Sam Kerr best í heimi og Sara Björk númer 52 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 13:30 Sara Björk Gunnarsdóttir. Getty/ TF-Images Sara Björk Gunnarsdóttir er 52. besta knattspyrnukona heims í dag ef marka má samantekt Guardian sem setti saman lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims. 26 ára Ástrali er sú besta í heimi en ekki þær sem hafa fengið Gullboltann undanfarin tvö ár, Megan Rapinoe og Ada Hegerberg. Sara Björk dettur niður um 21 sæti á listanum en hún var í 31. sætinu í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er ekki með fimmtíu bestu síðan að Guardian fór að taka saman lista sinn yfir bestu knattspyrnukonur heims.The 100 best female footballers in the world for 2019 https://t.co/sxwpu9b9Kdpic.twitter.com/35RhkXXVf8 — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019„Þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur búið sér til flott orðspor sem traustur, áreiðanlegur og klassískur miðjumaður sem hefur í fjölda ára verið máttarstólpi í einu besta liði Evrópu. Gunnarsdóttir hefur síðan bætt því við sinn leik að hún er farinn að skora meira af mörkum. Hún fékk góða hvíld í sumar meðan margar aðrar voru á HM og mætti því fersk inn í nýtt tímabil,“ segir meðal annars í umfjölluninni um Söru. „Sara hefur þegar skorað sex mörk á tímabilinu og Wolfsburg liðið er áfram í fararbroddi í Þýskalandi og á líka góða möguleika á því að fara langt í Meistaradeildinni þar sem Sara er í forystuhlutverki.,“ segir í samantekt Guardian um Söru.Sam Kerr sees off competition to be voted best female footballer in the world. By @RichJLavertyhttps://t.co/tCeSeEj84w — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019 Guardian valdi hina áströlsku Sam Kerr sem þá bestu í heimi en hún hefur verið markahæsti leikmaðurinn í tveimur deildum á síðustu árum. Hún skoraði 18 mörk í bandarísku deildinni fyrir Chicago Red Stars og raðaði líka inn mörkum með Perth Glory í áströlsku deildinni. Hlutirnir hafa hins vegar ekki alveg gengið upp hjá henni með ástralska landsliðinu sem á mestan þátt í því að hún var ekki ofar í kjörinu á bestu knattspyrnukonu heims. Sam Kerr ætlar nú að breyta til og spila bara með einu liði á árinu 2020 en hún hefur samið við enska félagið Chelsea. Í næstu sætum eru enski bakvörðurinn Lucy Bronze sem spilar með Lyon í Frakklandi, Megan Rapinoe, sem fékk Gullboltann og vann öll helstu einstaklingsverðlaunin á árinu 2019 og svo norski framherjinn Ada Hegerberg hjá Lyon sem fékk Gullboltann 2018. Fimmta er síðan franski miðjumaðurinn Amandine Henry hjá Lyon. Fjórir liðsfélagar Söru hjá Wolfsburg er á undan Söru á lista Guardian. Hin danska Pernille Harder er í áttunda sætinu, hin þýska Alex Popp er í 23. sæti, hin pólska Ewa Pajor er í 36. sæti og sænski markvörðurinn Hedvig Lindahl er í 44. sætinu. EM 2021 í Englandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir er 52. besta knattspyrnukona heims í dag ef marka má samantekt Guardian sem setti saman lista yfir hundrað bestu knattspyrnukonur heims. 26 ára Ástrali er sú besta í heimi en ekki þær sem hafa fengið Gullboltann undanfarin tvö ár, Megan Rapinoe og Ada Hegerberg. Sara Björk dettur niður um 21 sæti á listanum en hún var í 31. sætinu í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er ekki með fimmtíu bestu síðan að Guardian fór að taka saman lista sinn yfir bestu knattspyrnukonur heims.The 100 best female footballers in the world for 2019 https://t.co/sxwpu9b9Kdpic.twitter.com/35RhkXXVf8 — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019„Þessi 29 ára gamli miðjumaður hefur búið sér til flott orðspor sem traustur, áreiðanlegur og klassískur miðjumaður sem hefur í fjölda ára verið máttarstólpi í einu besta liði Evrópu. Gunnarsdóttir hefur síðan bætt því við sinn leik að hún er farinn að skora meira af mörkum. Hún fékk góða hvíld í sumar meðan margar aðrar voru á HM og mætti því fersk inn í nýtt tímabil,“ segir meðal annars í umfjölluninni um Söru. „Sara hefur þegar skorað sex mörk á tímabilinu og Wolfsburg liðið er áfram í fararbroddi í Þýskalandi og á líka góða möguleika á því að fara langt í Meistaradeildinni þar sem Sara er í forystuhlutverki.,“ segir í samantekt Guardian um Söru.Sam Kerr sees off competition to be voted best female footballer in the world. By @RichJLavertyhttps://t.co/tCeSeEj84w — Guardian sport (@guardian_sport) December 6, 2019 Guardian valdi hina áströlsku Sam Kerr sem þá bestu í heimi en hún hefur verið markahæsti leikmaðurinn í tveimur deildum á síðustu árum. Hún skoraði 18 mörk í bandarísku deildinni fyrir Chicago Red Stars og raðaði líka inn mörkum með Perth Glory í áströlsku deildinni. Hlutirnir hafa hins vegar ekki alveg gengið upp hjá henni með ástralska landsliðinu sem á mestan þátt í því að hún var ekki ofar í kjörinu á bestu knattspyrnukonu heims. Sam Kerr ætlar nú að breyta til og spila bara með einu liði á árinu 2020 en hún hefur samið við enska félagið Chelsea. Í næstu sætum eru enski bakvörðurinn Lucy Bronze sem spilar með Lyon í Frakklandi, Megan Rapinoe, sem fékk Gullboltann og vann öll helstu einstaklingsverðlaunin á árinu 2019 og svo norski framherjinn Ada Hegerberg hjá Lyon sem fékk Gullboltann 2018. Fimmta er síðan franski miðjumaðurinn Amandine Henry hjá Lyon. Fjórir liðsfélagar Söru hjá Wolfsburg er á undan Söru á lista Guardian. Hin danska Pernille Harder er í áttunda sætinu, hin þýska Alex Popp er í 23. sæti, hin pólska Ewa Pajor er í 36. sæti og sænski markvörðurinn Hedvig Lindahl er í 44. sætinu.
EM 2021 í Englandi HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira