Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. nóvember 2019 14:07 Hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum. Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna.Sjá einnig:Þúsundir íslenskra barna með offituBörn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingunum og hafa íslensk börn aldrei verið jafn þung. Um þetta er fjallað í þættinum Kompás á Vísi sem frumsýndur var í morgun. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu og er staðan nokkuð sláandi hjá fjórtán ára strákum. Átta prósent unglingsdrengja á höfuðborgarsvæðinu er með offitu, um það bil tveir í hverjum skólabekk. Hlutfallið hækkar um eitt til þrjú prósentustig á Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem næstum fimmti hver strákur í níunda bekk er með offitu. Hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni en þess skal getið að mun færri börn eru bak við tölurnar þar en á höfuðborgarsvæðinu – og sveiflur geta verið miklar á milli ára og árganga. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir að tölurnar koma sér á óvart. „Það er náttúrulega mjög fjölþætt og flókið samspil margra þátta sem væntanlega veldur þessu. Lýðheilsuvísar Embættis landlæknis segja að vestfirsk börn hjóla og ganga minna í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og við höfum tekið það upp á vettvangi sveitarfélagsins,“ segir Gylfi. Hann kallar eftir rannsóknum um offitu barna en engar rannsóknir eru til um hvers vegna offita barna er meiri á landsbyggðinni. Í raun er mjög lítið til af rannsóknum á ofþyngd og offitu barna. „Eina leiðin til að svara því er að gera alvöru rannsóknir og reyna að svara þessu með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi eru á hverjum tíma og hverjum stað,“ segir Gylfi. Gylfi segist hissa á því hve margir fjórtán ára drengir séu með offitu á Vestfjörðum enda öflugt íþróttastarf hjá sveitarfélaginu. „En það þarf bara að skoða betur hvað gæti valdið þessu og hvað er þá best til ráða,“ segir Gylfi og bætir við að það þurfi vissulega að taka á þessum málum. Vilji til þess sé mikill hjá sveitarfélögunum. „Og svo náttúrulega verður að finna leið til að efla unglingsstrákana sjálfa til að taka á sínum málum og svo bera heimilin ábyrgð á þessu á endanum, þetta eru náttúrulega þættir sem mótast heima við, til dæmis hversu mikið bílinn er notaður til og frá skóla,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Klippa: Offita barna - Kompás Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna.Sjá einnig:Þúsundir íslenskra barna með offituBörn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingunum og hafa íslensk börn aldrei verið jafn þung. Um þetta er fjallað í þættinum Kompás á Vísi sem frumsýndur var í morgun. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru fleiri börn með offitu úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu og er staðan nokkuð sláandi hjá fjórtán ára strákum. Átta prósent unglingsdrengja á höfuðborgarsvæðinu er með offitu, um það bil tveir í hverjum skólabekk. Hlutfallið hækkar um eitt til þrjú prósentustig á Norðurlandi, Vesturlandi, Suðurlandi og Austurlandi. Hæst er hlutfallið á Vestfjörðum þar sem næstum fimmti hver strákur í níunda bekk er með offitu. Hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni en þess skal getið að mun færri börn eru bak við tölurnar þar en á höfuðborgarsvæðinu – og sveiflur geta verið miklar á milli ára og árganga. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir að tölurnar koma sér á óvart. „Það er náttúrulega mjög fjölþætt og flókið samspil margra þátta sem væntanlega veldur þessu. Lýðheilsuvísar Embættis landlæknis segja að vestfirsk börn hjóla og ganga minna í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu og við höfum tekið það upp á vettvangi sveitarfélagsins,“ segir Gylfi. Hann kallar eftir rannsóknum um offitu barna en engar rannsóknir eru til um hvers vegna offita barna er meiri á landsbyggðinni. Í raun er mjög lítið til af rannsóknum á ofþyngd og offitu barna. „Eina leiðin til að svara því er að gera alvöru rannsóknir og reyna að svara þessu með tilliti til þeirra aðstæðna sem uppi eru á hverjum tíma og hverjum stað,“ segir Gylfi. Gylfi segist hissa á því hve margir fjórtán ára drengir séu með offitu á Vestfjörðum enda öflugt íþróttastarf hjá sveitarfélaginu. „En það þarf bara að skoða betur hvað gæti valdið þessu og hvað er þá best til ráða,“ segir Gylfi og bætir við að það þurfi vissulega að taka á þessum málum. Vilji til þess sé mikill hjá sveitarfélögunum. „Og svo náttúrulega verður að finna leið til að efla unglingsstrákana sjálfa til að taka á sínum málum og svo bera heimilin ábyrgð á þessu á endanum, þetta eru náttúrulega þættir sem mótast heima við, til dæmis hversu mikið bílinn er notaður til og frá skóla,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Klippa: Offita barna - Kompás
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent Kalt veður skilaði metári í vatnsnotkun Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Geta læknað unglingaveikina Erlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira