Þegar Engin(n) stóð í marki Tyrkja Óskar Ófeigur Jónsson í Antalya skrifar 11. nóvember 2019 13:30 Arnór Guðjohnsen og Pétur Pétursson sem eru hér með Guðna Bergssyni, formanni KSÍ, skoruðu samanlagt sex sinnum framhjá Engin Ipekoglu í landsleik. vísir/Eyþór Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni EM á fimmtudagskvöldið og það er við hæfi að rifja upp einn eftirminnilegasta Tyrkjann sem hefur mætt Íslandi í knattspyrnulandsleik. Það gleyma fáir því sem heyrðu þegar Bjarni Felixson talaði um markvörð Tyrkja í leikjum við Íslendinga á níunda og tíunda áratugnum. Ástæðan var jú nafn hans sem kom frekar fyndið út á íslensku. Markvörðurinn heitir Engin Ipekoglu sem náði að spila 32 landsleiki fyrir Tyrki á árunum 1989 til 1999. Jú og Bjarni talaði um að það væri enginn í markinu hjá Tyrkjum. Tveir fyrstu leikir hans á móti Íslendingum enduðu líka ekki vel fyrir Engin Ipekoglu. Sá fyrri var haustið 1989 og sá síðari sumarið 1991. Báðir leikirnir fóru fram á Laugardalsvellinum. Fyrsti leikurinn á móti Íslandi var fjórði landsleikur Engin Ipekoglu á ferlinum og var í undankeppni HM 1990 og fór fram á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Hvorugt liðið átti lengur möguleika á að komast áfram. Pétur Pétursson kom þarna aftur inn í íslenska landsliðið eftir tveggja ára fjarveru og kom íslenska liðinu í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 25 mínútunum í seinni hálfleik. Tyrkir minnkuðu muninn fimm mínútum fyrir leikslok en Ísland vann. Tæpum tveimur árum seinna var Engin Ipekoglu aftur mættur til Íslands og nú til að spila vináttulandsleik á Laugardalsvellinum 17. júlí 1991. Engin var búinn að fá mark á sig eftir tvær mínútur þegar Sigurður Grétarsson skoraði en það var bara byrjunin. Tyrkir jöfnuðu en svo skoraði Arnór Guðjohnsen fernu á 38 á mínútum eða frá 26. til 64. mínútu. Íslenska landsliðið vann leikinn 5-1 og Arnór var aðeins annar leikmaður í sögunni sem skorar fernu í leik með íslenska landsliðinu. Engin Ipekoglu fékk reyndar uppreisn æru 12. október 1994. Tyrkir unnu þá 5-0 stórsigur á íslenska landsliðinu og Engin var í markinu. Hann var tekinn af velli á 86. mínútu en tókst loksins að halda hreinu á móti Íslandi. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni EM á fimmtudagskvöldið og það er við hæfi að rifja upp einn eftirminnilegasta Tyrkjann sem hefur mætt Íslandi í knattspyrnulandsleik. Það gleyma fáir því sem heyrðu þegar Bjarni Felixson talaði um markvörð Tyrkja í leikjum við Íslendinga á níunda og tíunda áratugnum. Ástæðan var jú nafn hans sem kom frekar fyndið út á íslensku. Markvörðurinn heitir Engin Ipekoglu sem náði að spila 32 landsleiki fyrir Tyrki á árunum 1989 til 1999. Jú og Bjarni talaði um að það væri enginn í markinu hjá Tyrkjum. Tveir fyrstu leikir hans á móti Íslendingum enduðu líka ekki vel fyrir Engin Ipekoglu. Sá fyrri var haustið 1989 og sá síðari sumarið 1991. Báðir leikirnir fóru fram á Laugardalsvellinum. Fyrsti leikurinn á móti Íslandi var fjórði landsleikur Engin Ipekoglu á ferlinum og var í undankeppni HM 1990 og fór fram á Laugardalsvellinum 20. september 1989. Hvorugt liðið átti lengur möguleika á að komast áfram. Pétur Pétursson kom þarna aftur inn í íslenska landsliðið eftir tveggja ára fjarveru og kom íslenska liðinu í 2-0 með tveimur mörkum á fyrstu 25 mínútunum í seinni hálfleik. Tyrkir minnkuðu muninn fimm mínútum fyrir leikslok en Ísland vann. Tæpum tveimur árum seinna var Engin Ipekoglu aftur mættur til Íslands og nú til að spila vináttulandsleik á Laugardalsvellinum 17. júlí 1991. Engin var búinn að fá mark á sig eftir tvær mínútur þegar Sigurður Grétarsson skoraði en það var bara byrjunin. Tyrkir jöfnuðu en svo skoraði Arnór Guðjohnsen fernu á 38 á mínútum eða frá 26. til 64. mínútu. Íslenska landsliðið vann leikinn 5-1 og Arnór var aðeins annar leikmaður í sögunni sem skorar fernu í leik með íslenska landsliðinu. Engin Ipekoglu fékk reyndar uppreisn æru 12. október 1994. Tyrkir unnu þá 5-0 stórsigur á íslenska landsliðinu og Engin var í markinu. Hann var tekinn af velli á 86. mínútu en tókst loksins að halda hreinu á móti Íslandi.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira