Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2019 13:17 Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. Fréttablaðið/anton brink „Útgáfusaga Fréttablaðsins er nokkuð löng, yfir tuttugu ár og það hefur ekki fallið út dagur sem fyrirhugað var að gefa út blað þannig að það stendur nú til að gefa út blað á morgun þó það verði með svolítið breyttu sniði.“ Þetta segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins. Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir. Jón segir að verkfallið muni setja sitt mark á blað morgundagsins, það muni ekki fara fram hjá lesendum. Hvorki hefur gengið né rekið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands en samningar hafa verið lausir frá áramótum. Í dag stendur yfir fjórða verkfallið í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands. Þetta er þó fyrsta vinnustöðvunin á prentmiðlum í verkfallinu, áður hafa vinnustöðvanirnar eingöngu náð til netmiðla, ljósmyndara og myndatökumanna. Í síðustu viku felldu félagsmenn nýjan kjarasamning en ríflega 70% höfnuðu honum. Á þriðjudag var tekist á við samningaborðið að nýju en sá fundurinn bar engan árangur og var honum slitið án þess að boðað hefði verið til nýs fundar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hann gæti ekki boðið félagsmönnum sínum upp á að greiða atkvæði um sama samning og þeir felldu.Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir.Vísir/SigurjónJón segir að fréttastofan sé fremur fáliðuð í dag sökum verkfallsins. „Það segir sig sjálft að það munar um fólk sem skrifar alla daga í blaðið og tekur myndir í blaðið þannig að það held ég að muni ekki fara framhjá neinum að verkfallið setur mark sitt á það.“ Aðspurður hvort hann muni sjálfur skrifa í blaðið segir Jón. „Ég mun ekki skrifa fréttir í blaðið en ég mun skrifa væntanlega eitthvað, svona bara til að fylgja því úr hlaði en svo eru líka aðsendar greinar sem verða í blaðinu og sitthvað fleira.“Veistu hvort verkfallið hafi haft áhrif á auglýsingasölu fyrir þetta tiltekna blað?„Nú þekki ég það ekki, við höldum þessu nú alveg aðgreindu, ritstjórn og auglýsingatengdum málum svo ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig sú staða er.“ Gengið hefur á ýmsu í verkfallsaðgerðum blaðamanna en Blaðamannafélagið hefur kært Árvakur sem gefur út Morgunblaðið til félagsdóms fyrir verkfallsbrot. Engar athugasemdir hafa aftur á móti verið gerðar við framkvæmd Fréttablaðsins. „Það stendur ekki til að brjóta verkfallsrétt á fólki. Við stöndum með fólki í þeim efnum, svona ólíkt því sem maður hefur séð annars staðar,“ segir Jón og bætir við að hann muni standa með starfsfólkinu sínu. „Auðvitað hefðu allir kosið að til þessa verkfalls hefði ekki þurft að koma en úr því sem komið er þá reynum við bara að gera það sem hægt er að gera í stöðunni.“ Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34 Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10 Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
„Útgáfusaga Fréttablaðsins er nokkuð löng, yfir tuttugu ár og það hefur ekki fallið út dagur sem fyrirhugað var að gefa út blað þannig að það stendur nú til að gefa út blað á morgun þó það verði með svolítið breyttu sniði.“ Þetta segir Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins. Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir. Jón segir að verkfallið muni setja sitt mark á blað morgundagsins, það muni ekki fara fram hjá lesendum. Hvorki hefur gengið né rekið í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands en samningar hafa verið lausir frá áramótum. Í dag stendur yfir fjórða verkfallið í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands. Þetta er þó fyrsta vinnustöðvunin á prentmiðlum í verkfallinu, áður hafa vinnustöðvanirnar eingöngu náð til netmiðla, ljósmyndara og myndatökumanna. Í síðustu viku felldu félagsmenn nýjan kjarasamning en ríflega 70% höfnuðu honum. Á þriðjudag var tekist á við samningaborðið að nýju en sá fundurinn bar engan árangur og var honum slitið án þess að boðað hefði verið til nýs fundar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu að fundi loknum að hann gæti ekki boðið félagsmönnum sínum upp á að greiða atkvæði um sama samning og þeir felldu.Félagsmenn Blaðamannafélags Íslands sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins auk ljósmyndara og tökumanna lögðu niður störf klukkan tíu í morgun en verkfallið mun standa í tólf klukkustundir.Vísir/SigurjónJón segir að fréttastofan sé fremur fáliðuð í dag sökum verkfallsins. „Það segir sig sjálft að það munar um fólk sem skrifar alla daga í blaðið og tekur myndir í blaðið þannig að það held ég að muni ekki fara framhjá neinum að verkfallið setur mark sitt á það.“ Aðspurður hvort hann muni sjálfur skrifa í blaðið segir Jón. „Ég mun ekki skrifa fréttir í blaðið en ég mun skrifa væntanlega eitthvað, svona bara til að fylgja því úr hlaði en svo eru líka aðsendar greinar sem verða í blaðinu og sitthvað fleira.“Veistu hvort verkfallið hafi haft áhrif á auglýsingasölu fyrir þetta tiltekna blað?„Nú þekki ég það ekki, við höldum þessu nú alveg aðgreindu, ritstjórn og auglýsingatengdum málum svo ég veit ekki alveg nákvæmlega hvernig sú staða er.“ Gengið hefur á ýmsu í verkfallsaðgerðum blaðamanna en Blaðamannafélagið hefur kært Árvakur sem gefur út Morgunblaðið til félagsdóms fyrir verkfallsbrot. Engar athugasemdir hafa aftur á móti verið gerðar við framkvæmd Fréttablaðsins. „Það stendur ekki til að brjóta verkfallsrétt á fólki. Við stöndum með fólki í þeim efnum, svona ólíkt því sem maður hefur séð annars staðar,“ segir Jón og bætir við að hann muni standa með starfsfólkinu sínu. „Auðvitað hefðu allir kosið að til þessa verkfalls hefði ekki þurft að koma en úr því sem komið er þá reynum við bara að gera það sem hægt er að gera í stöðunni.“
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34 Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10 Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Fundi SA og blaðamanna slitið Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. 3. desember 2019 16:34
Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. 26. nóvember 2019 18:10
Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. 29. nóvember 2019 09:30