Börn með offitu þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónustu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. nóvember 2019 19:00 Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónstu. Sérfræðingar í Heilsuskólanum segja stöðuna slæma. Biðin geti reynst börnunum oft erfið og þá sé erfiðara að hjálpa þeim. Sex prósent íslenskra grunnskólabarna eru með offitu samkvæmt mælingum skólahjúkrunarfræðinga frá síðasta vetri og hefur börnum með offitu fjölgað mikið síðustu ár eins og Kompás fjallaði um í dag. Heilsuskóli Barnaspítala Hringssins er eina formlega úrræðið sem kerfið býður upp á fyrir börnin. Tilvísun í skólann er unnin í samvinnu við skólahjúkrunarfræðinga eða heimilislækni. Þar eru kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun, börn og fjölskyldur þeirra fá ráðgjöf um mataræði og hreyfingu og sálrænann stuðningur veittur. Það komast 75 börn að í Heilsuskólanum og þrátt fyrir að plássunum hafi fjölgað nýlega hefur biðlistinn lengst. „Þó að við höfum bætt í og tekið við fleiri þá hefur biðlistinn verið að lengjast og núna er biðlistinn um það bil ár þegar við byrjuðum á þessu ári,“ segir Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. Rúmlega sjötíu börn eru nú á biðlista. „Eins og staðan er í dag ráðum við við svona einn fjórða af vandanum. Oft er það þannig að börn eru komin í verri stöðu en þau hefðu geta verið,“ segir Tryggvi Helgason. Meðalaldur barna í Heilsuskólanum er 11 ára. Oft reynist það börnunum erfitt að bíða eftir þjónustu að sögn Berglindar B. Brynjólfsdóttir, sálfræðings. „Þau upplifa það náttúrulega þannig að það sé ekki verið að hjálpa þeim að takast á við þennan vanda. Oft eru þau líka með annars konar vanda sem þarf að hjálpa þeim með, þau eru oft með kvíða, depurð og þetta bara eykur á vandann ef það er ekki tekist á við hann,“ segir Berglind. „Það er þannig að það er erfiðara að eiga við offitu barna þegar börn eru orðin eldri og því fyrr sem við getum byrjað sem læknar og foreldrar er auðveldara að eiga við vandann,“ segir Tryggvi. „Foreldrar tala oft um að það séu engin önnur úrræði og þau eru að spurja hvert get ég leitað ef ég kemst ekki að hér í ár og hvað á ég að gera á meðan,“ segir Berglind og er að tala um þá sem ekki komst að í Heilsuskólanum. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni. Berglind og Tryggvi segja að þar sé úrræðaleysið hvað mest. „Það er stundum erfitt fyrir fólk úti á landi að komast hingað og eru heilsugæslustöðvarnar og heilbrigðisstofnanirnar þá það eina sem við getum vísað þeim í og þar er auðvitað mismikil þekking,“ segir Berglind. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Tengdar fréttir Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. 3. nóvember 2019 19:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónstu. Sérfræðingar í Heilsuskólanum segja stöðuna slæma. Biðin geti reynst börnunum oft erfið og þá sé erfiðara að hjálpa þeim. Sex prósent íslenskra grunnskólabarna eru með offitu samkvæmt mælingum skólahjúkrunarfræðinga frá síðasta vetri og hefur börnum með offitu fjölgað mikið síðustu ár eins og Kompás fjallaði um í dag. Heilsuskóli Barnaspítala Hringssins er eina formlega úrræðið sem kerfið býður upp á fyrir börnin. Tilvísun í skólann er unnin í samvinnu við skólahjúkrunarfræðinga eða heimilislækni. Þar eru kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun, börn og fjölskyldur þeirra fá ráðgjöf um mataræði og hreyfingu og sálrænann stuðningur veittur. Það komast 75 börn að í Heilsuskólanum og þrátt fyrir að plássunum hafi fjölgað nýlega hefur biðlistinn lengst. „Þó að við höfum bætt í og tekið við fleiri þá hefur biðlistinn verið að lengjast og núna er biðlistinn um það bil ár þegar við byrjuðum á þessu ári,“ segir Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. Rúmlega sjötíu börn eru nú á biðlista. „Eins og staðan er í dag ráðum við við svona einn fjórða af vandanum. Oft er það þannig að börn eru komin í verri stöðu en þau hefðu geta verið,“ segir Tryggvi Helgason. Meðalaldur barna í Heilsuskólanum er 11 ára. Oft reynist það börnunum erfitt að bíða eftir þjónustu að sögn Berglindar B. Brynjólfsdóttir, sálfræðings. „Þau upplifa það náttúrulega þannig að það sé ekki verið að hjálpa þeim að takast á við þennan vanda. Oft eru þau líka með annars konar vanda sem þarf að hjálpa þeim með, þau eru oft með kvíða, depurð og þetta bara eykur á vandann ef það er ekki tekist á við hann,“ segir Berglind. „Það er þannig að það er erfiðara að eiga við offitu barna þegar börn eru orðin eldri og því fyrr sem við getum byrjað sem læknar og foreldrar er auðveldara að eiga við vandann,“ segir Tryggvi. „Foreldrar tala oft um að það séu engin önnur úrræði og þau eru að spurja hvert get ég leitað ef ég kemst ekki að hér í ár og hvað á ég að gera á meðan,“ segir Berglind og er að tala um þá sem ekki komst að í Heilsuskólanum. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni. Berglind og Tryggvi segja að þar sé úrræðaleysið hvað mest. „Það er stundum erfitt fyrir fólk úti á landi að komast hingað og eru heilsugæslustöðvarnar og heilbrigðisstofnanirnar þá það eina sem við getum vísað þeim í og þar er auðvitað mismikil þekking,“ segir Berglind.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Tengdar fréttir Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. 3. nóvember 2019 19:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Prófa HIV-bóluefni Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. 3. nóvember 2019 19:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07