Sonur fyrrverandi forseta Þýskalands stunginn til bana Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2019 13:04 Fritz von Weizsäcker (til vinstri) er hér í jarðarför föður síns árið 2015. Vísir/Getty Fritz von Weizsäcker, sonur Richard von Weizsäcker, fyrrverandi forseta Þýskalands, var stunginn til bana í Berlín í gærkvöldi þar sem hann var að flytja fyrirlestur um lifrarsjúkdóma. Árásin átti sér stað á Schlosspark sjúkrahúsinu þar sem von Weizsäcker, sem var læknir, starfaði. Lögregluþjónn sem var á frívakt og að fylgjast með fyrirlestrinum særðist alvarlega þegar hann reyndi að stöðva árásina. Von Weizsäcker var 59 ára og árásarmaðurinn, sem er í haldi lögreglu, er sagður 57 ára gamall. Hann var ekki kunnugur lögreglu. Þá var hann ekki sjúklingur á sjúkrahúsinu heldur hafði hann komið sem gestur á fyrirlestur von Weizsäcker. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir, samkvæmt frétt Spiegel. Mögulega mun lögreglan veita frekari upplýsingar seinna í dag.Faðir Fritz von Weizsäcker, hinn áðurnefndi Richard, var forseti við sameiningu Þýskalands árið 1990 en hann var í embætti frá 1984 til 1990. Hann lést árið 2015. Rannsókn lögreglu snýr meðal annars að því hvort fjölskyldu von Weizsäcker hafi borist einhverjar hótanir að undanförnu. Von Weizsäcker skilur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Christian Lindner, leiðtogi FDP, lýsti yfir sorg sinni á Twitter með að von Weizsäcker, sem var vinur hans, hafi verið myrtur. „Maður spyr sig hvernig heimi við búum í,“ sagði Lindner.Mein Freund Fritz von Weizsäcker wurde heute Abend in Berlin erstochen. Ein passionierter Arzt und feiner Mensch. Neulich noch war er bei uns zuhause zum Grillen. Ich bin fassungslos und muss meine Trauer teilen. Einmal mehr fragt man sich, in welcher Welt wir leben. CL — Christian Lindner (@c_lindner) November 19, 2019 Þýskaland Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira
Fritz von Weizsäcker, sonur Richard von Weizsäcker, fyrrverandi forseta Þýskalands, var stunginn til bana í Berlín í gærkvöldi þar sem hann var að flytja fyrirlestur um lifrarsjúkdóma. Árásin átti sér stað á Schlosspark sjúkrahúsinu þar sem von Weizsäcker, sem var læknir, starfaði. Lögregluþjónn sem var á frívakt og að fylgjast með fyrirlestrinum særðist alvarlega þegar hann reyndi að stöðva árásina. Von Weizsäcker var 59 ára og árásarmaðurinn, sem er í haldi lögreglu, er sagður 57 ára gamall. Hann var ekki kunnugur lögreglu. Þá var hann ekki sjúklingur á sjúkrahúsinu heldur hafði hann komið sem gestur á fyrirlestur von Weizsäcker. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir, samkvæmt frétt Spiegel. Mögulega mun lögreglan veita frekari upplýsingar seinna í dag.Faðir Fritz von Weizsäcker, hinn áðurnefndi Richard, var forseti við sameiningu Þýskalands árið 1990 en hann var í embætti frá 1984 til 1990. Hann lést árið 2015. Rannsókn lögreglu snýr meðal annars að því hvort fjölskyldu von Weizsäcker hafi borist einhverjar hótanir að undanförnu. Von Weizsäcker skilur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Christian Lindner, leiðtogi FDP, lýsti yfir sorg sinni á Twitter með að von Weizsäcker, sem var vinur hans, hafi verið myrtur. „Maður spyr sig hvernig heimi við búum í,“ sagði Lindner.Mein Freund Fritz von Weizsäcker wurde heute Abend in Berlin erstochen. Ein passionierter Arzt und feiner Mensch. Neulich noch war er bei uns zuhause zum Grillen. Ich bin fassungslos und muss meine Trauer teilen. Einmal mehr fragt man sich, in welcher Welt wir leben. CL — Christian Lindner (@c_lindner) November 19, 2019
Þýskaland Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma Innlent Fleiri fréttir Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Sjá meira