Langar til að verða hundrað ára gömul Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 2. nóvember 2019 12:13 "Okkur langaði að skapa stað sem er kúl og við hugsum um öll smáatriði,“ segir Manuela Ósk. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við erum búin að vera að vinna í þessu saman í heilt ár. Þetta hefur í raun verið frekar langt leyndarmál. Ég hef lítið talað beint út um þetta, því ég er þannig týpa að ég vil ekki tala um eitthvað fyrr en það er helst búið að opna. Það er sameiginlegur vinur sem leiddi okkur þrjú saman, mig, Arnar Arinbjarnarson og Snorra Marteinsson. Hann sá að við höfðum öll það sameiginlega áhugamál að okkur langar öll að verða hundrað og eitthvað ára og líta ótrúlega vel út,“ segir athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir. Þau hafa nú stofnað í Faxafeninu nokkurs konar heilsumiðstöð sem hlotið hefur nafnið Even labs. „Við vorum alveg ótrúlega lengi að finna nafnið. Svo kom þetta til okkar, við erum með sjö mismunandi meðferðir og því tengdum við það við „seven“. Svo snýst þetta mikið um að ná jafnvægi í líkamanum og þá kom til okkar að nefna hana „even“, sem þýðir jafnvægi og jafnt flæði og er auðvitað inni í orðinu „seven“.“ Hún segir að þau hafi öll verið með mismunandi meðferðir í huga sem þau langaði að bjóða upp á. „Þetta er ekkert líkt snyrtistofum, það er allt annar andi. Þessar meðferðir eru flestar til dæmis mjög góðar fyrir íþróttafólk sem er að reyna að ná sér, en líka fyrir fólk sem stundar mikla líkamsrækt. Við erum búin að stúdera mikið hvað það er sem við getum nýtt til að lifa lengur, sofa betur og að blóðið flæði betur,“ segir Manuela. Hún segist hafa kynnst mörgum af meðferðunum þegar hún bjó í Los Angeles. „Ég er alveg forfallinn aðdáandi margra þeirra. Það er líka algjör upplifun að koma á svona stofu, heildarupplifunin á að vera geggjuð. Okkur langaði að skapa stað sem er kúl og við hugsum um öll smáatriði.“ Even labs var opnað í gær en dagsetningin á stóran þátt í því. „Við buðum vinum og vandamönnum að skoða fyrst. Ég er talnaspekiperri og fannst mikilvægt að opna 01.11. Svo er föstudagur til fjár auðvitað. En formleg opnun verður á mánudaginn.“ Seinna í nóvember mun Manuela taka þátt í Allir geta dansað, en þættirnir eru sýndir á Stöð 2. „Ég er alveg við það að deyja úr stressi, þannig það sé alveg á hreinu. Við fáum ekki að vita hver fyrsti dansinn okkar er fyrr en núna á sunnudaginn. Þannig að Jón Eyþór hefur bara verið að kenna mér grunninn í öllum dönsunum. Þetta hefur verið þrusugott samstarf,“ segir Manuela. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Even labs á evenlabs.is. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
Við erum búin að vera að vinna í þessu saman í heilt ár. Þetta hefur í raun verið frekar langt leyndarmál. Ég hef lítið talað beint út um þetta, því ég er þannig týpa að ég vil ekki tala um eitthvað fyrr en það er helst búið að opna. Það er sameiginlegur vinur sem leiddi okkur þrjú saman, mig, Arnar Arinbjarnarson og Snorra Marteinsson. Hann sá að við höfðum öll það sameiginlega áhugamál að okkur langar öll að verða hundrað og eitthvað ára og líta ótrúlega vel út,“ segir athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir. Þau hafa nú stofnað í Faxafeninu nokkurs konar heilsumiðstöð sem hlotið hefur nafnið Even labs. „Við vorum alveg ótrúlega lengi að finna nafnið. Svo kom þetta til okkar, við erum með sjö mismunandi meðferðir og því tengdum við það við „seven“. Svo snýst þetta mikið um að ná jafnvægi í líkamanum og þá kom til okkar að nefna hana „even“, sem þýðir jafnvægi og jafnt flæði og er auðvitað inni í orðinu „seven“.“ Hún segir að þau hafi öll verið með mismunandi meðferðir í huga sem þau langaði að bjóða upp á. „Þetta er ekkert líkt snyrtistofum, það er allt annar andi. Þessar meðferðir eru flestar til dæmis mjög góðar fyrir íþróttafólk sem er að reyna að ná sér, en líka fyrir fólk sem stundar mikla líkamsrækt. Við erum búin að stúdera mikið hvað það er sem við getum nýtt til að lifa lengur, sofa betur og að blóðið flæði betur,“ segir Manuela. Hún segist hafa kynnst mörgum af meðferðunum þegar hún bjó í Los Angeles. „Ég er alveg forfallinn aðdáandi margra þeirra. Það er líka algjör upplifun að koma á svona stofu, heildarupplifunin á að vera geggjuð. Okkur langaði að skapa stað sem er kúl og við hugsum um öll smáatriði.“ Even labs var opnað í gær en dagsetningin á stóran þátt í því. „Við buðum vinum og vandamönnum að skoða fyrst. Ég er talnaspekiperri og fannst mikilvægt að opna 01.11. Svo er föstudagur til fjár auðvitað. En formleg opnun verður á mánudaginn.“ Seinna í nóvember mun Manuela taka þátt í Allir geta dansað, en þættirnir eru sýndir á Stöð 2. „Ég er alveg við það að deyja úr stressi, þannig það sé alveg á hreinu. Við fáum ekki að vita hver fyrsti dansinn okkar er fyrr en núna á sunnudaginn. Þannig að Jón Eyþór hefur bara verið að kenna mér grunninn í öllum dönsunum. Þetta hefur verið þrusugott samstarf,“ segir Manuela. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um Even labs á evenlabs.is.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira