir séu í auknum mæli að láta björgunarsveitir vinna ýmis verk fyrir sig í sjálfboðavinnu, verk sem stofnanirnar ættu sjálfar að sinna í almannaþágu. Og hvort að búið sé að skera svona mikið niður hjá stofnunum. Dæmi séu jafnvel um að starfsmenn sinni sama verki í dagvinnu og þeir síðan sinna launalaust eftir að vinnudegi lýkur. Fjallað var um málið í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir enn einu sinni hafa vakið athygli að björgunarsveitarmenn hafi í óveðrinu í liðinni viku gengið í störf sem eðlilegt mætti telja að væri hluti af grunnþjónustu í samfélaginu. „Vegagerðin, hún er að semja við björgunarsveitir þegar kemur að lokun vega, við sjáum það í fjölmiðlum. Við sjáum það að það er verið að semja við björgunarsveitir um landvörslu þegar þegar er verið að loka leiðum upp á hálendið og víðar. Við sjáum að það er verið að ræða að björgunarsveitir taki að einhverju leyti að sér sjúkraflutninga, þannig að þetta er mjög víða, því miður,“ sagði Halldór. Guðbrandur segir björgunarsveitir Landsbjargar hafa frá upphafi sinnt verkefnum sem annaðhvort enginn annar getur eða vill sinna. „Á þeim 100 árum sem einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa dregið landann bókstaflega uppúr skaflinum þá hefur félagið hleypt fjöldanum öllum af slysavarna- og björgunarverkefnum af stokkunum og ræktað og hlúð að þar til verkefnin voru komin á þann stað að fólk í launaðri vinnu var tilbúið að taka við þeim. Hefur félagið haft jafnan haft frumkvæði að því að setja verkefni í hendur á öðrum aðilum þegar það þykir betri farvegur. Einnig hefur félagið staðið vörð um að verkefni félagsins falli undir annað hvort slysavarnir eða björgunarstörf,“ segir Guðbrandur. Það sé óumflýjanlegt að einhver verkefni falli á grátt svæði, þ.e. að á einhverjum tíma finnist einhverjum að félagið sé í verkefnum sem aðrir eigi að sinna eða eigi bara yfirhöfuð ekkert að sinna. Sú umræða sé lifandi innan félagsins. Jökull Brjánsson hjá Hjálparsveit Skáta í Kópavogi tók þessa mynd við björgunarstörf norður í landi þar sem rafmagnslaust hafði verið í 28 klukkustundir í síðustu viku.@hjalparsveitskataikopavogi „Félagið (stjórn, forsvarsfólk og forsvarsfólk eininga) hefur verið nokkuð duglegt að afþakka öll boð um misnotkun sem sannarlega eru reglulega á borð boðin. Hver eining er sjálfstæð og getur gert talsvert mikið án teljandi boðvalds frá félaginu. Lög og reglur ramma inn hlutverk okkar að mestu en einingar hafa talsvert frelsi um hvaða verkefni þær vilja eða vilja ekki sinna. Nærtækast er t.d. að benda á fjörugar umræður á Landsþingi fyrir nokkrum árum þar sem sumar einingar vildu rukka fyrir að sækja fasta bíla og aðrar einingar ekki. Í dag rukka sumar einingar og aðrar ekki.“ Síðan sé það alltaf vald hvers einstaklings að mæta eða mæta ekki í þau verkefni sem björgunarsveitum bjóðist. „Þannig hefur félaginu að mínu mati vegnað afar vel í sínum störfum. Tími sjálfboðaliðans er dýrmætur og því seldur dýrt t.d. í almannavarnaaðgerðum þar sem jafn dýrt ef ekki dýrara er að kalla til björgunarsveitarmann í verkefni og lögreglumann með öllum kostnaði. Björgunarsveitarfólk verður að fá reglubundið krefjandi verkefni til að takast á við annars verður það gagnslaust þegar „stóra verkefnið“ kemur. Ef ég fæ ekki að fara í útköll reglulega þá er best að finna sér bara nýtt áhugamál.“
Björgunarsveitir Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira