Ekki kemur til greina að opna umslagið dularfulla frá Davíð á undan áætlun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2019 20:00 Umslagið góða. Vísir/Tryggvi Páll Það leynist margt í hillum Héraðsskjalasafn Norðurlands en líklega fátt dularfyllra en innsiglað umslag frá ljóðskáldinu Davíð Stefánssyni, sem ekki má opna fyrr en eftir rúmlega 200 ár. „Má opnast ef atómsprengjur falla á landið. Annars ekki fyrr en 2250,“ stendur á umslaginu dularfulla sem héraðsskjalavörður gætir vandlega. Davíð skildi einnig eftir sig tvo pakka sem opna má heldur fyrr en umslagið, árið 2100. Ekki kemur til greina að ganga gegn fyrirmælum Davíðs, sem lést árið 1964. „Af og til koma hérna einhverjir sem spyrja út í þetta og svo hafa komið fræðimenn sem hafa farið fram á það að fá að kíkja í pakkana en maður virðir óskir eins og þessa að það megi ekki opna þetta fyrr en tiltekið ár,“ segir Lára Ágústa Ólafsdóttir héraðsskjalavörður.Þekkt er að pökkum og umslögum fylgi ákveðin fyrirmæli um hvenær megi opna þau, en tímalengdin í þessu tilviki þykir óvenjuleg. „Þarna í öðru tilvikinu 2100 og svo 2250 sem að mér finnst í raun og veru alveg galið,“ segir Lára Ágústa. Gengið var frá pökkunum og umslaginu á tímum kalda stríðsins sem útskýrir ef til vill tilvísunina í kjarnorkusprengjuna, þegar ótti um kjarnorkustyrjöld var áþreifanlegur.Umslagið er haganlega innsiglað.Vísir/Tryggvi Páll„En maður hugsar oft hvað í ósköpunum er þarna inn í sem er svona mikilvægt leyndarmál að það má ekki nokkur maður sjá þetta fyrr en eftir 250 ár eða nærri því,“ segir Lára Ágústa. Getgátur eru uppi um að einhvers konar bréf leynist í pökkunum. Enginn veit það þó fyrir víst. „Þetta gætu líka verið dagbækur, þetta gæti verið hvað sem er,“ segir Lára Ágústa.Blundar ekkert í þér að kíkja þarna ofan í?„Nei.“ Akureyri Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Það leynist margt í hillum Héraðsskjalasafn Norðurlands en líklega fátt dularfyllra en innsiglað umslag frá ljóðskáldinu Davíð Stefánssyni, sem ekki má opna fyrr en eftir rúmlega 200 ár. „Má opnast ef atómsprengjur falla á landið. Annars ekki fyrr en 2250,“ stendur á umslaginu dularfulla sem héraðsskjalavörður gætir vandlega. Davíð skildi einnig eftir sig tvo pakka sem opna má heldur fyrr en umslagið, árið 2100. Ekki kemur til greina að ganga gegn fyrirmælum Davíðs, sem lést árið 1964. „Af og til koma hérna einhverjir sem spyrja út í þetta og svo hafa komið fræðimenn sem hafa farið fram á það að fá að kíkja í pakkana en maður virðir óskir eins og þessa að það megi ekki opna þetta fyrr en tiltekið ár,“ segir Lára Ágústa Ólafsdóttir héraðsskjalavörður.Þekkt er að pökkum og umslögum fylgi ákveðin fyrirmæli um hvenær megi opna þau, en tímalengdin í þessu tilviki þykir óvenjuleg. „Þarna í öðru tilvikinu 2100 og svo 2250 sem að mér finnst í raun og veru alveg galið,“ segir Lára Ágústa. Gengið var frá pökkunum og umslaginu á tímum kalda stríðsins sem útskýrir ef til vill tilvísunina í kjarnorkusprengjuna, þegar ótti um kjarnorkustyrjöld var áþreifanlegur.Umslagið er haganlega innsiglað.Vísir/Tryggvi Páll„En maður hugsar oft hvað í ósköpunum er þarna inn í sem er svona mikilvægt leyndarmál að það má ekki nokkur maður sjá þetta fyrr en eftir 250 ár eða nærri því,“ segir Lára Ágústa. Getgátur eru uppi um að einhvers konar bréf leynist í pökkunum. Enginn veit það þó fyrir víst. „Þetta gætu líka verið dagbækur, þetta gæti verið hvað sem er,“ segir Lára Ágústa.Blundar ekkert í þér að kíkja þarna ofan í?„Nei.“
Akureyri Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira