Hagi mætir á Laugardalsvöll rúmum 20 árum eftir að pabbi hans fór illa með okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2019 14:01 Hagi-feðgarnir eru báðir númer tíu. vísir/getty Gheorghe Hagi, besti fótboltamaður Rúmeníu, fór illa með Ísland þegar liðin mættust í undankeppni HM 1998. Rúmenía vann báða leikina 4-0 og Hagi skoraði þrjú af átta mörkum Rúmena í leikjunum tveimur. Á þessum tíma voru Rúmenar með eitt besta lið heims.Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020 26. mars á næsta ári. Það verður fyrsti leikur liðanna síðan 1997. Einn af bestu ungu leikmönnum Rúmeníu er Ianis Hagi, sonur áðurnefnds Gheorghes Hagi. Strákurinn fæddist 22. október 1998 í Istanbúl þar sem faðir hans lék með Galatasary.Ianis Hagi er ein skærasta stjarna rúmenska landsliðsins.vísir/gettyIanis Hagi er framliggjandi miðjumaður eins og pabbi sinn og leikur í treyju númer tíu hjá landsliðinu eins og hann. Hagi yngri hóf ferilinn hjá Viitorul Constanța, félagi sem Gheorghe Hagi stofnaði 2009. Hagi hefur þjálfað Viitorul Constanța síðan 2014. Þess má geta að Gheorghe Popescu, fyrrverandi samherji Hagis í rúmenska landsliðinu og hjá Barcelona, er stjórnarformaður félagsins. Hagi yngri fór til Fiorentina þar sem hann fékk fá tækifæri. Hann sneri aftur til Viitorul Constanța 2018 en fór svo til Genk í Belgíu í sumar. Hann hefur leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu í vetur. Ianis Hagi hefur leikið tíu A-landsleiki fyrir Rúmeníu og verður væntanlega í rúmenska liðinu sem kemur til Íslands í lok mars á næsta ári. Hann var í lykilhlutverki í rúmenska U-21 árs landsliðinu sem komst í undanúrslit á EM í sumar.Gheorghe Hagi í leik gegn Argentínu á HM 1994. Þar komst Rúmeníu í 8-liða úrslit.vísir/gettySvo gæti reyndar farið að Hagi-feðgarnir verði báðir á Laugardalsvellinum. Rúmenía er án landsliðsþjálfara og Gheorghe Hagi hefur verið orðaður við stöðuna. Hann stýrði rúmenska landsliðinu í fjórum leikjum 2001. Gheorghe Hagi, sem var stundum kallaður Maradona Karpatafjallanna, lék 124 landsleiki á árunum 1983-2000 og skoraði 35 mörk. Hann er markahæsti landsliðsmaður Rúmeníu ásamt Adrian Mutu. Hagi lék með rúmenska landsliðinu á þremur heimsmeistaramótum og þremur Evrópumótum. Hagi er einn fárra leikmanna sem hafa bæði leikið með Barcelona og Real Madrid. Síðustu ár ferilsins lék hann með Galatasary þar sem hann varð fjórum sinnum tyrkneskur meistari og vann Evrópukeppni félagsliða 2000. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15 Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41 Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Gheorghe Hagi, besti fótboltamaður Rúmeníu, fór illa með Ísland þegar liðin mættust í undankeppni HM 1998. Rúmenía vann báða leikina 4-0 og Hagi skoraði þrjú af átta mörkum Rúmena í leikjunum tveimur. Á þessum tíma voru Rúmenar með eitt besta lið heims.Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020 26. mars á næsta ári. Það verður fyrsti leikur liðanna síðan 1997. Einn af bestu ungu leikmönnum Rúmeníu er Ianis Hagi, sonur áðurnefnds Gheorghes Hagi. Strákurinn fæddist 22. október 1998 í Istanbúl þar sem faðir hans lék með Galatasary.Ianis Hagi er ein skærasta stjarna rúmenska landsliðsins.vísir/gettyIanis Hagi er framliggjandi miðjumaður eins og pabbi sinn og leikur í treyju númer tíu hjá landsliðinu eins og hann. Hagi yngri hóf ferilinn hjá Viitorul Constanța, félagi sem Gheorghe Hagi stofnaði 2009. Hagi hefur þjálfað Viitorul Constanța síðan 2014. Þess má geta að Gheorghe Popescu, fyrrverandi samherji Hagis í rúmenska landsliðinu og hjá Barcelona, er stjórnarformaður félagsins. Hagi yngri fór til Fiorentina þar sem hann fékk fá tækifæri. Hann sneri aftur til Viitorul Constanța 2018 en fór svo til Genk í Belgíu í sumar. Hann hefur leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu í vetur. Ianis Hagi hefur leikið tíu A-landsleiki fyrir Rúmeníu og verður væntanlega í rúmenska liðinu sem kemur til Íslands í lok mars á næsta ári. Hann var í lykilhlutverki í rúmenska U-21 árs landsliðinu sem komst í undanúrslit á EM í sumar.Gheorghe Hagi í leik gegn Argentínu á HM 1994. Þar komst Rúmeníu í 8-liða úrslit.vísir/gettySvo gæti reyndar farið að Hagi-feðgarnir verði báðir á Laugardalsvellinum. Rúmenía er án landsliðsþjálfara og Gheorghe Hagi hefur verið orðaður við stöðuna. Hann stýrði rúmenska landsliðinu í fjórum leikjum 2001. Gheorghe Hagi, sem var stundum kallaður Maradona Karpatafjallanna, lék 124 landsleiki á árunum 1983-2000 og skoraði 35 mörk. Hann er markahæsti landsliðsmaður Rúmeníu ásamt Adrian Mutu. Hagi lék með rúmenska landsliðinu á þremur heimsmeistaramótum og þremur Evrópumótum. Hagi er einn fárra leikmanna sem hafa bæði leikið með Barcelona og Real Madrid. Síðustu ár ferilsins lék hann með Galatasary þar sem hann varð fjórum sinnum tyrkneskur meistari og vann Evrópukeppni félagsliða 2000.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15 Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41 Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Tottenham - Chelsea | Sex stiga Lundúnaslagur Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Sjá meira
Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15
Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41
Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38