Mæður sem missa börn sín margfalt líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. nóvember 2019 19:30 Mæður sem missa börn sín eru þrjátíu til sextíu prósent líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt en aðrar konur. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar. Síðustu þrjú ár hafa vísindamenn rannsakað dauðsföll meðal kvenna sem misst hafa barn og spannar rannsóknin tvær aldir. Borin var saman dánartíðni tæplega 48 þúsund foreldra sem misstu barn við dánartíðni systkina þeirra sem ekki upplifðu slíkan harmleik.Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.FBL/Stefán„Við sjáum að mæður hafa allan þennan tíma í yfir tvö hundruð ár átt í aukinni áhættu á ótímabærum dauðsföllum, þar að segja dauðsföllum fyrir fimmtugt, eftir barnsmissi. Við erum að tala um að dánartíðni mæðra er á bilinu þrjátíu og sex prósent aukning á dánartíðni á öllu tímabilinu, það flakkar á milli þrjátíu til sextíu prósent,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Kára Stefánssyni þykir merkilegast að barnsmissir virðist hafa haft sömu áhrif á mæður á 19 öld og í dag, þrátt fyrir að missir hafi þá verið mun algengari og hátt í 60 prósent foreldra upplifðað hann. „Kenningar félagsfræðinga um að mæður á þessum tíma mynduðu lítil tilfinningaleg tengsl við börn sín til að verja sig fyrir mögulegum barnsmissi eru bara rangar. Þessi sterku tilfinningalegu tengsl móður við barn virðast vera meðfædd, eitthvað sem þær ráða ekki við,“ segir Kári Stefánsson.Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild HÍSamskonar tengsl fundust ekki hjá feðrum. Þó var dánartíðni feðra eftir barnsmissi aukin eftir fimmtugt hjá þeim sem fæddir voru eftir 1930. „Við vitum að það geta þróast geðsjúkdómar í kjölfarið, áfallasteyturöskun og þunglyndi getur haft áhrif á lífslíkur fólks,“ segir Unnur. Þunglyndi geti haft áhrif á hjarta og æðasjúkdóma. „En það er líka auðvitað breyttur lífstíll. Maður hefur ekki tök á að hugsa um sig á sama hátt og manneskja sem er áfallalaus. Og einnig auðvitað ónáttúruleg dauðsföll, eins og sjálfsvíg,“ segir Unnur. Í sumum samfélögum er barnadauði enn mjög hár. „Þess vegna ber að hlúa mikið að þessu fólki í þróunarsamfélögum og fólki í þróuðum samfélögum,“ segir Unnur. Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Mæður sem missa börn sín eru þrjátíu til sextíu prósent líklegri til að falla frá fyrir fimmtugt en aðrar konur. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við Háskóla Íslands og Íslenskrar erfðagreiningar. Síðustu þrjú ár hafa vísindamenn rannsakað dauðsföll meðal kvenna sem misst hafa barn og spannar rannsóknin tvær aldir. Borin var saman dánartíðni tæplega 48 þúsund foreldra sem misstu barn við dánartíðni systkina þeirra sem ekki upplifðu slíkan harmleik.Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.FBL/Stefán„Við sjáum að mæður hafa allan þennan tíma í yfir tvö hundruð ár átt í aukinni áhættu á ótímabærum dauðsföllum, þar að segja dauðsföllum fyrir fimmtugt, eftir barnsmissi. Við erum að tala um að dánartíðni mæðra er á bilinu þrjátíu og sex prósent aukning á dánartíðni á öllu tímabilinu, það flakkar á milli þrjátíu til sextíu prósent,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Kára Stefánssyni þykir merkilegast að barnsmissir virðist hafa haft sömu áhrif á mæður á 19 öld og í dag, þrátt fyrir að missir hafi þá verið mun algengari og hátt í 60 prósent foreldra upplifðað hann. „Kenningar félagsfræðinga um að mæður á þessum tíma mynduðu lítil tilfinningaleg tengsl við börn sín til að verja sig fyrir mögulegum barnsmissi eru bara rangar. Þessi sterku tilfinningalegu tengsl móður við barn virðast vera meðfædd, eitthvað sem þær ráða ekki við,“ segir Kári Stefánsson.Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor við læknadeild HÍSamskonar tengsl fundust ekki hjá feðrum. Þó var dánartíðni feðra eftir barnsmissi aukin eftir fimmtugt hjá þeim sem fæddir voru eftir 1930. „Við vitum að það geta þróast geðsjúkdómar í kjölfarið, áfallasteyturöskun og þunglyndi getur haft áhrif á lífslíkur fólks,“ segir Unnur. Þunglyndi geti haft áhrif á hjarta og æðasjúkdóma. „En það er líka auðvitað breyttur lífstíll. Maður hefur ekki tök á að hugsa um sig á sama hátt og manneskja sem er áfallalaus. Og einnig auðvitað ónáttúruleg dauðsföll, eins og sjálfsvíg,“ segir Unnur. Í sumum samfélögum er barnadauði enn mjög hár. „Þess vegna ber að hlúa mikið að þessu fólki í þróunarsamfélögum og fólki í þróuðum samfélögum,“ segir Unnur.
Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira