Mikil þörf á að rannsaka streitu og kulnun í samfélaginu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 18:30 Gyða Dröfn Tryggvadóttir lýðheilsufræðingur segir mikla þörf fyrir fræðslu um streitu og kulnun í samfélaginu og það þurfi einnig að rannsaka málið af meiri festu, Lýðheilsufræðingur segir afar mikla þörf fyrir fræðslu um streitu og það þurfi að rannsaka hana af meiri alvöru í samfélaginu. Það að vera í of mikilli streitu í langan tíma getur valdið fjöldann allan af líkamlegum og andlegum einkennum samkvæmt samantekt slysa-og bráðalæknis. Sálfræðingur sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að kulnun og örmögnun virðist vera að aukast meðal landans. Það taki um eitt til þrjú ár að ná sér. Þá sagði ungur læknir frá því í gær að hann hefði glímt við kulnun og það hefði komið á óvart hversu hratt einkenni hennar hefði þróast og hversu langan tíma tæki að ná sér. Loks hafa rannsóknir sýnt að sjö af hverjum tíu læknum hér á landi telja sig vera undir of miklu álagi í störfum sínum. Ráðstefna um streitu fór fram í Salnum í Kópavogi um helgina og er þetta önnur ráðstefnan um efnið á stuttum tíma. Uppselt var á viðburðinn og segja skipuleggjendur mikla þörf fyrir í fræðslu um streitu. Gyða Dröfn Tryggvadóttir er ein þeirra. „Þörfin er greinilega svo mikið að við þurftum að halda ráðstefnu númer tvö og mér sýnist stefna í ráðstefnu númer þrjú. Það er gott en það segir okkur líka að það er tilefni til að skoða þessi mál af ennþá meiri alvöru í samfélaginu,“ segir Gyða. Hún segir marga þætti valda því að fólk finni fyrir einkennum of mikillar streitu eða kulnunar. „Við þurfum að skoða þetta heildrænt og það er það sem við höfum einmitt séð hjá þeim sem hafa haldið erindi á ráðstefnunum, þetta eru margir þættir sem spila inní ástandið. Eitt af því sem ég hef skoðað eru samskipti en það hvernig við ölumst upp og hvernig æskan okkar er mótar okkur og stundum er fólk að burðast með bagga sem veldur því svo að samskipti verða erfiðari og það verður mun viðkvæmara fyrir álagsþáttum í lífinu,“ segir Gyða. Kristín Sigurðardóttir slysa-og bráðalæknir var meðal þeirra sem sagði frá einkennum ofurálags á ráðstefnunni og þar kom fram að einkennin séu af margvíslegum toga. Þannig geta líkamleg einkenni verið hjartsláttartruflanir, höfuð-og eða magaverkir og bæling ónæmiskerfist og andleg einkenni geta verið minnis-og eða svefntruflanir og kvíði og eða þunglyndi.Of mikil streita of lengiLíkamleg einkenniÖrari hjartsláttur, hjartsláttartruflunHækkaður blóðþrýstingurÖrari öndun, andvörpMagaverkur, ristilkrampiHöfuðverkurBreyting á matarlystþurr í munni, lakari meltingÞyngdartap/aukningNiðurgangurTíð þvaglátVerkirBæling ónæmiskerfisAukning á sýkingum og sjúkdómumKyndeyfð. Minnkuð frjósemiOf mikil streita of lengiAndleg einkenniSkerðir einbeitingu, þokusjónTruflar minniTorveldar ákvarðanatökuErfiðara að ljúka verkefnumÓskipulagViðkvæmniEykur alhæfingar, pirring og reiðiÞreytaSvefntruflanirKulnun í lífi og starfiKvíði og þunglyndi Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Lýðheilsufræðingur segir afar mikla þörf fyrir fræðslu um streitu og það þurfi að rannsaka hana af meiri alvöru í samfélaginu. Það að vera í of mikilli streitu í langan tíma getur valdið fjöldann allan af líkamlegum og andlegum einkennum samkvæmt samantekt slysa-og bráðalæknis. Sálfræðingur sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að kulnun og örmögnun virðist vera að aukast meðal landans. Það taki um eitt til þrjú ár að ná sér. Þá sagði ungur læknir frá því í gær að hann hefði glímt við kulnun og það hefði komið á óvart hversu hratt einkenni hennar hefði þróast og hversu langan tíma tæki að ná sér. Loks hafa rannsóknir sýnt að sjö af hverjum tíu læknum hér á landi telja sig vera undir of miklu álagi í störfum sínum. Ráðstefna um streitu fór fram í Salnum í Kópavogi um helgina og er þetta önnur ráðstefnan um efnið á stuttum tíma. Uppselt var á viðburðinn og segja skipuleggjendur mikla þörf fyrir í fræðslu um streitu. Gyða Dröfn Tryggvadóttir er ein þeirra. „Þörfin er greinilega svo mikið að við þurftum að halda ráðstefnu númer tvö og mér sýnist stefna í ráðstefnu númer þrjú. Það er gott en það segir okkur líka að það er tilefni til að skoða þessi mál af ennþá meiri alvöru í samfélaginu,“ segir Gyða. Hún segir marga þætti valda því að fólk finni fyrir einkennum of mikillar streitu eða kulnunar. „Við þurfum að skoða þetta heildrænt og það er það sem við höfum einmitt séð hjá þeim sem hafa haldið erindi á ráðstefnunum, þetta eru margir þættir sem spila inní ástandið. Eitt af því sem ég hef skoðað eru samskipti en það hvernig við ölumst upp og hvernig æskan okkar er mótar okkur og stundum er fólk að burðast með bagga sem veldur því svo að samskipti verða erfiðari og það verður mun viðkvæmara fyrir álagsþáttum í lífinu,“ segir Gyða. Kristín Sigurðardóttir slysa-og bráðalæknir var meðal þeirra sem sagði frá einkennum ofurálags á ráðstefnunni og þar kom fram að einkennin séu af margvíslegum toga. Þannig geta líkamleg einkenni verið hjartsláttartruflanir, höfuð-og eða magaverkir og bæling ónæmiskerfist og andleg einkenni geta verið minnis-og eða svefntruflanir og kvíði og eða þunglyndi.Of mikil streita of lengiLíkamleg einkenniÖrari hjartsláttur, hjartsláttartruflunHækkaður blóðþrýstingurÖrari öndun, andvörpMagaverkur, ristilkrampiHöfuðverkurBreyting á matarlystþurr í munni, lakari meltingÞyngdartap/aukningNiðurgangurTíð þvaglátVerkirBæling ónæmiskerfisAukning á sýkingum og sjúkdómumKyndeyfð. Minnkuð frjósemiOf mikil streita of lengiAndleg einkenniSkerðir einbeitingu, þokusjónTruflar minniTorveldar ákvarðanatökuErfiðara að ljúka verkefnumÓskipulagViðkvæmniEykur alhæfingar, pirring og reiðiÞreytaSvefntruflanirKulnun í lífi og starfiKvíði og þunglyndi
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira