Stjarna Íslands á EM: Réttindalaus og launalaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2019 09:00 Anton Sveinn McKee. EPA/PATRICK B. KRAEMER Anton Sveinn McKee notaði athygli sem hann fékk fyrir frábæran árangur sinn á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug til að vekja máls á stöðu íslenska afreksíþróttafólksins í dag. Anton Sveinn komst í úrslit í þremur sundgreinum á EM og náði fjórða sætinu í 200 metra bringusundi. Hann setti sjö Íslandsmet í átta einstaklingssundum og tvö þeirra voru einnig Norðurlandamet. Það er þó ekki nógu góður tónn í íslenska sundmanninum í pistli sem hann birti inn á Instagram síðu sinni. „Eftir frábært EM í Glasgow var ég spurður út í framhaldið í sundinu. Eins og staðan er í dag þá er ég réttindalaus og launalaus,“ skrifaði Anton Sveinn McKee. Anton er á styrk frá Afrekssjóði ÍSÍ og úthlutun sjóðsins hefur aldrei verið eins há eins og fyrir árið 2019 en dugar ekki til í tilfelli Antons. „Vissulega styður Afrekssjóður við bakið á mér en ekki meira en þannig að ég kem út á núlli, ef ekki í mínus (tekjutap við launalaust leyfi),“ skrifar Anton. Það er að heyra á honum að hann muni ekki endast lengi í keppnissundinu ef þetta breytist ekki. „Því miður er eldmóðurinn einn ekki nóg til að hvetja mann að halda áfram til að verða afreksmaður og fyrirmynd á Íslandi og því ég ég ekki fram á langan feril, sem er sárt að segja þar sem árangurinn á EM er bara byrjunin og ég veit að mun meira er inni,“ skrifar Anton. Hann vill að þetta málefni sé rétt nánar og að Íslendingar spyrji sig hvort Ísland vilji eiga afreksmenn í Ólympíuíþróttum eins og margar aðrar þjóðir „hafa ákveðið að styðja af krafti“ „Ef svo, þá þarf eitthvað að breytast, staðan í dag er því miður ekki nógu góð,“ skrifar Anton eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann bætir einnig við: „Þetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum.“ View this post on InstagramÞetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum. Áfram Ísland A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) on Dec 8, 2019 at 9:35am PST Sund Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Anton Sveinn McKee notaði athygli sem hann fékk fyrir frábæran árangur sinn á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug til að vekja máls á stöðu íslenska afreksíþróttafólksins í dag. Anton Sveinn komst í úrslit í þremur sundgreinum á EM og náði fjórða sætinu í 200 metra bringusundi. Hann setti sjö Íslandsmet í átta einstaklingssundum og tvö þeirra voru einnig Norðurlandamet. Það er þó ekki nógu góður tónn í íslenska sundmanninum í pistli sem hann birti inn á Instagram síðu sinni. „Eftir frábært EM í Glasgow var ég spurður út í framhaldið í sundinu. Eins og staðan er í dag þá er ég réttindalaus og launalaus,“ skrifaði Anton Sveinn McKee. Anton er á styrk frá Afrekssjóði ÍSÍ og úthlutun sjóðsins hefur aldrei verið eins há eins og fyrir árið 2019 en dugar ekki til í tilfelli Antons. „Vissulega styður Afrekssjóður við bakið á mér en ekki meira en þannig að ég kem út á núlli, ef ekki í mínus (tekjutap við launalaust leyfi),“ skrifar Anton. Það er að heyra á honum að hann muni ekki endast lengi í keppnissundinu ef þetta breytist ekki. „Því miður er eldmóðurinn einn ekki nóg til að hvetja mann að halda áfram til að verða afreksmaður og fyrirmynd á Íslandi og því ég ég ekki fram á langan feril, sem er sárt að segja þar sem árangurinn á EM er bara byrjunin og ég veit að mun meira er inni,“ skrifar Anton. Hann vill að þetta málefni sé rétt nánar og að Íslendingar spyrji sig hvort Ísland vilji eiga afreksmenn í Ólympíuíþróttum eins og margar aðrar þjóðir „hafa ákveðið að styðja af krafti“ „Ef svo, þá þarf eitthvað að breytast, staðan í dag er því miður ekki nógu góð,“ skrifar Anton eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann bætir einnig við: „Þetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum.“ View this post on InstagramÞetta er mikilvægt málefni sem tengist ekki bara mér heldur framtíð Íslands í afreks og Ólympíuíþróttum. Áfram Ísland A post shared by Anton McKee OLY (@antonmckee) on Dec 8, 2019 at 9:35am PST
Sund Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira