Aðstoðarmaður forsætisráðherra Möltu neitar sök vegna morðs blaðakonu Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2019 16:20 Daphne Caruana Galizia var myrt með bílsprengju í október 2017. EPA/DOMENIC AQUILINA Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. Hann neitaði einnig að hafa skrifað bréf til mannsins, sem heitir Yorgen Fenech, og ráðlagt honum hvað hann ætti að segja við lögregluna eftir að hann var handtekinn vegna morðsins. Þetta kom fram í réttarhöldum í dag þar sem Schembri viðurkenndi að vera vinur Fenech en hann hefði ekki sagt Fenech að verið væri að hlera síma hans. Þeir hafi einungis rætt það sem búið var að koma fram í fjölmiðlum í tengslum við málið.Schembri var viðstaddur nokkra fundi þar sem rannsakendur lögreglunnar sögðu Muscat frá rannsókninni. Fenech var handtekinn í síðasta mánuði þegar hann reyndi að yfirgefa Möltu á snekkju sinni. Hann neitar sök en segir Schembri tengjast málinu og að Keith Arnaud, sem hefur haldið utan um rannsóknina á morðinu, sé náinn vinur Schembri. Schembrei þvertekur sömuleiðis fyrir að hafa komið að morðinu með nokkrum hætti. Maður sem heitir Melvin Theuma hefur játað að hafa haft milligöngu vegna morðs Galizia en þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að myrða blaðakonuna með bílsprengju í október 2017. Forsætisráðherrann hefur ákveðið að láta af embætti forsætisráðherra á næsta ári vegna málsins. Evrópuþingið hefur þó kallað eftir því að hann segi af sér strax. Í ályktun sem þingið samþykkti í dag segir að lýðræði og réttarríkinu vera ógnað í Möltu, sem er minnsta ríki Evrópusambandsins. Malta Tengdar fréttir Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. 18. október 2017 06:00 Maltneskur viðskiptajöfur ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonu Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. 30. nóvember 2019 20:47 Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Joseph Muscat heitir því þó að finna morðingja hennar. 18. október 2017 23:43 Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Keith Schembri, fyrrverandi aðstoðarmaður Josheph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segist ekki hafa lekið upplýsingum um rannsókn á morði blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia til mannsins sem grunaður er um að hafa skipulagt morð hennar. Hann neitaði einnig að hafa skrifað bréf til mannsins, sem heitir Yorgen Fenech, og ráðlagt honum hvað hann ætti að segja við lögregluna eftir að hann var handtekinn vegna morðsins. Þetta kom fram í réttarhöldum í dag þar sem Schembri viðurkenndi að vera vinur Fenech en hann hefði ekki sagt Fenech að verið væri að hlera síma hans. Þeir hafi einungis rætt það sem búið var að koma fram í fjölmiðlum í tengslum við málið.Schembri var viðstaddur nokkra fundi þar sem rannsakendur lögreglunnar sögðu Muscat frá rannsókninni. Fenech var handtekinn í síðasta mánuði þegar hann reyndi að yfirgefa Möltu á snekkju sinni. Hann neitar sök en segir Schembri tengjast málinu og að Keith Arnaud, sem hefur haldið utan um rannsóknina á morðinu, sé náinn vinur Schembri. Schembrei þvertekur sömuleiðis fyrir að hafa komið að morðinu með nokkrum hætti. Maður sem heitir Melvin Theuma hefur játað að hafa haft milligöngu vegna morðs Galizia en þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að myrða blaðakonuna með bílsprengju í október 2017. Forsætisráðherrann hefur ákveðið að láta af embætti forsætisráðherra á næsta ári vegna málsins. Evrópuþingið hefur þó kallað eftir því að hann segi af sér strax. Í ályktun sem þingið samþykkti í dag segir að lýðræði og réttarríkinu vera ógnað í Möltu, sem er minnsta ríki Evrópusambandsins.
Malta Tengdar fréttir Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. 18. október 2017 06:00 Maltneskur viðskiptajöfur ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonu Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. 30. nóvember 2019 20:47 Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Joseph Muscat heitir því þó að finna morðingja hennar. 18. október 2017 23:43 Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01
Fordæmir Möltu og kallar mafíuríki Sonur Daphne Caruana Galizia, blaðamanns sem fjallaði ítarlega um Panamaskjölin og aflandsfélag tengt Joseph Muscat forsætisráðherra og var myrt á mánudag, fordæmdi stjórnvöld á Möltu harkalega í gær. 18. október 2017 06:00
Maltneskur viðskiptajöfur ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonu Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. 30. nóvember 2019 20:47
Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Joseph Muscat heitir því þó að finna morðingja hennar. 18. október 2017 23:43
Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30