Jöklastelpan Steinunn Sigurðar heimsækir Höfn Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 08:00 Steinunn hefur búið í Stokkhólmi, Dublin, Frakklandi, Berlín og nú í Strassborg, en Vatnajökull stendur hjarta hennar nærri. Fréttablaðið/Anton Brink Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur og skáld, ætlar í heimsókn til Hafnar næsta föstudag, 15. nóvember. Hún hefur í farteskinu jöklabálkinn Dimmumót sem hún gaf út nýlega, um leið og hún fagnaði fimmtíu ára rithöfundarafmæli. Í bókinni er jökullinn hennar, Vatnajökull, í forgrunni og hún fjallar þar um hann í fortíð, nútíð og framtíð. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands mun halda málþing um bókina Dimmumót þennan dag, milli klukkan 16 og 18. Það verður í Nýheimum og samkvæmt fréttatilkynningu eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þar mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjalla um jöklaskáldskap Steinunnar undir yfirskriftinni: Forni ljóminn – bláljósahvelið. Eiginmaður hennar, Þorvarður Árnason, umhverfis- og náttúrufræðingur, talar um listina að mynda jökla og verður með myndasýningu og Steinunn sjálf mun flytja erindi sem hún nefnir Vatna-Jökull á dimmumótum - og lesa upp úr nýju bókinni. Eftir erindin verður boðið upp á kaffi og Steinunn áritar bækur. Náttúra Íslands hefur lengi verið veigamikill þáttur í ritmennsku Steinunnar og hún hefur látið náttúruvernd og loftslagsmál til sín taka á ýmsum vettvangi. Dimmumót, er bálkur um hörfandi Vatnajökul, veröld sem var og verður. Þess má geta að Steinunn á heiðurinn af nýyrðinu hamfarahlýnun, sem nú hefur fest sig í sessi. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Hornafjörður Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Steinunn Sigurðardóttir, rithöfundur og skáld, ætlar í heimsókn til Hafnar næsta föstudag, 15. nóvember. Hún hefur í farteskinu jöklabálkinn Dimmumót sem hún gaf út nýlega, um leið og hún fagnaði fimmtíu ára rithöfundarafmæli. Í bókinni er jökullinn hennar, Vatnajökull, í forgrunni og hún fjallar þar um hann í fortíð, nútíð og framtíð. Rannsóknarsetur Háskóla Íslands mun halda málþing um bókina Dimmumót þennan dag, milli klukkan 16 og 18. Það verður í Nýheimum og samkvæmt fréttatilkynningu eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þar mun Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fjalla um jöklaskáldskap Steinunnar undir yfirskriftinni: Forni ljóminn – bláljósahvelið. Eiginmaður hennar, Þorvarður Árnason, umhverfis- og náttúrufræðingur, talar um listina að mynda jökla og verður með myndasýningu og Steinunn sjálf mun flytja erindi sem hún nefnir Vatna-Jökull á dimmumótum - og lesa upp úr nýju bókinni. Eftir erindin verður boðið upp á kaffi og Steinunn áritar bækur. Náttúra Íslands hefur lengi verið veigamikill þáttur í ritmennsku Steinunnar og hún hefur látið náttúruvernd og loftslagsmál til sín taka á ýmsum vettvangi. Dimmumót, er bálkur um hörfandi Vatnajökul, veröld sem var og verður. Þess má geta að Steinunn á heiðurinn af nýyrðinu hamfarahlýnun, sem nú hefur fest sig í sessi.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Hornafjörður Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira