Fangi með þroskahömlun fluttur á spítala eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. desember 2019 18:45 Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fangelsismálayfirvöld haft áhyggjur af manninum síðan afplánun hófst en í dómi frá 2017 kemur fram að hann hafi þroska á við níu til tólf ára barn. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir tvö vopnuð rán, þrátt fyrir að hafa verið metinn þroskaskertur af geðlækni. Héraðsdómur hafði komist að því að vegna þroskaskerðingar mannsins skyldi honum ekki gerð refsing í málinu. Hæstiréttur vísaði í mat geðlækis og taldi að refsing gæti borið árangur. „Og maður efast um hæfni dómstóla til að taka á þessum málum því það fer ekkert á milli mála að margir af þeim eru mjög þroskaskertir og margir jafnvel með hugsun á við níu eða tíu ára krakka,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Maðurinn hefur afplánað á Kvíabryggju að undanförnu sem hefur reynst honum mjög erfitt að sögn Guðmundar. Í gær skaðaði hann sjálfan sig á herbergi sínu og var fluttur á spítala með áverka. Páll Winkel staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vill að öðru leyti ekki tjá sig Guðmundur hefur áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. „Við teljum að það sé um fimm prósent af íslenskum föngum sem eru mjög þroskaskertir. Þeim líður náttúrulega frekar illa. Þeir skilja ekki afhverju þeir eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir stöðuna slæma. „Ég hef sjálf hitt fangaerði á Kvíabryggju sem hafa sagt að þeir séu ekki því starfi vaxnir að sinna fólki með þroskahömlun og hafa miklar áhyggjur af þessum einstaklingum sem þar eru en segja að þeir séu best komnir þar af þeim fangelsum sem eru í boði,“ segir Bryndís. Koma þurfi upp úrræði fyrir sakhæft fatlað fólk. „Það er allavega alveg ljóst að þessi mál eru í ólestri í dag,“ segir Bryndís. Fangelsismál Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Þroskaskertur fangi var fluttur á spítala í gær eftir að hafa veitt sjálfum sér áverka í fangelsinu á Kvíabryggju. Formaður félags fanga og formaður Þroskahjálpar hafa miklar áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fangelsismálayfirvöld haft áhyggjur af manninum síðan afplánun hófst en í dómi frá 2017 kemur fram að hann hafi þroska á við níu til tólf ára barn. Hann var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir tvö vopnuð rán, þrátt fyrir að hafa verið metinn þroskaskertur af geðlækni. Héraðsdómur hafði komist að því að vegna þroskaskerðingar mannsins skyldi honum ekki gerð refsing í málinu. Hæstiréttur vísaði í mat geðlækis og taldi að refsing gæti borið árangur. „Og maður efast um hæfni dómstóla til að taka á þessum málum því það fer ekkert á milli mála að margir af þeim eru mjög þroskaskertir og margir jafnvel með hugsun á við níu eða tíu ára krakka,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Maðurinn hefur afplánað á Kvíabryggju að undanförnu sem hefur reynst honum mjög erfitt að sögn Guðmundar. Í gær skaðaði hann sjálfan sig á herbergi sínu og var fluttur á spítala með áverka. Páll Winkel staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en vill að öðru leyti ekki tjá sig Guðmundur hefur áhyggjur af stöðu þroskaskertra í fangelsum landsins. „Við teljum að það sé um fimm prósent af íslenskum föngum sem eru mjög þroskaskertir. Þeim líður náttúrulega frekar illa. Þeir skilja ekki afhverju þeir eru í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir stöðuna slæma. „Ég hef sjálf hitt fangaerði á Kvíabryggju sem hafa sagt að þeir séu ekki því starfi vaxnir að sinna fólki með þroskahömlun og hafa miklar áhyggjur af þessum einstaklingum sem þar eru en segja að þeir séu best komnir þar af þeim fangelsum sem eru í boði,“ segir Bryndís. Koma þurfi upp úrræði fyrir sakhæft fatlað fólk. „Það er allavega alveg ljóst að þessi mál eru í ólestri í dag,“ segir Bryndís.
Fangelsismál Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira