Á góðri leið með að verða fyrsta mamman til að keppa á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 23:00 Kara Saunders með stelpuna sína. Mynd/Instagram/karasaundo Kara Saunders ætlar sér að skrifa söguna á heimsleikunum í CrossFit á næsta ári. Hin ástralska Kara Saunders er að standa sig vel í CrossFit Open í ár og er á mjög góðri leið með að vinna sér þátttökurétt á heimsleikunum í Madison í ágúst 2020. Kara Saunders hefur keppt á sjö heimsleikum til þessa og var meðal sjö efstu kvenna á fjórum heimsleikum í röð frá 2015 til 2018 þar á meðal í öðru sæti 2017. Kara keppti ekki á leikunum í ár enda með hina fullkomna afsökun. Hún var í barneignarfríi. Kara Saunders eignaðist Scotti fyrir aðeins fimm mánuðum síðan en er engu að síður kominn í frábært form eins og hún hefur sýnst í fyrstu þremur hlutunum í CrossFit Open. Kara Saunders er eins og er í 23. sæti meðal CrossFit kvennanna eftir 20.3 en í fyrra komust 35 efstu konurnar áfram. Þetta lítur því mjög vel út hjá nýju mömmunni.Með því að tryggja sig inn á heimsleikana yrði hún fyrsta konan til að taka þátt í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit. Kara Saunders er líka í baráttu um landstitil Ástrala en þar er hún reyndar að keppa við þrefaldan heimsmeistara, Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey er með fimm stiga forskot eftir þrjá fyrstu hlutana af fimm. „Ég var með engar væntingar varðandi The Open enda átti ég mitt fyrsta barn fyrir aðeins fimm mánuðum,“ sagði Kara Saunders í viðtali við Morning Chalk Up.“She’s back! … This is (Kara Saunders’) first Open since giving birth, leaving many of us wondering how she’s approaching it and whether she’s trying to make it back to the Games.” —@TheWODLifehttps://t.co/A0pj5TIq2X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2019 „Ég hins vegar áttaði mig fljótt á því að ég er bara tengd á einn hátt. Ég þekki það ekki að dýfa litlu dá í. Ég elska að keppa og lét bara vaða á fullu,“ sagði Kara Saunders. Kara Saunders náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2018 en lét síðan vita af því fyrir Open í fyrra að hún og maðurinn hennar, Matt, ættu von á sínu fyrsta barni. Dóttirin Scotti Madison fæddist síðan í maí. „Ég hef ekki tekið neina áhættu eða gert eitthvað óskynsamlegt. Ég hef aftur á móti tekið vel á því og reynt mitt besta. Það kom mér á óvart hversu langt ég er komin á þessum tímapunkti en ég hefði heldur ekki sætt mig við neitt minna,“ sagði Kara Saunders í viðtalinu við Morning Chalk Up. CrossFit Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira
Kara Saunders ætlar sér að skrifa söguna á heimsleikunum í CrossFit á næsta ári. Hin ástralska Kara Saunders er að standa sig vel í CrossFit Open í ár og er á mjög góðri leið með að vinna sér þátttökurétt á heimsleikunum í Madison í ágúst 2020. Kara Saunders hefur keppt á sjö heimsleikum til þessa og var meðal sjö efstu kvenna á fjórum heimsleikum í röð frá 2015 til 2018 þar á meðal í öðru sæti 2017. Kara keppti ekki á leikunum í ár enda með hina fullkomna afsökun. Hún var í barneignarfríi. Kara Saunders eignaðist Scotti fyrir aðeins fimm mánuðum síðan en er engu að síður kominn í frábært form eins og hún hefur sýnst í fyrstu þremur hlutunum í CrossFit Open. Kara Saunders er eins og er í 23. sæti meðal CrossFit kvennanna eftir 20.3 en í fyrra komust 35 efstu konurnar áfram. Þetta lítur því mjög vel út hjá nýju mömmunni.Með því að tryggja sig inn á heimsleikana yrði hún fyrsta konan til að taka þátt í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit. Kara Saunders er líka í baráttu um landstitil Ástrala en þar er hún reyndar að keppa við þrefaldan heimsmeistara, Tiu-Clair Toomey. Tia-Clair Toomey er með fimm stiga forskot eftir þrjá fyrstu hlutana af fimm. „Ég var með engar væntingar varðandi The Open enda átti ég mitt fyrsta barn fyrir aðeins fimm mánuðum,“ sagði Kara Saunders í viðtali við Morning Chalk Up.“She’s back! … This is (Kara Saunders’) first Open since giving birth, leaving many of us wondering how she’s approaching it and whether she’s trying to make it back to the Games.” —@TheWODLifehttps://t.co/A0pj5TIq2X — The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 23, 2019 „Ég hins vegar áttaði mig fljótt á því að ég er bara tengd á einn hátt. Ég þekki það ekki að dýfa litlu dá í. Ég elska að keppa og lét bara vaða á fullu,“ sagði Kara Saunders. Kara Saunders náði fjórða sætinu á heimsleikunum 2018 en lét síðan vita af því fyrir Open í fyrra að hún og maðurinn hennar, Matt, ættu von á sínu fyrsta barni. Dóttirin Scotti Madison fæddist síðan í maí. „Ég hef ekki tekið neina áhættu eða gert eitthvað óskynsamlegt. Ég hef aftur á móti tekið vel á því og reynt mitt besta. Það kom mér á óvart hversu langt ég er komin á þessum tímapunkti en ég hefði heldur ekki sætt mig við neitt minna,“ sagði Kara Saunders í viðtalinu við Morning Chalk Up.
CrossFit Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Valur í kjörstöðu gegn ÍR „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Gylfi valdið mestum vonbrigðum NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers Haraldur tekur við Fram af Rakel Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Sjá meira