Þrjú þúsund fleiri á atvinnuleysisskrá en í fyrra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. nóvember 2019 19:30 Atvinnuleysi fer ört vaxandi en þrjú þúsund fleiri eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra. Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. Tuttugu manns misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í dag en um níutíu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá bankanum á árinu. Þeir eru hluti af fjölmörgum félögum í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja sem misst hafa vinnuna á árinu. „Stærstu uppsagnirnar eru hjá Arion banka og svo Íslandsbanka, samtals á þessu ári, en það hefur verið líka hjá dótturfyrirtækjunum sem að bankarnir eiga,“ segir Friðbert Traustason formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.VísirFriðbert segir um fimm hundruð og fimmtíu manns hafi misst vinnuna í fjármálafyrirtækjum frá árinu 20015. Árið í ár slái þó öll met frá hruni. „Það hefur ekki verið svona slæmt frá því 2008, í október og nóvember 2008, þegar að það voru um 700 manns sem misstu vinnuna í kjölfar hrunsins en þetta er langmesta sem við höfum séð á einu ári,“ segir Friðbert. Hann segir misjafnt hversu vel fólki gangi að finna vinnu á ný en það reynist eldra fólki oft erfitt. „Þeir sem eru með mikla menntun á fjármálasviði og upplýsingatækni þeim gengur yfirleitt vel en það er alltaf þessi erfiði hópur sem er á aldrinum fimmtíu og fimm plús mínus og hafa gert þjónustustörf að ævistarfi og eru kannski ekki með mikla formlega menntun en mjög mikla reynslu. Þeim gengur alltaf jafn illa á vinnumarkaðnum,“ segir Friðbert. Þá segir hann hljóðið í sínum félagsmönnum frekar þungt þessa dagana. „Það er ótti og kvíði og á köflum reiði yfir því að vera með þetta stanslausa hagræðingartal yfir sér,“ segir Friðbert. Um sjö þúsund og sjö hundruð manns eru nú á atvinnuleysisskrá. „Það hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá töluvert hratt núna á þessu ári. Kannski mest áberandi í kjölfarið á falli WOW í vor. Þá tók það mikið stökk og það hefur fjölgað um þrjú þúsund manns sem er auðvitað töluvert mikið.,“ segir Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun Fækkað hefur um níutíu starfsmann á árinu hjá bankanum. 20. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Atvinnuleysi fer ört vaxandi en þrjú þúsund fleiri eru á atvinnuleysisskrá nú en á sama tíma í fyrra. Hátt í þrjú hundruð hafa misst vinnuna hjá fjármálafyrirtækjum á árinu. Tuttugu manns misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í dag en um níutíu starfsmönnum hefur verið sagt upp störfum hjá bankanum á árinu. Þeir eru hluti af fjölmörgum félögum í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja sem misst hafa vinnuna á árinu. „Stærstu uppsagnirnar eru hjá Arion banka og svo Íslandsbanka, samtals á þessu ári, en það hefur verið líka hjá dótturfyrirtækjunum sem að bankarnir eiga,“ segir Friðbert Traustason formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja.VísirFriðbert segir um fimm hundruð og fimmtíu manns hafi misst vinnuna í fjármálafyrirtækjum frá árinu 20015. Árið í ár slái þó öll met frá hruni. „Það hefur ekki verið svona slæmt frá því 2008, í október og nóvember 2008, þegar að það voru um 700 manns sem misstu vinnuna í kjölfar hrunsins en þetta er langmesta sem við höfum séð á einu ári,“ segir Friðbert. Hann segir misjafnt hversu vel fólki gangi að finna vinnu á ný en það reynist eldra fólki oft erfitt. „Þeir sem eru með mikla menntun á fjármálasviði og upplýsingatækni þeim gengur yfirleitt vel en það er alltaf þessi erfiði hópur sem er á aldrinum fimmtíu og fimm plús mínus og hafa gert þjónustustörf að ævistarfi og eru kannski ekki með mikla formlega menntun en mjög mikla reynslu. Þeim gengur alltaf jafn illa á vinnumarkaðnum,“ segir Friðbert. Þá segir hann hljóðið í sínum félagsmönnum frekar þungt þessa dagana. „Það er ótti og kvíði og á köflum reiði yfir því að vera með þetta stanslausa hagræðingartal yfir sér,“ segir Friðbert. Um sjö þúsund og sjö hundruð manns eru nú á atvinnuleysisskrá. „Það hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá töluvert hratt núna á þessu ári. Kannski mest áberandi í kjölfarið á falli WOW í vor. Þá tók það mikið stökk og það hefur fjölgað um þrjú þúsund manns sem er auðvitað töluvert mikið.,“ segir Karl Sigurðsson sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00 7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38 Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun Fækkað hefur um níutíu starfsmann á árinu hjá bankanum. 20. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Launþegum í landinu fækkar nú í fyrsta sinn í nærri áratug Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fækkar launþegum í landinu og miðað við sveiflu undanfarinna ára mun fækkunin halda áfram. Fækkunin kemur fyrst og fremst fram í einkageiranum á meðan opinberum starfsmönnum fjölgar. 15. nóvember 2019 06:00
7,6 milljarðar vegna aukins atvinnuleysis í fjáraukalögum Frumvarp til fjáraukalaga var dreift á þinginu í dag þar sem fjárheimildir eru auknar um 14,8 milljarða króna. 9. nóvember 2019 18:38
Tuttugu misstu vinnuna hjá Íslandsbanka í morgun Fækkað hefur um níutíu starfsmann á árinu hjá bankanum. 20. nóvember 2019 11:14