Dæmi um að brotið hafi verið á rétti au-pair stúlkna hér á landi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2019 18:45 Töluverð fjölgun hefur orðið á útgáfu Útlendingastofnunar á au-pairleyfum á síðustu árum sérstaklega til Filippseyinga. Dæmi eru um að brotið hafi verið á rétti fólksins og hefur lögregla kannað aðstæður á heimilum þar sem fólkið dvelur. Útlendingastofnun sér um útgáfu dvalarleyfa á grundvelli vistráðninga en það eru leyfi fyrir fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til að koma hingað til lands sem au-pair.Vísir/HafsteinnÁ síðustu árum hefur umsóknum um slík leyfi fjölgað hratt. Þannig bárust á síðasta ári 129 umsóknir. Frá byrjun þessa árs og fram í september hafa borist 79 umsóknir. Af þeim leyfum sem hafa verið gefin út hafa 75 leyfi verið gefin út til Filippseyinga. „Það sem við heyrum er það að þetta séu svona orð frá orði berist á milli manna að það sé gott að vera hér og þessi hópur leitar þá hingað í kjölfarið en þessar ráðningar virðast að mestu leyti fara fram í gegnum svona samfélagsmiðla eða einstaklinga sem að þekkja til hvers annars,“ segir Þorsteinn Gunnarsson settur forstjóri Útlendingastofnunar. Þorsteinn segir að í flestum tilfellum gangi allt vel en þó séu dæmi um að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem hingað hafa komið. „Það eru þá mál þar sem viðkomandi er hugsanlega að vinna of mikið eða er ekki með réttan aðbúnað. Til dæmis hann fær ekki herbergi eins og hann á að fá samkvæmt reglugerðinni. Heldur þarf kannski að deila herbergi með börnum. Það getur verið það að hann fái ekki sína frídaga og það eru helst þannig mál sem að hafa komið upp en svo náttúrlega er þetta í ljósi þessara aðstæðna er þetta mjög jaðarsettur hópur, og getur hugsanlega, getur verið auðvelt að lenda í einhverskonar misbeitingu,“ segir Þorsteinn. Ef grunur er um brot hefur Útlendingastofnun tæki til að nýta sér. „Útlendingastofnun hefur heimildir til þess að óska eftir því við lögreglu að þeir fari að kanna aðstæður, sem við gerum ekki kerfisbundið en ef við fáum ábendingar um það að það sé eitthvað óeðlilegt í gangi þá bregðumst við við að sjálfsögðu,“ segir Þorsteinn og að þessar heimildir hafi verið nýttar og lögregla farið inn á heimili fólks til að skoða aðstæður. Filippseyjar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Töluverð fjölgun hefur orðið á útgáfu Útlendingastofnunar á au-pairleyfum á síðustu árum sérstaklega til Filippseyinga. Dæmi eru um að brotið hafi verið á rétti fólksins og hefur lögregla kannað aðstæður á heimilum þar sem fólkið dvelur. Útlendingastofnun sér um útgáfu dvalarleyfa á grundvelli vistráðninga en það eru leyfi fyrir fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til að koma hingað til lands sem au-pair.Vísir/HafsteinnÁ síðustu árum hefur umsóknum um slík leyfi fjölgað hratt. Þannig bárust á síðasta ári 129 umsóknir. Frá byrjun þessa árs og fram í september hafa borist 79 umsóknir. Af þeim leyfum sem hafa verið gefin út hafa 75 leyfi verið gefin út til Filippseyinga. „Það sem við heyrum er það að þetta séu svona orð frá orði berist á milli manna að það sé gott að vera hér og þessi hópur leitar þá hingað í kjölfarið en þessar ráðningar virðast að mestu leyti fara fram í gegnum svona samfélagsmiðla eða einstaklinga sem að þekkja til hvers annars,“ segir Þorsteinn Gunnarsson settur forstjóri Útlendingastofnunar. Þorsteinn segir að í flestum tilfellum gangi allt vel en þó séu dæmi um að brotið hafi verið á rétti einstaklinga sem hingað hafa komið. „Það eru þá mál þar sem viðkomandi er hugsanlega að vinna of mikið eða er ekki með réttan aðbúnað. Til dæmis hann fær ekki herbergi eins og hann á að fá samkvæmt reglugerðinni. Heldur þarf kannski að deila herbergi með börnum. Það getur verið það að hann fái ekki sína frídaga og það eru helst þannig mál sem að hafa komið upp en svo náttúrlega er þetta í ljósi þessara aðstæðna er þetta mjög jaðarsettur hópur, og getur hugsanlega, getur verið auðvelt að lenda í einhverskonar misbeitingu,“ segir Þorsteinn. Ef grunur er um brot hefur Útlendingastofnun tæki til að nýta sér. „Útlendingastofnun hefur heimildir til þess að óska eftir því við lögreglu að þeir fari að kanna aðstæður, sem við gerum ekki kerfisbundið en ef við fáum ábendingar um það að það sé eitthvað óeðlilegt í gangi þá bregðumst við við að sjálfsögðu,“ segir Þorsteinn og að þessar heimildir hafi verið nýttar og lögregla farið inn á heimili fólks til að skoða aðstæður.
Filippseyjar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira