Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2019 16:53 Ásdís Rán og Ruja Ignatova. FBL/STEFÁN/FLICKR/ONECOIN Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. Ignatova er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þetta kom fram í máli Ásdísar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Um er að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja.Sjá einnig: Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamálÁsdís Rán segist efast um að um þúsund milljarða sé að ræða en segir ljóst að um „gífurlega mikið af peningum“ hafi verið í fyrirtæki Ignatova. Hún segist þó viss um að engin svik hafi átt sér stað innan fyrirtækisins. Hún hafi verið við hlið Ignatova allan tímann og fyrirtæki hennar hafi sprungið mjög hratt út. „Ég skil alveg að fólki finnist skrítið að ég sé besta vinkona hennar en sé ekki tengd þessu,“ sagði Ásdís Rán. „En þetta er bara svona. Ég var að vinna fyrir fyrirtækið, það er alveg satt en ég tengist ekkert þessum fjársvikamálum eða skattamálum hjá fyrirtækinu sjálfu, þannig séð.“ Ásdís Rán segist hafa verið hjá Ignatova í tvo mánuði áður en hún hvarf. Nokkrum dögum eftir hún fljúgi aftur heim, hafi Ignatova horfið. Hún hafi farið í gegnum hvarf hennar hundrað sinnum í huga sínum. „Hún var orðin rosalega taugatrekkt á þessu tímabili. Þegar fólk er svona rosaleg ríkt í austur Evrópu þá er það hættulegt. Hún var búin að fá allskonar hótanir frá fólki sem vildi fá hluta af hennar peningum. Bara í stað fyrir að leyfa henni að lifa eða stunda sín viðskipti í friði. Eitthvað svoleiðis.“ Ignatova er gift þýskum lögfræðingi og á barn með honum en Ásdís segir að hjónin hafi verið í skilnaðarferli þegar hún hvarf. Ásdís segist telja líklegt að Ignatova hafi látið sig hverfa til að sleppa undan skattarannsóknum. „Þetta var orðið þannig að hún gat ekki ferðast til einhverra sérstakra landa, því hún átti alveg von á því að vera tekin á flugvellinum og sett í fangelsi þar til rannsóknin væri búin. Það gæti tekið tvö, þrjú ár og jafnvel meira og hún gæti setið í fangelsi á meðan.“ Ásdís sagðist hafa lengi verið í þeirri trú að Ignatova væri dáin en eins og áður hefur komið fram hefur hún ekki sést í rúm tvö ár. Ásdísi hafi þótt undarlegt að vinkona sín hafi ekkert reynt að hafa samband við sig. „Aðrir vilja segja mér að það sé ekki rétt. Hún hafi undirbúið að láta sig hverfa,“ sagði Ásdís en ítrekaði að þetta væru allt getgátur.Hlusta má á Ásdísi í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Búlgaría Rafmyntir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. Ignatova er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þetta kom fram í máli Ásdísar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Um er að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja.Sjá einnig: Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamálÁsdís Rán segist efast um að um þúsund milljarða sé að ræða en segir ljóst að um „gífurlega mikið af peningum“ hafi verið í fyrirtæki Ignatova. Hún segist þó viss um að engin svik hafi átt sér stað innan fyrirtækisins. Hún hafi verið við hlið Ignatova allan tímann og fyrirtæki hennar hafi sprungið mjög hratt út. „Ég skil alveg að fólki finnist skrítið að ég sé besta vinkona hennar en sé ekki tengd þessu,“ sagði Ásdís Rán. „En þetta er bara svona. Ég var að vinna fyrir fyrirtækið, það er alveg satt en ég tengist ekkert þessum fjársvikamálum eða skattamálum hjá fyrirtækinu sjálfu, þannig séð.“ Ásdís Rán segist hafa verið hjá Ignatova í tvo mánuði áður en hún hvarf. Nokkrum dögum eftir hún fljúgi aftur heim, hafi Ignatova horfið. Hún hafi farið í gegnum hvarf hennar hundrað sinnum í huga sínum. „Hún var orðin rosalega taugatrekkt á þessu tímabili. Þegar fólk er svona rosaleg ríkt í austur Evrópu þá er það hættulegt. Hún var búin að fá allskonar hótanir frá fólki sem vildi fá hluta af hennar peningum. Bara í stað fyrir að leyfa henni að lifa eða stunda sín viðskipti í friði. Eitthvað svoleiðis.“ Ignatova er gift þýskum lögfræðingi og á barn með honum en Ásdís segir að hjónin hafi verið í skilnaðarferli þegar hún hvarf. Ásdís segist telja líklegt að Ignatova hafi látið sig hverfa til að sleppa undan skattarannsóknum. „Þetta var orðið þannig að hún gat ekki ferðast til einhverra sérstakra landa, því hún átti alveg von á því að vera tekin á flugvellinum og sett í fangelsi þar til rannsóknin væri búin. Það gæti tekið tvö, þrjú ár og jafnvel meira og hún gæti setið í fangelsi á meðan.“ Ásdís sagðist hafa lengi verið í þeirri trú að Ignatova væri dáin en eins og áður hefur komið fram hefur hún ekki sést í rúm tvö ár. Ásdísi hafi þótt undarlegt að vinkona sín hafi ekkert reynt að hafa samband við sig. „Aðrir vilja segja mér að það sé ekki rétt. Hún hafi undirbúið að láta sig hverfa,“ sagði Ásdís en ítrekaði að þetta væru allt getgátur.Hlusta má á Ásdísi í Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Búlgaría Rafmyntir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Allt á áætlun en spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Sjá meira
Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28