Kjarasamningur BÍ og SA felldur í atkvæðagreiðslu Andri Eysteinsson og Sylvía Hall skrifa 26. nóvember 2019 18:10 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Vilhelm Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. Blaðamannafélag Íslands og Samtök Atvinnulífsins höfðu undirritað samninginn síðasta föstudag, 22. nóvember. Greidd voru atkvæði um samninginn í dag, 26. nóvember en 380 voru á kjörskrá. Kjörsókn var 38,7% en 147 greiddu atkvæði um samninginn. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru á þá leið að Já sögðu 36 eða 24,5%, Nei sögðu 105 eða 71,4% og auðir seðlar voru 6 eða 4,1%.Vísir/VilhelmSegir blaðamenn senda skýr skilaboð „Þetta kemur mér ekki á óvart. Þetta hefur algjörlega legið fyrir og þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem blaðamenn senda mjög skýr skilaboð til sinna atvinnurekenda að þeir vilji hófsamar breytingar á þeirra kjöri sem henta stéttinni,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. „Ég vona að þetta verði til þess að það verði hlustað á okkur og við getum sest að samningaborðinu og náð hóflegum samningum.“ Hann segir ljóst að mikil samstaða sé á meðal blaðamanna og niðurstöðurnar sýni það svart á hvítu. Kjörsókn hafi verið um 40% og um 95% þátttaka hjá þeim miðlum sem hafi verið í „átökum“. Samstaðan sé sterk þó svo að samningaviðræður hafi gengið erfiðlega. „Það þarf enginn að efast um það að það er gríðarleg samstaða á meðal blaðamanna og mikið gleðiefni, enda vita þeir að á þeim brennur eldurinn,“ segir Hjálmar. Ríkissáttasemjari hefur gefið það út að boðað verði til fundar og á Hjálmar von á því að það verði strax á morgun eða á fimmtudag. Að óbreyttu standa þær vinnustöðvanir sem frestað var í síðustu viku og verður því verkfall á netmiðlum næstkomandi föstudag og á prentmiðlum á fimmtudag í næstu viku ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma.Niðurstöðurnar vonbrigði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir niðurstöður atkvæðagreiðslunnar vera vonbrigði, staðan sem upp sé komin sé orðin alvarleg. Halldór Benjamín segir að 97% fólks á almennum vinnumarkaði hafi samið undir merkjum lífskjarasamningsins, samningsins sem blaðmenn höfnuðu í dag. Halldór segir einnig að lítil kjörsókn hafi komið honum á óvart en miðað við umræðuna hafi mátt búast við þeirri niðurstöðu sem varð. Halldór segir að nú sé boltinn hjá Blaðamannafélagi Íslands og væntir hann útspils frá BÍ á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Blaðamenn Vísis eru flestir félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Félagar í Blaðmannafélagi Íslands felldu í dag nýjan kjarasamning BÍ og SA með 71,4% atkvæða. Blaðamannafélag Íslands og Samtök Atvinnulífsins höfðu undirritað samninginn síðasta föstudag, 22. nóvember. Greidd voru atkvæði um samninginn í dag, 26. nóvember en 380 voru á kjörskrá. Kjörsókn var 38,7% en 147 greiddu atkvæði um samninginn. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru á þá leið að Já sögðu 36 eða 24,5%, Nei sögðu 105 eða 71,4% og auðir seðlar voru 6 eða 4,1%.Vísir/VilhelmSegir blaðamenn senda skýr skilaboð „Þetta kemur mér ekki á óvart. Þetta hefur algjörlega legið fyrir og þetta er í annað skiptið á skömmum tíma sem blaðamenn senda mjög skýr skilaboð til sinna atvinnurekenda að þeir vilji hófsamar breytingar á þeirra kjöri sem henta stéttinni,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, eftir að niðurstöður atkvæðagreiðslunnar lágu fyrir. „Ég vona að þetta verði til þess að það verði hlustað á okkur og við getum sest að samningaborðinu og náð hóflegum samningum.“ Hann segir ljóst að mikil samstaða sé á meðal blaðamanna og niðurstöðurnar sýni það svart á hvítu. Kjörsókn hafi verið um 40% og um 95% þátttaka hjá þeim miðlum sem hafi verið í „átökum“. Samstaðan sé sterk þó svo að samningaviðræður hafi gengið erfiðlega. „Það þarf enginn að efast um það að það er gríðarleg samstaða á meðal blaðamanna og mikið gleðiefni, enda vita þeir að á þeim brennur eldurinn,“ segir Hjálmar. Ríkissáttasemjari hefur gefið það út að boðað verði til fundar og á Hjálmar von á því að það verði strax á morgun eða á fimmtudag. Að óbreyttu standa þær vinnustöðvanir sem frestað var í síðustu viku og verður því verkfall á netmiðlum næstkomandi föstudag og á prentmiðlum á fimmtudag í næstu viku ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma.Niðurstöðurnar vonbrigði Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir niðurstöður atkvæðagreiðslunnar vera vonbrigði, staðan sem upp sé komin sé orðin alvarleg. Halldór Benjamín segir að 97% fólks á almennum vinnumarkaði hafi samið undir merkjum lífskjarasamningsins, samningsins sem blaðmenn höfnuðu í dag. Halldór segir einnig að lítil kjörsókn hafi komið honum á óvart en miðað við umræðuna hafi mátt búast við þeirri niðurstöðu sem varð. Halldór segir að nú sé boltinn hjá Blaðamannafélagi Íslands og væntir hann útspils frá BÍ á næstu dögum. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra SA. Blaðamenn Vísis eru flestir félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19 Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46 Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Hefði verið ákjósanlegt ef kjarasamningur hefði verið undirritaður við aðrar aðstæður "Það er auðvitað ánægjulegt að við höfum undirritað kjarasamning við Blaðamannafélag Íslands en það hefði verið ákjósanlegt ef það hafi gerst við aðrar aðstæður,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins. 23. nóvember 2019 14:19
Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma. 22. nóvember 2019 09:46
Hitafundur í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands Töluverður hiti er meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands sem komu saman í húsakynnum félagsins við Síðumúla klukkan tólf í dag. Tilefnið var að ráða ráðum sínum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. 22. nóvember 2019 12:56