Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2019 17:35 Aðhaldsaðgerðir standa nú yfir á spítalanum. Vísir/Vilhelm Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans en RÚV greindi fyrst frá. Í pistli sínum fer hann yfir þær aðhaldsaðgerðir sem hófust nú í haust en spítalinn stendur nú í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Yfirlæknum og sérfræðingum á spítalanum var til að mynda tilkynnt í síðasta mánuði að yfirvinnutímum yrði ýmist fækkað eða þeir felldir alveg á brott í síðasta mánuði. „Fyrir lá frá byrjun að í ljósi umfangsmikillar aðhaldskröfu færi ekkert í rekstrinum varhluta af þessum aðgerðum. Á stofnun eins og Landspítala þar sem launakostnaður er ríflega 70% rekstrarkostnaðar er augljóst að ekki verður komist hjá því að áhrifa gæti í launum starfsmanna enda þótt ströng aðhaldskrafa sé á öðrum rekstrarliðum,“ skrifar Páll. Hann segir að upphaf aðgerðanna hafi haldist í hendur við fækkun framkvæmdarstjóra innan spítalans ásamt launalækkun þeirra og forstjóra. Hann greinir einnig frá því að starfsfólki spítalans hafi verið sagt upp. „Þeim skipulagsbreytingum sem kynntar hafa verið hafa sömuleiðis fylgt sársaukafullar uppsagnir starfsfólks og tilflutningur í starfi.“ Einnig hafi stjórn spítalans gripið til þess ráðs að fella niður vaktaálagsauka hjá hjúkrunarfræðingum „enda [hafi] spítalinn ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa undir greiðslum umfram kjarasamninga,“ eins og Páll orðar það í pistlinum. Einnig standi yfir endurskoðun á fastri yfirvinnu á spítalanum. Rætt var við Reynir Arngrímsson, formann Læknafélags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag um aðhaldsaðgerðirnar. Sagðist hann vonast til þess að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standi frammi fyrir. „Við sjáum það í okkar könnunum að hjá opinberum stofnunum eru 83% lækna að vinna yfirvinnu sem ekki er greidd af vinnuveitanda. Þetta er til dæmis í lok vinnudags þegar skurðlæknar hafa ekki lokið störfum. Og þegar læknar eru að sinna bráðveikum sjúklingi sem hefur komið inn," sagði Reynir þá í samtali við fréttastofu. Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lækkun framlaga tefur ekki verklok Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. 13. nóvember 2019 06:00 Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45 Skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins hjá Landspítala Benedikt Olgeirsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins á Landspítala frá og með deginum í dag. 1. nóvember 2019 13:11 Ellefu forstöðumenn ráðnir til starfa á Landspítalanum Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. 2. desember 2019 07:50 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans en RÚV greindi fyrst frá. Í pistli sínum fer hann yfir þær aðhaldsaðgerðir sem hófust nú í haust en spítalinn stendur nú í umfangsmiklum hagræðingaraðgerðum. Yfirlæknum og sérfræðingum á spítalanum var til að mynda tilkynnt í síðasta mánuði að yfirvinnutímum yrði ýmist fækkað eða þeir felldir alveg á brott í síðasta mánuði. „Fyrir lá frá byrjun að í ljósi umfangsmikillar aðhaldskröfu færi ekkert í rekstrinum varhluta af þessum aðgerðum. Á stofnun eins og Landspítala þar sem launakostnaður er ríflega 70% rekstrarkostnaðar er augljóst að ekki verður komist hjá því að áhrifa gæti í launum starfsmanna enda þótt ströng aðhaldskrafa sé á öðrum rekstrarliðum,“ skrifar Páll. Hann segir að upphaf aðgerðanna hafi haldist í hendur við fækkun framkvæmdarstjóra innan spítalans ásamt launalækkun þeirra og forstjóra. Hann greinir einnig frá því að starfsfólki spítalans hafi verið sagt upp. „Þeim skipulagsbreytingum sem kynntar hafa verið hafa sömuleiðis fylgt sársaukafullar uppsagnir starfsfólks og tilflutningur í starfi.“ Einnig hafi stjórn spítalans gripið til þess ráðs að fella niður vaktaálagsauka hjá hjúkrunarfræðingum „enda [hafi] spítalinn ekki fjárhagslegt bolmagn til að standa undir greiðslum umfram kjarasamninga,“ eins og Páll orðar það í pistlinum. Einnig standi yfir endurskoðun á fastri yfirvinnu á spítalanum. Rætt var við Reynir Arngrímsson, formann Læknafélags Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag um aðhaldsaðgerðirnar. Sagðist hann vonast til þess að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standi frammi fyrir. „Við sjáum það í okkar könnunum að hjá opinberum stofnunum eru 83% lækna að vinna yfirvinnu sem ekki er greidd af vinnuveitanda. Þetta er til dæmis í lok vinnudags þegar skurðlæknar hafa ekki lokið störfum. Og þegar læknar eru að sinna bráðveikum sjúklingi sem hefur komið inn," sagði Reynir þá í samtali við fréttastofu.
Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Lækkun framlaga tefur ekki verklok Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. 13. nóvember 2019 06:00 Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45 Skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins hjá Landspítala Benedikt Olgeirsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins á Landspítala frá og með deginum í dag. 1. nóvember 2019 13:11 Ellefu forstöðumenn ráðnir til starfa á Landspítalanum Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. 2. desember 2019 07:50 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Lækkun framlaga tefur ekki verklok Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. 13. nóvember 2019 06:00
Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. 5. desember 2019 18:45
Skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins hjá Landspítala Benedikt Olgeirsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins á Landspítala frá og með deginum í dag. 1. nóvember 2019 13:11
Ellefu forstöðumenn ráðnir til starfa á Landspítalanum Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. 2. desember 2019 07:50