Nýrri slökkviliðsmenn upplifi sig ekki sem hluta af liðinu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. desember 2019 21:00 Slökkviliðsmenn sem ráðnir voru í Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á síðustu þremur árum eru þeir sem eru óánægðastir samkvæmt trúnaðarmanni. Þeir gangi aðrar vaktir og upplifi sig ekki sem hluta af liðinu. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýsa slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnu. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Trúnaðarmaður slökkviliðsmanna telur óánægjuna fyrst og fremst snúast um breytt vaktakerfi sem slökkviliðið tók upp árið 2015 og gildir einungis fyrir þá starfsmenn sem hófu störf eftir þann tíma. Umræddar vaktir eru bæði styttri og óreglulegri.„Þetta er blandað kerfi af tólf tíma kerfi sem við erum með og svo átta tíma kerfi. Þetta eru margir komu- og brottfarartímar og líka launamunur sem getur verið allt að hundrað þúsund krónur, eftir því hvar þú stendur í kerfinu,“ segir Bjarni Ingimarsson trúnaðarmaður.Um sextíu manns séu á þessum vöktum. „Flestir eru náttúrulega ósáttir, reiðir og pirraðir, yfir þessu kerfi og hvernig það er uppsett,“ segir Bjarni.Þeir upplifi sig ekki sem hluta af liðinu þar sem þeir gangi ekki fastar vaktir eins og aðrir starfsmenn.Þá segir Bjarni að það skorti upplýsingaflæði til starfsmanna, sérstaklega þeirra sem séu á blönduðum vöktum.„Þeim finnst þeir ekki vera að fá sömu samskipti. Þau þekkja reyndar ekki yfirstjórnina jafnvel og við sem byrjuðum áður fyrr. Við fórum bara upp á skrifstofu og spjölluðum við slökkviliðsstjóra eða varaslökkviliðsstjóra ef þannig bar við. Þannig er það ekki í dag og þá kannski verða samskiptin stirðari,“ segir Bjarni.Hann er þó sannfærður um að óánægjan hafi engin áhrif á störf slökkviliðsmanna.„Það sýnir það að þeir starfsmenn sem byrjuðu 2015 eru enn þá í starfi hjá okkur þrátt fyrir óánægjuna. Það sýnir áhugann á starfinu og það kristallast í þeirri góðu þjónustu sem við veitum okkar skjólstæðingum,“ segir Bjarni Ingimarsson, trúnaðarmaður slökkviliðsmanna. Slökkvilið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. 5. desember 2019 22:18 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Slökkviliðsmenn sem ráðnir voru í Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á síðustu þremur árum eru þeir sem eru óánægðastir samkvæmt trúnaðarmanni. Þeir gangi aðrar vaktir og upplifi sig ekki sem hluta af liðinu. Eins og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær lýsa slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnu. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Trúnaðarmaður slökkviliðsmanna telur óánægjuna fyrst og fremst snúast um breytt vaktakerfi sem slökkviliðið tók upp árið 2015 og gildir einungis fyrir þá starfsmenn sem hófu störf eftir þann tíma. Umræddar vaktir eru bæði styttri og óreglulegri.„Þetta er blandað kerfi af tólf tíma kerfi sem við erum með og svo átta tíma kerfi. Þetta eru margir komu- og brottfarartímar og líka launamunur sem getur verið allt að hundrað þúsund krónur, eftir því hvar þú stendur í kerfinu,“ segir Bjarni Ingimarsson trúnaðarmaður.Um sextíu manns séu á þessum vöktum. „Flestir eru náttúrulega ósáttir, reiðir og pirraðir, yfir þessu kerfi og hvernig það er uppsett,“ segir Bjarni.Þeir upplifi sig ekki sem hluta af liðinu þar sem þeir gangi ekki fastar vaktir eins og aðrir starfsmenn.Þá segir Bjarni að það skorti upplýsingaflæði til starfsmanna, sérstaklega þeirra sem séu á blönduðum vöktum.„Þeim finnst þeir ekki vera að fá sömu samskipti. Þau þekkja reyndar ekki yfirstjórnina jafnvel og við sem byrjuðum áður fyrr. Við fórum bara upp á skrifstofu og spjölluðum við slökkviliðsstjóra eða varaslökkviliðsstjóra ef þannig bar við. Þannig er það ekki í dag og þá kannski verða samskiptin stirðari,“ segir Bjarni.Hann er þó sannfærður um að óánægjan hafi engin áhrif á störf slökkviliðsmanna.„Það sýnir það að þeir starfsmenn sem byrjuðu 2015 eru enn þá í starfi hjá okkur þrátt fyrir óánægjuna. Það sýnir áhugann á starfinu og það kristallast í þeirri góðu þjónustu sem við veitum okkar skjólstæðingum,“ segir Bjarni Ingimarsson, trúnaðarmaður slökkviliðsmanna.
Slökkvilið Vinnumarkaður Tengdar fréttir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. 5. desember 2019 22:18 Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. 5. desember 2019 22:18