Óttast blóðbað í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 22:50 Mótmælandi handtekinn í áhlaupi lögreglu. AP/Kin Cheung Lögregluþjónar hafa ráðist til atlögu gegn mótmælendum sem haldið hafa til í tækniháskóla í Hong Kong síðustu daga. Umsátursástand ríkir þar og hefur lögreglan beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum sem hafa svarað með eldsprengjum og örvum. Umfangsmiklir eldar loga í skólanum en mótmælendur báru eld að inngangi skólans þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu.Fyrr í kvöld særðist einn lögregluþjónn sem fékk ör í gegnum kálfann. Lögreglan hafði hótað því að beita skotvopnum gegn mótmælendum ef þeir hættu ekki að skjóta örvum að þeim.Sjá einnig: Skutu lögreglumann með boga og kveiktu eld á brúNú er kominn morgunn í Hong Kong og hafa íbúar orðið varir við mikinn reyk bera frá skólanum.Massive plume of black smoke rising over #PolyU campus. #HongKongProtests#livepic.twitter.com/9HjQYlsmnm — Jeffrey Timmermans (@jtimmermans) November 17, 2019 Aukin harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Lögreglan sakar mótmælendur um aukið ofbeldi en mótmælendur segjast vera að bregðast við aukinni hörku lögreglu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi. Eins og áður segir hafa mótmælendur haldið til í skólanum um nokkurra daga skeið. Á þeim víggirtu þeir skólann og undirbjuggu hann fyrir atlögu lögregluþjóna. Fyrir innan inngang skólans höfðu mótmælendur sett upp skjólveggi. Í fyrstu höfðu þeir þó verið fyrir utan skólann en þegar lögreglan kom aftan að þeim flúðu mótmælendurnir inn í skólann af ótta við að lenda í gildru lögregluþjóna.Poly U entrance in flames as riot police try to storm in #HK#HongKongProtests#StandwithHongKongpic.twitter.com/egcKyS4X5j — James Pomfret (@jamespomfret) November 17, 2019 Reuters segir lögreglu búna að loka öllum vegum að skólanum. Þúsundir annarra mótmælenda og íbúa reyndu í kvöld að komast til skólans og hjálpa eða bjarga mótmælendunum sem eru umkringdir þar. Óttast er að umsátrið endi í blóðbaði.Þar eru fjölmargir mótmælendur sagðir vera með brunasár frá efnum sem eru í vatninu í vatnsbyssum lögreglu. Einn mótmælandi sagði Reuters að þau þyrftu að halda aftur af lögreglu til morguns og þá myndi aðstoð berast. Hong Kong Kína Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Lögregluþjónar hafa ráðist til atlögu gegn mótmælendum sem haldið hafa til í tækniháskóla í Hong Kong síðustu daga. Umsátursástand ríkir þar og hefur lögreglan beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum sem hafa svarað með eldsprengjum og örvum. Umfangsmiklir eldar loga í skólanum en mótmælendur báru eld að inngangi skólans þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu.Fyrr í kvöld særðist einn lögregluþjónn sem fékk ör í gegnum kálfann. Lögreglan hafði hótað því að beita skotvopnum gegn mótmælendum ef þeir hættu ekki að skjóta örvum að þeim.Sjá einnig: Skutu lögreglumann með boga og kveiktu eld á brúNú er kominn morgunn í Hong Kong og hafa íbúar orðið varir við mikinn reyk bera frá skólanum.Massive plume of black smoke rising over #PolyU campus. #HongKongProtests#livepic.twitter.com/9HjQYlsmnm — Jeffrey Timmermans (@jtimmermans) November 17, 2019 Aukin harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Lögreglan sakar mótmælendur um aukið ofbeldi en mótmælendur segjast vera að bregðast við aukinni hörku lögreglu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi. Eins og áður segir hafa mótmælendur haldið til í skólanum um nokkurra daga skeið. Á þeim víggirtu þeir skólann og undirbjuggu hann fyrir atlögu lögregluþjóna. Fyrir innan inngang skólans höfðu mótmælendur sett upp skjólveggi. Í fyrstu höfðu þeir þó verið fyrir utan skólann en þegar lögreglan kom aftan að þeim flúðu mótmælendurnir inn í skólann af ótta við að lenda í gildru lögregluþjóna.Poly U entrance in flames as riot police try to storm in #HK#HongKongProtests#StandwithHongKongpic.twitter.com/egcKyS4X5j — James Pomfret (@jamespomfret) November 17, 2019 Reuters segir lögreglu búna að loka öllum vegum að skólanum. Þúsundir annarra mótmælenda og íbúa reyndu í kvöld að komast til skólans og hjálpa eða bjarga mótmælendunum sem eru umkringdir þar. Óttast er að umsátrið endi í blóðbaði.Þar eru fjölmargir mótmælendur sagðir vera með brunasár frá efnum sem eru í vatninu í vatnsbyssum lögreglu. Einn mótmælandi sagði Reuters að þau þyrftu að halda aftur af lögreglu til morguns og þá myndi aðstoð berast.
Hong Kong Kína Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira