Newcastle gerði góða ferð til Sheffield Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2019 21:15 Newcastle-menn fagna. vísir/getty Newcastle United lagði Sheffield United að velli, 0-2, á Bramall Lane í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum komst Newcastle upp í 11. sæti deildarinnar. Sheffield United, sem tapaði í fyrsta sinn í átta leikjum í kvöld, er í 10. sæti. Liðið er með 19 stig, líkt og Newcastle. Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir á 15. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Martin Dubravka var frábær í fyrri hálfleik og varði nokkrum sinnum vel í marki Newcastle. Þegar 20 mínútur voru til leiksloka skoraði Jonjo Shelvey annað mark Newcastle. Andy Caroll lagði markið upp. Hann var í byrjunarliði Newcastle í fyrsta sinn síðan 2011. Fleiri urðu mörkin ekki og Newcastle vann 0-2 sigur. Enski boltinn
Newcastle United lagði Sheffield United að velli, 0-2, á Bramall Lane í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Með sigrinum komst Newcastle upp í 11. sæti deildarinnar. Sheffield United, sem tapaði í fyrsta sinn í átta leikjum í kvöld, er í 10. sæti. Liðið er með 19 stig, líkt og Newcastle. Allan Saint-Maximin kom Newcastle yfir á 15. mínútu með sínu fyrsta marki fyrir félagið. Martin Dubravka var frábær í fyrri hálfleik og varði nokkrum sinnum vel í marki Newcastle. Þegar 20 mínútur voru til leiksloka skoraði Jonjo Shelvey annað mark Newcastle. Andy Caroll lagði markið upp. Hann var í byrjunarliði Newcastle í fyrsta sinn síðan 2011. Fleiri urðu mörkin ekki og Newcastle vann 0-2 sigur.
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn