„Vöndum til verka“ – hópuppsagnir og jafnréttismál Alfreð kynnir 13. nóvember 2019 15:00 Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs í Háskólanum í Reykjavík og félagsmaður í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi. Mannauður Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá HR, er gestur Unnar í hlaðvarpinu „Á mannauðsmáli“. Sigríður Elín, sem alltaf er kölluð Ella Sigga, hóf feril sinn í mannauðsmálum hjá Íslenskri erfðagreiningu árið 2000. Ella Sigga starfaði hjá ÍE í 14 ár og á þessum árum tókst hún, og hennar teymi, á við miklar breytingar hjá fyrirtækinu, þar á meðal gríðarlega stækkun á fyrstu árum þess og síðar samdrátt. Ella Sigga þurfti því snemma á ferlinum að takast á við erfið mál líkt og hópuppsagnir, launa- og ráðningafrost. Í spjalli sínu við Unni fer Ella Sigga yfir hvað þarf að hafa í huga í aðstæðum sem þessum, hvernig undirbúa megi stjórnendur sem þurfa að segja upp fólki, mikilvægi ráðgjafar til starfsfólks sem missir vinnuna og hvernig má hlúa að þeim sem eftir eru. Klippa: Á mannauðsmáli - Sigríður E. Guðlaugsdóttir hjá HR Jafnréttismál eru Ellu Siggu afar hugleikin og er núverandi vinnustaður hennar, HR, öflugur í þeim málaflokki. Þar hefur til að mynda verið stofnuð jafnréttisnefnd sem hefur það hlutverk að koma með hugmyndir að jafnréttisverkefnum, gerir skýrslur um stöðu mála og veita aðhald. Ella Sigga kemur inn á að aðilar sem veljast í slíka nefnd þurfi að veljast út frá áhuga og að reyna þurfi eftir fremsta megni að hafa kynjahlutfall nefndarinnar jafnt. Þá kemur Ella Sigga einnig með nokkur góð ráð til fyrirtækja sem vilja auka jafnrétti á sínum vinnustað. Að lokum taka Ella Sigga og Unnur umræðu um #metoo byltinguna og jákvæð áhrif hennar á fyrirtæki. Mikilvægi þess að fólk vandi sig í samskiptum og átti sig á því að það sem sagt og gert er hefur áhrif á umhverfið, þ.e. hvernig allir bera ábyrgð á því að búa til vinnustað þar sem starfsfólki líður vel og er öruggt. Jafnréttismál MeToo Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira
Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og gæða hjá HR, er gestur Unnar í hlaðvarpinu „Á mannauðsmáli“. Sigríður Elín, sem alltaf er kölluð Ella Sigga, hóf feril sinn í mannauðsmálum hjá Íslenskri erfðagreiningu árið 2000. Ella Sigga starfaði hjá ÍE í 14 ár og á þessum árum tókst hún, og hennar teymi, á við miklar breytingar hjá fyrirtækinu, þar á meðal gríðarlega stækkun á fyrstu árum þess og síðar samdrátt. Ella Sigga þurfti því snemma á ferlinum að takast á við erfið mál líkt og hópuppsagnir, launa- og ráðningafrost. Í spjalli sínu við Unni fer Ella Sigga yfir hvað þarf að hafa í huga í aðstæðum sem þessum, hvernig undirbúa megi stjórnendur sem þurfa að segja upp fólki, mikilvægi ráðgjafar til starfsfólks sem missir vinnuna og hvernig má hlúa að þeim sem eftir eru. Klippa: Á mannauðsmáli - Sigríður E. Guðlaugsdóttir hjá HR Jafnréttismál eru Ellu Siggu afar hugleikin og er núverandi vinnustaður hennar, HR, öflugur í þeim málaflokki. Þar hefur til að mynda verið stofnuð jafnréttisnefnd sem hefur það hlutverk að koma með hugmyndir að jafnréttisverkefnum, gerir skýrslur um stöðu mála og veita aðhald. Ella Sigga kemur inn á að aðilar sem veljast í slíka nefnd þurfi að veljast út frá áhuga og að reyna þurfi eftir fremsta megni að hafa kynjahlutfall nefndarinnar jafnt. Þá kemur Ella Sigga einnig með nokkur góð ráð til fyrirtækja sem vilja auka jafnrétti á sínum vinnustað. Að lokum taka Ella Sigga og Unnur umræðu um #metoo byltinguna og jákvæð áhrif hennar á fyrirtæki. Mikilvægi þess að fólk vandi sig í samskiptum og átti sig á því að það sem sagt og gert er hefur áhrif á umhverfið, þ.e. hvernig allir bera ábyrgð á því að búa til vinnustað þar sem starfsfólki líður vel og er öruggt.
Jafnréttismál MeToo Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira