Stjarna Björgvins fjarlægð úr gangstéttinni eftir kröfubréf frá Hollywood Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2019 10:00 Fyrrum stjarna. Vísir/Vilhelm Stjarna Björgvins Halldórssonar, söngvara, sem komið var fyrir í gangstéttinni við Bæjarbíó í Hafnarfirði hefur nú verið fjarlægð. Var það gert eftir að bæjaryfirvöldum barst kröfubréf frá viðskiptaráði Hollywood þar sem vakin var athygli á því að stjarnan væri höfundaréttarvarin. Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær. RÚV greindi fyrst frá. Björgvin var fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlotnaðist sá heiður að fá nafn sitt grafið í stéttina við Bæjarbíó en stjarnan var afhjúpuð í júlí við hátíðlega athöfn. Var hugmyndin að heiðra íslenska tónlistarmenn á svipaðan hátt og gert er í Hollywood á The Walk of Fame. Viðskiptaráð Hollywood hafði fregnir af þessu framtaki og sendi Hafnarfjarðarbæ bréf í ágúst síðastliðnum vegna málsins. Viðskiptaráðið kvartaði undan ólögmætri notkun bæjarins á stjörnunni sem væri varin höfundarrétti. Var þess krafist að hún yrði fjarlægð án tafar.Stjarnan sem nú hefur verið fjarlægð.Á bæjarráðsfundinum í gær var svarbréf bæjarins lagt fram en það er dagsett þann 3. desember. Þar segir að bærinn hafi ekki ætlað sér að notast við vernduð vörumerki eða annað höfundaréttarvarið efni. Jafnframt er tekið fram að bæjaryfirvöld telji að það hafi ekki heldur verið ætlan Bæjarbíós. Þó er vakin athygli á því í svarbréfinu að þótt Hollywood-stjarnan sé varin höfundarrétti í Bandaríkjunum þurfi það ekki að þýða að sá réttur yrði staðfestur fyrir íslenskum eða evrópskum dómstólum. Þannig séu engin dómafordæmi eða bein lagastoð fyrir hendi til að staðfesta það. Bæjarráð virði hins vegar hugverkarétt viðskiptaráðsins í Hollywood og hafi því fjarlægt stjörnuna. Hafnarfjörður Hollywood Tónlist Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Stjarna Björgvins Halldórssonar, söngvara, sem komið var fyrir í gangstéttinni við Bæjarbíó í Hafnarfirði hefur nú verið fjarlægð. Var það gert eftir að bæjaryfirvöldum barst kröfubréf frá viðskiptaráði Hollywood þar sem vakin var athygli á því að stjarnan væri höfundaréttarvarin. Fjallað var um málið á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar í gær. RÚV greindi fyrst frá. Björgvin var fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlotnaðist sá heiður að fá nafn sitt grafið í stéttina við Bæjarbíó en stjarnan var afhjúpuð í júlí við hátíðlega athöfn. Var hugmyndin að heiðra íslenska tónlistarmenn á svipaðan hátt og gert er í Hollywood á The Walk of Fame. Viðskiptaráð Hollywood hafði fregnir af þessu framtaki og sendi Hafnarfjarðarbæ bréf í ágúst síðastliðnum vegna málsins. Viðskiptaráðið kvartaði undan ólögmætri notkun bæjarins á stjörnunni sem væri varin höfundarrétti. Var þess krafist að hún yrði fjarlægð án tafar.Stjarnan sem nú hefur verið fjarlægð.Á bæjarráðsfundinum í gær var svarbréf bæjarins lagt fram en það er dagsett þann 3. desember. Þar segir að bærinn hafi ekki ætlað sér að notast við vernduð vörumerki eða annað höfundaréttarvarið efni. Jafnframt er tekið fram að bæjaryfirvöld telji að það hafi ekki heldur verið ætlan Bæjarbíós. Þó er vakin athygli á því í svarbréfinu að þótt Hollywood-stjarnan sé varin höfundarrétti í Bandaríkjunum þurfi það ekki að þýða að sá réttur yrði staðfestur fyrir íslenskum eða evrópskum dómstólum. Þannig séu engin dómafordæmi eða bein lagastoð fyrir hendi til að staðfesta það. Bæjarráð virði hins vegar hugverkarétt viðskiptaráðsins í Hollywood og hafi því fjarlægt stjörnuna.
Hafnarfjörður Hollywood Tónlist Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira