Moldóvar á þriðja þjálfara í þessari undankeppni Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar 17. nóvember 2019 14:45 Engin Firat tekur hringinn með sínum mönnum fyrir leikinn á móti Frökkum í París. Getty/Xavier Laine Eitt heitasta þjálfarasætið í boltanum virðist vera hjá næstu mótherjum Íslands í undankeppni EM. Ísland mætir Moldóvu í kvöld. Moldóvska knattspyrnusambandið hefur nefnilega skipt tvisvar sinnum um þjálfara landsliðsins síns síðan að undankeppni EM 2020 hófst í mars. Alexandru Spiridon var þjálfari landsliðs Moldóvu þegar undankeppni hófst í marsmánuði. Hann hafði verið þjálfari liðsins frá 2018 en var einnig landsliðsþjálfari á árinu 2001. Spiridon stýrði liðinu í fyrstu fjórum leikjunum þar á meðal í 1-0 sigri á Andorra en í þeim síðasta undir hans stjórn tapaði liðið 2-0 á útivelli á móti Albaníu. Það var ekki gengið sem felldi Alexandru Spiridon heldur varð hálfgerð uppreisn innan liðsins vegna óánægju með hans störf. Nokkrir leikmenn neituðu þannig að spila með landsliðinu á meðan hann var þjálfari. Moldóvar ákváðu þá að skipta um þjálfara. Úkraínumaðurinn Semen Altman stýrði landsliði Moldóvu í fyrsta sinn í tapinu á Laugardalsvellinum í júní en fékk síðan aðeins þrjá leiki til viðbótar. Semen Altman var rekinn eftir 4-0 tap á heimavelli á móti Albaníu 14. október síðastliðinn. Moldóvar höfðu tapað öllum fjórum leikjunun undir stjórn og markatalan í þeim var -12. Liðið náði ekki að skora eitt einasta mark ekki einu sinni í leiknum á móti Andorra sem tapaðist 1-0. Engin Firat fékk það verkefni að klára þessa undankeppnina og liðið stóð vel í Frökkum í fyrsta leik hans sem þjálfara. Moldóvar komust í 1-0 á móti Frökkum á Stade de France í Saint-Denis en heimsmeistararnir tryggðu sér nauman 2-1 sigur. Þessi fyrsti leikur liðsins undir stjórn Engin Firat var besti leikur liðsins í langan tíma og sýnir íslensku strákunum að moldóvska liðið er sýnd veiði en ekki gefin. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Eitt heitasta þjálfarasætið í boltanum virðist vera hjá næstu mótherjum Íslands í undankeppni EM. Ísland mætir Moldóvu í kvöld. Moldóvska knattspyrnusambandið hefur nefnilega skipt tvisvar sinnum um þjálfara landsliðsins síns síðan að undankeppni EM 2020 hófst í mars. Alexandru Spiridon var þjálfari landsliðs Moldóvu þegar undankeppni hófst í marsmánuði. Hann hafði verið þjálfari liðsins frá 2018 en var einnig landsliðsþjálfari á árinu 2001. Spiridon stýrði liðinu í fyrstu fjórum leikjunum þar á meðal í 1-0 sigri á Andorra en í þeim síðasta undir hans stjórn tapaði liðið 2-0 á útivelli á móti Albaníu. Það var ekki gengið sem felldi Alexandru Spiridon heldur varð hálfgerð uppreisn innan liðsins vegna óánægju með hans störf. Nokkrir leikmenn neituðu þannig að spila með landsliðinu á meðan hann var þjálfari. Moldóvar ákváðu þá að skipta um þjálfara. Úkraínumaðurinn Semen Altman stýrði landsliði Moldóvu í fyrsta sinn í tapinu á Laugardalsvellinum í júní en fékk síðan aðeins þrjá leiki til viðbótar. Semen Altman var rekinn eftir 4-0 tap á heimavelli á móti Albaníu 14. október síðastliðinn. Moldóvar höfðu tapað öllum fjórum leikjunun undir stjórn og markatalan í þeim var -12. Liðið náði ekki að skora eitt einasta mark ekki einu sinni í leiknum á móti Andorra sem tapaðist 1-0. Engin Firat fékk það verkefni að klára þessa undankeppnina og liðið stóð vel í Frökkum í fyrsta leik hans sem þjálfara. Moldóvar komust í 1-0 á móti Frökkum á Stade de France í Saint-Denis en heimsmeistararnir tryggðu sér nauman 2-1 sigur. Þessi fyrsti leikur liðsins undir stjórn Engin Firat var besti leikur liðsins í langan tíma og sýnir íslensku strákunum að moldóvska liðið er sýnd veiði en ekki gefin.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira